Vikan


Vikan - 11.07.2000, Blaðsíða 50

Vikan - 11.07.2000, Blaðsíða 50
Afbrýðisemi systkina Margir telja að rétt sé að bíða með að eignast annað barn bar til frumburðurinn er orðinn að minnsta kosti tueggja ára vegna bess að eldra barnið hafi ekki fyrr broska til að takast á uið að deila foreldrum sínum með öðrum. Eítt af buí sem verðandi foreldrar verða að taka með í reikninginn, ef beir eiga barn fyrir, er hugsan- ieg afbrýðisemi eldra barnsins út í nýja systkinið. Ef þið eigið barn fyr- ir er ákaflega mikil- vægt að undirbúa það fyrir komu nýja barnsins. Gott er að láta það fylgjast með meðgöngunni, bæði varðandi breytingar á móðurinni og fóstrinu, t.d. með því að leyfa barninu að koma við magann á mömmu þegar fóstrið hreyfir sig. Því meira sem þið undirbúið ykk- ur í sameiningu því mun meiri samkennd finnur eldra barn- ið með því litla. Leyfið því „stóra“ systkin- inu að taka þátt í umönnun barnsins og leyfið því að finna hversu hjálplegt það er. Samt sem áður er líklegt að eldra barnið finni fyrir ein- hverri afbrýðisemi í garð litla barnsins. Það getur reynst foreldrunum erfitt að takast á við þessar neikvæðu tilfinn- ingar eldra barnsins í garð þess yngra en það er mikil- vægt að eldra barnið fái að láta í ljós hvernig því líði. Hlustið því vel á barnið og sýnið því að þið skiljið tilfinn- ingar þess, reiði, sorg og öf- und. Það er mikið verk fyrir báða foreldra að koma barni yfir afbrýðisemi og getur tek- ið talsverðan tíma. Hins veg- ar lærir barnið smátt og smátt að gera greinarmun á tilfinn- ingum sem eru leyfilegar og gjörðum. Það verður að vita að það má finna fyrir afbrýði- semi en það má ekki láta hana bitna á litla barn- inu. Úbekkt og afbrýðisemi Foreldrum hættir stundum til að gleyma því að fæðing nýs barns hefur ekki bara gífurleg áhrif á þá heldur systkinin líka. Foreldrarnir hafa haft langan tíma til að þróa tilfinningar sínar til litla barnsins í móðurkviði en það er ekki víst að stóra systkinið hafi fundið fyrir neinum tilfinningum í garð barnsins í „maganum á mömmu.“ „Sonur okkar var fjögurra ára þegar ég varð ófrísk af systur hans og því tæplega fimm ára þegar hún fæddist. Við höfðum reynt að undir- búa hann vel fyrir komu litla barnsins þar sem hann var einbirni og þar að auki fyrsta 50 Vikan barnabarnið í báðum fjöl- skyldum. Hann var því vanur að hafa óskipta athygli okkar foreldranna, móður- og föð- ursystkina sinna og frá ömm- um og öfum. Við vissum því alla aðra í fjölskyldunni og gerði ýmis prakkastrik til að vekja á sér athygli. Svo spurði hann ömmu sína meira að segja að því hvort hann mætti flytja til hennar af því að Foreldruni hættir stundum til að gleynia því að fæðing nýs barns hefur ekki bara gífurleg áhrif á þá heldur systkinin líka. að það yrði mikil breyting fyr- ir hann að eignast lítið systk- ini og reyndum að gera fæð- inguna að gleðilegum atburði í huga hans með því að segja við hann hvað það væri nú gaman fyrir hann að eignast lítið systkini til að leika við. Það voru hins vegar stór mistök af okkar hálfu því þeg- ar systir hans fæddist varð hann fyrir gífurlegum von- brigðum með hvítvoðunginn sem var svo sannarlega ekki hægt að leika við. Við höfðum ekki gert okkur grein fyrir því að tæplega fimm ára gamalt barnið hafði talið að það fengið fullskapaðan leikfé- laga af fæðingardeildinni. Hann var líka svekktur og sár út í okkur foreldrana fyrir að hafa logið að sér að því er honum fannst. Sem betur fer sætti hann sig fljótlega við það að litla barnið var ekki leikfé- lagi hans en þá tók ekki betra við. Afbrýðisemin blossaði upp af miklum ákafa. Sem betur fer beindist afbrýði- semin ekki að systur hans því hann var ákaflega blítt barn og hefði aldrei beint reiði sinni að henni. Þess í stað var hann roslega óþekkur við „mamma og pabbi væru búin að eignast nýtt barn og þyrftu hann ekki lengur." Við pabbi hans vorum al- veg í öngum okkar yfir þessu og vissum ekki hvernig við áttum að bregðast við. Sem betur fer bauðst tengdamóð- ir mín til að hlaupa undir bagga og passa litla dóttur okkar í tvo tíma á dag svo að ég gæti eytt þeim tíma ein með syni okkar. Sá tími gerði okkur báðum gott og afbrýði- semin og höfnunartilfinning- in hjá syni okkar minnkaði smátt og smátt. Fimm árum síðar þegar ég varð ófrísk af yngri dóttur okkar vorum við hjónin reynslunni ríkari og undir- bjuggum börnin betur. Við pössuðum okkur á að tala ekki um nýja barnið sem væntanlegan leikfélaga og svo töluðum við alltaf um barnið sem við ættum öll sam- an. Smám saman fóru krakk- arnir að líta á systkin- (ið sem var í vændum sem „barnið sitt“. Þetta viðhorf þeirra kom að miklu leyti í veg fyrir mikla af- brýðisemi þegar yngri dóttir okk- ar fæddist þótt texti: Gunnhildur Lily Magnúsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.