Vikan


Vikan - 11.07.2000, Qupperneq 58

Vikan - 11.07.2000, Qupperneq 58
Feigð og fölar rúsir Þær eru margar hænurnar sem leynast úti í hinum stóra heimí. Á meðan ég var í am- erískum menntaskóla fékk ég heldur óskemmtilegar hótanir sem ég tók mátulega alvar- lega, bláeygða og saklausa stúlkan frá íslandi. Ég vil ekki hugsa hað til enda hvað hefðí getað gerst ef „fjölskyldan" mín ytra og vinur hefðu ekki gripið í taumana og upplýst hver stóð á bak við dularfull hréf og blómasendingar. Eg dvaldi sem skipti- nemi í Bandaríkjun- um í eitt ár strax að loknu grunnskóla- námi. Ég bjó hjá dæmigerðri am- erískri fjölskyldu sem bjó rétt fyr- ir utan stórborg. í hverfinu bjó mikið af millistéttarfólki og glæpatíðni var fremur lág. Áður en ég fór út hafði ég ekki leitt hugann að glæpum en eftir að ég var komin út varð ég áþreifan- lega vör við annan hugsunarhátt. Fólkið sem ég bjó hjá, byrjaði á að kenna mér á allar öryggislæs- ingarnar á útidyrahurðinni, hvernig ætti að skilja við húsið og hvernig ætti að bregðast við hinu og þessu í öryggisskyni. Eins og dæmigerður íslendingur, tók ég þessu mátulega alvarlega en fór eftir öllum reglunum sem mér voru kynntar hvað varðar örygg- ismálin. Fyrsta daginn í skóla- num brá mér nokkuð í brún þeg- ar ég mætti vopnuðum lögreglu- manni, sem reyndist vera ganga- vörður skólans. Reglurnar í skól- anum voru allt aðrar en ég hafði kynnst hérna heima en fljótlega aðlagaðist ég þeim. Mér fannst ekkert athugavert við að geta ekki farið inn á salerni nema með skriflegt leyfi frá kennaranum, vitandi að vopnaður vörðurinn stæði fram á gangi og fylgdist með öllum ferðum mínum. Pað var margt sem mér fannst ólíkt því sem ég þekkti að heiman, meðal annars skápakerfið sem er í öllum skólum. Fiver nemandi er með sinn skáp og þar sem allar skólabækurnar voru geymdar yfir daginn. Á skápnum var sér- stakt talnanúmer sem hver nem- andi fékk úthlutað og enginn annar en sá sem var með talnarununa átti að komast inn í skápinn. Við vorum nokkrir út- lendingar í skólanum sem til- heyrðum hópi skiptinema. Við héldum hópinn og fréttum utan að okkur að við vektum mikla at- hygli, þrátt fyrir að við gerðum ekkert til að láta á okkur bera. Stundum stoppuðu krakkar á göngunum til að hlusta á okkur tala eða bara til að horfa á hvern- ig við værum klædd. Það hvarfl- aði aldrei að mér að einhver einn nemandi skólans væri að fylgjast með öllum ferðum mínum. Ástarbréf og blóm Ég eignaðist fljótt góðan vina- hóp af amerískum krökkum þeg- ar ég fór að stunda íþróttir og íþróttaæfingarnar hófust strax eftir skóla. Þar sem ég var sú eina úr hópnum sem ekki var með bíl- próf, skiptust krakkarnir á að keyra mig heim eftir æfingar. Einn daginn fann ég ónafngreint bréf í skápnum mínum. Þetta var eins konar ástarjátning en samt ótrúlega furðulega orðuð. Ég var þess fullviss að einhver hefði ruglast á skápum og bréfið væri ætlað einhverri kærustunni en í skólanum áttu nánast allir kærasta eða kærustu. Ég henti bréfinu bara í ruslið og gleymdi því um leið. Daginn eftir fann ég annað bréf og nafnið mitt var skrifað á það. Þar skrifaði bréf- ritarinn að honum hefði sárnað viðbrögð mín deginum áður, hann hefði fundið bréfið krump- að og rifið í ruslafötu hjá skápn- um mínum. Mér fannst þetta orð- ið svolítið dularfullt en ákvað að láta þetta eiga sig. Ég ákvað að geyma bréfið, ætlaði