Vikan - 25.07.2000, Side 7
Torfí er aflnirða skák-
niaöur og varö
Reykjavíkurnieistari í
skák áriö 1996, þá aö-
eins saiit ján ára gam-
all. Hugaöir gestir
Kaftllníssins geta ef til
vill sest aö skák með
Torfa.
staklega próteinríkum réttum
sem eru taldir mjög hollir.
Leó og Guðný hafa verið
grænmetisætur um margra
ára skeið og hafa lesið sér
mikið til í næringarfræði
tengdri grænmetisfæði.
Matreiðsla Kaffihússins
tekur mið af næringaráætlun-
inni The Zone sem hefur not-
ið gífurlegra vinsælda víða
um heim, meðal annars í
Hollywood hjá stjörnum eins
og Jennifer Aniston, Liz
Hurley og Sharon Stone.
Meginhugmyndin á bak við
The Zone er að borða
prótein, kolvetni og fitu í rétt-
um hlutföllum. Mörgum
hættir til að borða of mikið
af kolvetnum og af því fitnar
fólk.
Guðný og Leó ákváðu að
leggja mikla áherslu á græn-
metisrétti með próteini í því
af eigin reynslu þekkja þau að
fólk sem borðar ekki kjöt þarf
að finna aðrar leiðir til að fá
nægilegt prótein úr fæðunni.
„Petta mataræði byggist á
því að hafa jafnvægi í líkam-
anum og er ekki bara fyrir þá
sem vilja léttast heldur líka þá
sem vilja fá aukna orku og
vellíðan.“ segir Guðný.
Leó og Guðný hugsa hins
vegar ekki bara um líkamlega
vellíðan gesta sinna því þau
ætla að vera með ýmiss
konar lesefni á boðstólum
sem gestir geta gluggað í
yfir kaffibollunum svo og
róandi tónlist. Þegar talið
berst að tónlist er Leó á
heimavelli.
Hann hefur leikið á
hljóðfæri frá unglingsaldri,
verið í ýmsum hljómsveitum
og setið við tónsmíðar. Hann
gaf einnig út geisladiskinn
Draumsýn með eigin tón-
smíðum sem kom út árið 1995
og fékk mjög góða dóma.
Tónlistin er nauðsyn
Eins og áður sagði er Kaffi-
húsið fyrst og fremst hugar-
fóstur Guðnýjar og því
áhugamál hennar númer eitt
þessa dagana. Einkasonur
þeirra, Torfi, sem rúmlega tví-
tugur háskólanemi, hefur
einnig áhuga á grænmetisfæð-
inu en auk þess er hann af-
burða skákmaður og gerði sér
lítið fyrir og varð Reykjavík-
urmeistari í skák árið 1996,
rétt sautján ára gamall.
Stærsta áhugamál Leós er
hins vegar tónlistin. Hún er í
raun ekki bara áhugamál
heldur nauðsyn.
„Mér hefur fundist mjög
gaman að koma kaffihúsinu
af stað því í því felst viss sköp-
un. En ég finn núna að ég
verð að fara að snúa mér aft-
ur að tónlistinni. Tónlistin
gefur mér einfaldlega sálarró
og lífsfyllingu. Það er hins
vegar aldrei að vita nema það
sé hægt að sameina þetta með
því að troða upp á kaffihús-
inu. Eg gæti jafnvel spilað á
gítar með annarri hendi og
hellt upp á kaffi með hinni,“
segir Leó brosandi.
„Nei, það er of mikið. Þú
veist að karlmenn geta ekki
gert tvennt í einu,“ bætir
Guðný sposk við.
Hvernig myndir þú lýsa
tónsmíðum þínum: „Ja, þær
eru bara svona eins og kaffi-
húsið. Rólegar og notalegar.
En að öllu gamni slepptu býst
ég við að tónlist mín litist tals-
vert af áhuga mínum á and-
legum málefnum og aust-
rænni menningu og tónlist.
Ég held þó að það gæti áhrifa
héðan og þaðan. Ég hef alltaf
haft áhuga á öllum heimin-
um en ekki bara Vesturlönd-
um.“
Tónlist Leós er róandi'og
svolítið fljótandi, ef þannig
má að orði komast, og kyrrir
hugann. En Leó hefur ekki
alltaf verið á þessum nótum í
tónlistinni:
„Nei, ég byrjaði sem ung-
lingur með þungarokkið í
botni. Ég spilaði meðal ann-
ars með þungarokkssveitinni
Golíat og einn tónleikagestur
hafði einu sinni orð á því við
mig eftir tónleika hjá sveitinni
að hann hefði fundið fyrir
Leó, Guöný og Torfí eru öll
grænniefísætur og hafa iiiikinn
áhuga á hollri niatargeröarlist.