Vikan


Vikan - 11.07.2000, Side 48

Vikan - 11.07.2000, Side 48
Þýðing og samantekt: Margrét V. Helgadóttir Meðgöngur og barnsfæð- ingar Dykja ekki frélt- næmir uiðburðir í heims- pressunni nema helst begar fræga fólkið á í hlut. Oftast eru bað popp- stiörnurnar og leikararnir sem fá athygli út á ung- uiðið en fyrir skömmu brá út af beirri uenju. Bretar fylgdust vel með meðgöngu bresku forsætisráðherrafrú- arinnar og biðu í of- væni eftir að nýjasli fjölskyldu- meðlimurinn í Downingstræti 10 litli dagsins ljós. Leo litli fæddist snemma morguns þann 20. maí síðastliðinn og var kominn heim til sín aðeins þremur klukku- stundum síðar. Þar biðu hans þrjú eldri systkini, Euan 16 ára, Nicholas, 15 ára og Kathryn 12 ára. Bresku forsætisráðherra- hjónin höfðu ekki skipulagt frek- ari barneignir, enda eru þau bæði í valdamiklum og annasömum störfum. Tony Blair þótti segja fremur klaufalega frá væntan- legu barni þegar hann gerði þungunina opinbera. Hann sagði blaðamönnum að þau hefðu orð- ið mjög hissa þegar þau komust að því að þau ættu von á barni en eftir að þau hefðu jafnað sig væru þau mjög ánægð og hlökk- uðu til. Fólk á fimmtugsaldri ætti nú að vita hvernig börnin verða til og fjölmiðlar gerðu óspart gírn að Blair fyrir þessi ummæli. Það telst til tíðinda þegar jafnvalda- miklir menn fara að standa í bleiuskiptingum því flestir þeirra komast til valda þegar þeir eru búnir með „barnapakkann". Aftur út á uinnumarkaðinn Leo litli er fyrsta nýfædda barnið sem flytur í Down- ingstræti 10 í 150 ár. Fyrsti mað- urinn sem sendi heillaóskaskeyti til nýbökuðu foreldranna var John Major, fyrrverandi forsæt- isráðherra Bretlands, sem er sjálfur að verða afi eftir tvo mán- uði. Drottningin sendi að sjálf- sögðu líka góðar óskir og gífur- legur mannfjöldi safnaðist sam- an fyrir framan heimilið eða sendi skeyti og gjafir. Cherie Blair þykir einn eftir- sóttasti lögfræðingur Bret- landseyja og mörgum þykir súrt að sjá á eftir henni í fæðingaror- lof. Hún ætlar þó ekki að taka sér langt frí því hún stefnir á að vera aftur komin til starfa eftir fjóra rnánuði. Hún fær dygga aðstoð frá barnfóstru sem hóf störf í Downingstræti 10 um leið og þau mæðginin komu heim af sjúkra- húsinu. Eins og gefur að skilja er þeim Tony og Cherie annt um ímynd sína og þau eru ekki til- búin að leyfa hverjum sem er að mynda Leo litla. Hinn útvaldi ljósmyndari var enginn önnur Mary, dóttir bítilsins Pauls McCartney. Mary er virtur ljós- myndari í Bretlandi og Cherie kynntist henni þegar þær unnu saman að ráðstefnu um brjóstakrabbamein. Frú Blair vildi ekki fá neinn annan ljós- myndara til að taka fyrstu mynd- irnar af syninum. Mary var að vonum stolt af þessari óvenju- legu bón en brást vel við og tók fínar myndir af nýja fjölskyldu- meðlimnum þegar einungis 36 klukkustundir voru liðnar frá því að hann fæddist. 48 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.