Vikan


Vikan - 11.07.2000, Qupperneq 45

Vikan - 11.07.2000, Qupperneq 45
Þórunn Stefánsdóttir pýddi ir það. Satt að segja hafði hún sagt við Annie að hún ætti það skilið. ,,Hann er vondur við þig vegna þess að þú ert vond við hann,“ hafði hún sagt eins og ekkert væri eðlilegra. „Þú getur sjálfri þér um kennt.“ Frá því hún var fjórtán ára hafði Annie varið eins litlum tíma inni á heimilinu og hún mögulega gat. Henni var ekki bara illa við stjúpa sinn, hún var líka dauðhrædd við hann. Hún hafði hlakkað til þess að verða nógu gömul til þess að flytja að heiman. Svo hitti hún Philip sem fullvissaði hana um að hennar biði frami í tónlistarheiminum. Hún pakkaði eigum sínum nið- ur í tösku og lét sig hverfa þegj- andi og hljóðalaust. Hún var viss um að mömmu hennar væri sama hvað yrði um hana og Bernard og synir hans tveir yrðu dauðfegnir að losna við hana. Eftir að Annie varð fræg höfðu þau samband við hana og báðu hana um að lána þeim peninga. Hún bað Philip að sjá um að senda þeim dágóða upphæð og stuttu seinna hafði hún sent þeim miða á tónleika. Hún hitti þau stutta stund eftir tónleikana en þau höfðu horfið aftur út úr lífi hennar eftir að Philip hafði gert þeim ljóst að þau fengju ekki meiri peninga frá Annie. Hún hafði ekki tekið það nærri sér. Endurfundirnir höfðu ýft upp gömul sár og slæmar minningar. Líf hennar hefði orðið öðruvísi ef pabbi hennar hefði ekki dáið svona ungur. f>á hefði mamma hennar ekki gifst Bernard Tyler. Góðu dagarnir enduðu þegar hún var ellefu ára. Hún hafði ver- ið einmana og óhamingjusöm þar til líf hennar breyttist aftur til hins betra þegar hún var sautján ára. Henni fannst sársaukafullt að rifja upp þessi ár. Hún yggldi sig og reyndi að þurrka minning- arnar úr huga sér. „Þú ert mjög þögul,“ sagði bíl- stjórinn og hún hrökk við. Hún horfði í spegilinn en sá ekki í augu hans sem voru hulin þykk- um augnahárum. „Ég var að hugsa um hvað vin- ir mínir verða áhyggjufullir ef ég skila mér ekki á hótelið. Þeir munu eiga erfitt með að átta sig á því hvað hefur komið fyrir mig.“ „Þeir komast nú fljótlega að því.“ Henni brá þegar hún heyrði kuldann í röddinni. „Hvað áttu við? Ætlar þú að hringja og láta vita hvar ég er? Hvaða skýringu ætlar þú að gefa? Ætlar þú að segja þeim að þú haf- ir rænt mér og krefjist lausnar- gjalds ef þeir vilja sjá mig aftur á lífi?“ Hún vildi óska þess að hún gæti séð framan í hann. Venjulega var hægt að lesa heilmikið úr aug- um fólks en svo var ekki í tilfelli þessa dul- arfulla manns. Ein- hvern veginn fannst henni sem það gæti vel verið að þau hafi hist áður. En ef til vill hafði hann spilað á undir- meðvitund hennar með hringingunum og framkomu sinni eftir að hún settist inn í bíl- inn á flugvellinum. Nú hægði hann ferð- ina og beygði inn á þröngan malarveg með háum trjágróðri til beggja hliða. Hún sá að þetta var innkeyrsla að húsi sem stóð í skógarjaðri. Veggirnir voru hvítmálaðir, þak- flísarnar bleikar og svartir hlerar voru fyr- ir gluggunum. Bíllinn stöðvaðist fyrir utan húsið og Annie reyndi að koma auga á önnur hús í nágrenninu. Hún uppgötvaði sér til mik- illar skelfingar að þau voru algjörlega ein- angruð. Á bak við hús- ið var þéttur skógur og í kringum það grænir akrar svo langt sem augað eygði. Nú fyrst varð hún hrædd fyrir alvöru. Bílstjórinn steig út úr bílnum og opnaði dyrnar. Annie sat sem föstust í sætinu, rétti úr sér og sagði storkandi: „Viltu gjöra svo vel að fara með mig til Parísar á stund- inni. Ég skal lofa að segja ekki til þín. Ef ekki..." Hann teygði sig eftir henni, greip utan um handlegginn á henni og togaði hana úr sætinu. Hún hafði ekki átt von á svo harkalegum viðbrögðum og hann var jafnvel sterkari en hann leit út fyrir að vera. Hún var ekki í stakk búin að streitast á móti. Hún hrasaði og áður en hún vissi af var hann búinn að taka hana í fangið og lét sem hann tæki ekki eftir því hvernig hún sparkaði frá sér. Hann hélt á henni upp tröpp- urnar eins og hún væri tusku- brúða. Þegar hann stakk lyklin- um í skrána sneri hún höfðinu og læsti tönnunum eins fast og hún gat í höndina á honum. Hann æpti upp yfir sig en sleppti ekki takinu fyrr en þau voru komin inn og hann hafði lokað útidyr- unum á eftir þeim. Hann setti hana varlega niður á gólfið og læsti handleggnum utan um hana. Hann hélt henni þétt upp að sér. Brjóst hennar námu við bringu hans, mjaðmir þeirra snertust og hún fann hit- ann frá líkama hans. Áhrifin voru rafmögnuð þótt hún ætti erfitt með að viðurkenna það. Hún fann fyrir honum með öllum lík- amanum, hún svitnaði og var andstutt. Hún reyndi að ýta hon- um frá sér en hann hélt henni eins og í skrúfstykki. Hún starði á hann og hræðslan skein úr aug- unum. Hann virti fyrir sér tannaförin á hendinni. „Það blæðir úr mér,“ sagði hann undrandi. „Þú hefur sannarlega sterkar tennur." Annars hugar sleikti hann blóðið úr sárinu. Annie horfði á Vikan 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.