reyndar alltaf að sýna það vinum mínum en það fórst fyrir. Fimm mínútum eftir að ég var komin heim af æfingu þennan dag var dyrabjöllunni hringt. Amerísku foreldrar mínir höfðu bannað mér að fara til dyra á meðan ég væri ein heima ef ég þekkti ekki þann aðila sem stæði út á tröppum. Ég leit út um gluggann og sá hvar bfll, merkt- ur blómabúð í bænum, stóð í inn- keyrslunni en ég vildi samt ekki fara til dyra. Eftir smá stund heyrði ég hann aka í burtu. Ég opnaði dyrnar og fyrir framan þær lá stór kassi með nafninu mínu framan á. Ég var svo for- vitin að ég náði í kassann og opn- aði hann. í honum lágu blóm og tugir korta sem á voru alls kyns ástarjátningar. Nafn sendanda kom hvergi fram. Ég fékk gæsa- húð þegar ég las kortin. Sá sem var að senda mér þetta, hafði greinilega fylgst vel með mér. Hann vissi hvenær ég mætti í skólann, hvaða ilmvatn ég not- aði, og hann vissi hvaða krakka ég umgekkst o.s.frv. Ég ákvað að geyma kortin en henti blómun- um í ruslið um leið. Ég vissi ekki alveg hvað ég ætti að segja við hjónin því þau voru mjög ströng varðandi kynni mín af hinu kyn- inu. Ég var mest hrædd um að þau héldu að ég væri að gefa þessum strák undir fótinn eða ég ætti einhverja sök á þessu. Þau voru samt alltaf mjög elskuleg en ég vildi reyna að hafa upp á þess- um strák áður en ég færi að blanda þeim í málið. Ég reyndi að hringja í vinkonu mína en hún var ekki heima. Um kvöldið fór ég í veislu hjá fjölskyldunni og náði ekki að hringja aftur í vin- konu mína. Viðbjóðsleg mynd Ég forðaðist að opna skápinn minn næsta morgun og fór upp á skrifstofuna til að kanna hvort einhver hefði verið að forvitnast um skápanúmerið mitt og heim- ilisfang. Konan á skrifstofunni brosti góðlátlega þegar ég spurði og sagði að það væri straumur af strákum sem vildi vita hvar litla, alvöruljóshærða stelpan ætti heima og gerði bara grín að þess- um vinsældum. Hún var ekki viss um hvað þeir hétu eða í hvaða bekkjum þeir væru og spurði hvort mér fyndist ekki gaman að vera svona vinsæl! Ég fór í hálf- gerðan leynilögguleik þennan dag og reyndi að fylgjast með þeim sem fóru um skápasvæðið mitt. Það var ekki nokkur leið að finna út hverjir gætu hugsan- lega verið að njósna um mig því slíkur var fjöldinn sem gekk um svæðið. Ég var þess fullviss að þetta hlyti að vera einhver sem komst að skápnum á meðan við hin vorum í tímum. Ég herti upp hugann í lok dagsins og opnaði skápinn. Hann var þá orðinn full- ur af alls kyns ljóðum, kortum og afar sérkennilegum myndum. Þessi leynilegi aðdáandi minn var greinilega meira en lítið bilaður og mér varð ekki um sel. Einn skólafélagi minn, sem bjó í sama hverfi og ég, og tók oft skólabfl- inn með mér, kom til mín í ein- um frímínútunum og sagði að hann hefði fundið sérkennilegt blað inni í smíðastofunni. A því stóð nafnið mitt og stór, niðrandi kvenmannsmynd teiknuð á blað- ið. í kringum myndina voru skrif- aðar ógeðslegar setningar. Hann sagðist ekki vita hver skrifaði þetta en hann vildi ekki sýna mér blaðið, það væri alltof viðbjóðs- legt til þess að sýna það nokkrum manni. Hann ætlaði að geyma það og reyna að finna út hver hefði gert þetta. Mér fannst þetta farið að vera hið dularfyllsta mál. Stuttu seinna hitti ég vinkonu mína og ákvað að sýna henni hvað var að finna í skápnum. Hún fékk hálfgert móður- 58 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.