Vikan


Vikan - 11.07.2000, Síða 59

Vikan - 11.07.2000, Síða 59
UttlililfciUlliÍími sýkiskast þarna á ganginum, öskraði og hrópaði og sagði að ég yrði að hafa samband við lögregl- una og láta hana um að rannsaka málið. Henni fannst ég taka þessu af allt of miklu kæruleysi. Hún sagði að svona nokkuð kæmi oft upp en það þyrfti að láta vita, því þetta gæti verið einhver geðsjúklingur. Ég sagði henni að ég ætlaði að tala við „foreldra mína“ um kvöldið og biðja þá að hafa samband við skólayfirvöld ef þeim fyndist ástæða til. Skreyting á kistuna! Vinkona mín mætti á æfingu með mér en var alveg miður sín yfir þessum atburði. Þar sem hún gat ekki keyrt mig heim fékk ég far með einum besta vini mín- um. Hann var búinn að vera í fríi í skólanum dagana á undan og því hafði ég heldur ekki sagt hon- um hvað væri í gangi. Hann keyrði mig heim og við vorum að spjalla saman úti í bíl þegar ég sé sama blómabílinn, og kom deginum áður, nálgast húsið. Ég stirðnaði upp og fann hvernig orðin stóðu föst í hálsinum á mér. Ósjálfrátt henti ég mér niður í sætið og romsaði sögunni út úr mér á methraða og skalf eins og hrísla. Blómasendillinn stóð fyr- ir framan útidyrnar með kassa í höndunum og hringdi bjöllunni þegar vinur minn fór út úr bíln- um og bað um að fá kassann af- hentann. Hann krafðist þess að vita hver sendandinn væri en sendilinn harðneitaði að gefa upp nafnið, sagði að það væri trúnaðarmál. Vinur minn sagði að hann myndi hringja í eiganda verslunarinnar síðar um daginn og bílstjórinn lét sig hverfa. Ég veit ekki hvoru okkar brá meira þegar við opnuðum kassann. Hann var fullur af svörtum og hvítum blómum og á miðanum stóð að svona blóm myndu skreyta líkkistuna mína! Ég væri búin að hafna x (hann kallaði sig alltaf x á öllum kortum) og nú fengi ég að kenna á því. Ég fengi bráðum að sjá framan í hann. Ég skil ekki ennþá hvað ég var ró- leg á þessari stundu því ég fæ alltaf gæsahúð þegar ég hugsa um þetta eftir á. Vinur minn tryllt- ist, hann harðbannaði mér að fara inn í húsið og krafðist þess að ég færi heim með honum. Ég mætti ekki vera ein eitt augnablik þangað tii þessi maður fyndist. Ég hringdi í vinnuna til foreldra minna heiman að frá vini mínurn, fullviss að þau yrðu brjáluð ef þau vissu að ég væri heima hjá strák. Leynilegi aðdáandinn afhjúpaður Vinur minn talaði við þau og útskýrði hvað hefði gerst þennan dag og dagana á undan. Þau komu strax heim og voru skelf- ingu lostin. Pabbi minn og vinur minn fóru í blómabúðina og eft- ir hálftíma þref við eigandann og hótanir um að kæra hann, tókst þeim að fá nafn og síma sendand- ans. Mamma hringdi heim til sendandans og í ljós kom að þetta var einn nemandi skólans. Hann var jafngamall mér og átti við sál- ræna erfiðleika að stríða. For- eldrar hans sögðu að það væri bara spurning um tíma hvenær hann yrði tekinn úr skólanum vegna þessara vandamála. Þeir voru miður sín þegar þeir heyrðu hvað hefði gerst. Foreldrarnir viðurkenndu að hann hefði ver- ið mjög upptekinn af mér, hann taldi þeim reyndar trú um að við værum kærustupar og hann ætl- aði að fara að kynna mig fyrir þeim fljótlega. Þau vildu fá að hitta mig og biðjast afsökunar á framferði sonar síns. Þau höfðu líka miklar áhyggjur af því að ég myndi kæra hann og þau þyrftu að borga skaðabætur. Það hvarfl- aði ekki að mér, það eina sem ég vildi var að fá frið fyrir honum. Sem betur fer fékk ég ekki fleiri hótanir né blómasendingar frá blessuðum drengnum. Ég fékk að sjá mynd af honum á skóla- skrifstofunni og áttaði mig þá á því hvaða drengur þetta var. Ég hafði oft séð hann sniglast í kringum mig en ég hélt að hann væri bara að elta vini sína sem voru með skápa nálægt mér. Mér leið alltaf illa þegar ég sá honum bregða fyrir á göngunum næstu daga á eftir. Ég mun aldrei gleyma augnaráði hans eftir að þetta komst upp, hann var greini- lega mjög veikur. Ég frétti það frá systur hans að hann hefði verið lagður inn á geðdeild nokkrum vikum síðar og væri sjálfum sér og öðrum hættulegur, hann hefði meðal annars ráðist á föður sinn. Sem betur fer frétti ég það um það leyti sem ég var að fara heim aftur, að tveimur árum áður en ég kom í skólann hefði kvenkyns nemandi við skólann fengið sam- bærilegar hótanir og sá sem hótaði henni hefði staðið við hót- anir sínar. Stúlkan fannst myrt á víðavangi en morðinginn fannst, hann hafði líka verið nemandi í þessum sama skóla. Lesandi segir Margréti V. Helgadóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er vel- komið að skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. licimilisfaiigiO er: Mkan - ..I.ífsres nslusaga". Scljavegur 2. 101 Keykjavík, Netfang: vikan@frodi.is Vikan 59

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.