Vikan


Vikan - 25.07.2000, Síða 11

Vikan - 25.07.2000, Síða 11
„Nei ég ætlaði ekki að verða stjórnmálamaður þegar ég var barn. Þegar ég var unglingur stefndi hugurinn til náttúruvís- inda og ég ætlaði að verða jarð- fræðingur sem ég í raun er þótt ég hafi ekki unnið sem slíkur. Ég hafði reyndar lokið BS. prófi í jarðfræði og var innritaður í framhaldsnám í jarðfræði þegar ég „lenti“ í pólitíkinni eins og ég orða það, aðeins tuttugu og sjö ára gamall. Þingmennskan breytti miklu í mínu lífi, ég var áður á fullu í íþróttum og við hjónaleysin stefndum á nám erlendis. í barnaskap mínum hélt ég að maður gæti prófað að vera í póli- tíkinni í svona eitt til tvö kjör- tímabil og síðan haldið áfram með líf sitt eins og ekkert hefði í skorist. En það hefur ekki reynst alveg svo einfalt," segir Stein- grímur og kímir. „Ég hafði reyndar komið ná- lægt pólitíkinni áður því ég sat tvö ár í Stúdentaráði sem var mjög pólitískt á þeim árum og tók afstöðu til landsmálanna og utanríkismála og svo hafði ég verið mikið í félagsmálum frá því að ég var barn, bæði í ungmenna- félagi og í skólaráði Menntaskól- ans á Akureyri," bætir Stein- grímur við. Endlaust yngstl þingmað- urinn „Ég fór fyrst á framboðlista fyrir Alþingiskosningar árið 1978 þegar ég var tuttugu og tveggja ára gamall og leiddi svo lista Al- þýðubandalagsins í Norður- landskjördæmi eystra í kosning- unum 1983 og fór þá inn á þing tuttugu og sjö ára gamall og hef verið þar síðan. Finnst þér ekkert skrýtið að svo ungum manni hafi verið falið að leiða listann fyrir Alþingis- kosningar? „Jú í raun og veru finnst mér það svolítið skrýtið og mikill ábyrgðarhlutur að gera það en það má kannski segja Norðlend- ingum eystri til hróss eða ekki, um það verða aðrir að dæma, að ég varð efstur í prófkjöri og var því treyst til að leiða listann. „Ég held þó að það sé mjög gott að ungt fólk, jafnvel korn- ungt fólk, komi inn í stjórnmálin í bland við eldra fólk svo þau endurspegli sem best aldurs- og kynjaskiptingu samfélagsins. Þeim mun breiðara sem Alþingi er í þessurn skilningi þeim mun betra. Ég hef saknað þess hvað það hefur verið lítið um ungt fólk sem komið hefur inn á þing. Til marks um það þá hef ég verið lengst af í hópi yngstu þingmanna frá því að ég var fyrst kosinn fyrir sautján árum síðan! Ég var lang- yngstur fyrsta kjörtímabil- ið, yngstur og næstyngstur á öðru og þriðja kjörtíma- bili og er enn í yngri kant- inum þótt ég sé kominn yfir fertugt," segir Stein- grímur hlæjandi. Hefur þú einhverjar skýringar á þessari vöntun á ungu fólki á þingi? Vant- ar ungt fólk e.t.v. hugsjón- ir ? „Nei, ég held að það vanti ekki hugsjónir. Ég held að þetta sé frekar sök flokkanna og hvernig þeir stilia upp. Þeirra aðferðir virðast skila langtum mest af fólki á miðjum aldri inn á þing. Það er minna en áður um að eldra fólk setjist á þing og því miður finnst mér líka vera minna um að ungt fólk setjist á þing. Á hinum Norðurlöndunum er þessu öðruvísi háttað því þar virðist kornungt fólk eiga greið- ari aðgang að þingsætum en hér. Tala alltal blaðlaust Steingrímur þykir góður og hnyttinn ræðumaður sem á auð- velt með að halda athygli fólks. En varla hefur hann stokkið fram sem fullskapaður ræðumaður þegar hann flutti sína jómfrúar- ræðu á þingi um árið? „Nei, nei. Þetta var líka tals- vert formlegra og meira gert úr jómfrúarræðunni þá en nú. Ég var sennilega búinn að sitja á þingi í nokkrar vikur þegar ég flutti fyrstu ræðuna. Hún var skrifuð frá upphafi til enda og ég var búinn að liggja talsvert yfir henni. í dag flyt ég nánast aldrei skrifaðar ræður og finnst mikið betra að tala blaðlaust, sama hvort það er í þinginu, á fundum eða á ráðstefnum erlendis. Það er eiginlega óhjákvæmilegt að tala blaðlaust þegar maður er jafn mikið í málflutningi og ég. Mað- ur kemst einfaldlega ekki yfir að skrifa ræður við öll tækifæri. Það á líka bara betur við mig að tala blaðlaust þótt ég sé að sjálfsögðu yfirleitt búinn að búa til eitthvert efnisyfirlit í huganum. Mér finnst þvingandi að lesa upp skrifaða ræðu og geri það helst ekki ótil- neyddur. Svo verður málflutn- ingurinn líka líflegri að mínu mati þegar talað er blaðlaust. Ræðumennska er fyrst og fremst þjálfun en svo skiptir líka miklu máli að hafa góðan orða- forða, hafa lesið bækur og hafa tilfinningu fyrir málinu. Einnig er mikilvægt að ná að tala eðlilega og óþvingað því öll tilgerð og leikaraskapur skín yfirleitt í gegn. En mikilvægasta atriðið er auðvitað að þú hafir eitthvað að segja! Þingfundir koma almenningi oft fyrir sjónir sem ákaflega al- varlegar og jafnvel leiðinlegar samkundur. Er ekki mikilvægt að halda skopskyninu þótt rætt sé um alvarleg mál? „Jú það er mjög mikilvægt. Það er t.d. mjög gaman þegar framíköll heppnast vel því það getur létt andrúmsloftið. Langar einræður í sömu tónhæð þar sem menn krydda mál sitt ekki með „Lg hel auovitao lano ylir strikið og misst liluti út úr mér scm cg liclrti hcfiir látirt ósagrta cn cg rcyni |iá yfir- lcift art hirtja al'sökiinar á léttmeti eru óæskilegar. Maður þarf því að þræða einstigið á milli þess að vera of alvarlegur og jafn- vel leiðinlegur og að vera með eitthvert alvöruleysi. Ég held að það sé mikilvægt að geta talað um alvarleg mál og kannski gagn- rýnt harðlega án þess að vera leiðinlegur. Þú ert líka þekktur fyrir að vera mjög gagnrýninn í ræðupúlti. Hefur þú eignast ein- hverja óvini á þingi? „Ég hef auðvitað farið yfir strikið og misst hluti út úr mér sem ég hefði betur látið ósagða en ég reyni þá yfirleitt að biðjast afsökunar á því. Það er engin skömm að því að viðurkenna að maður hafi látið of þung orð falla. Ég hef fundið fyrir því að eftir hörð skoðanaskipti hefur verið ákveðinn kuldi í samskiptum við þá sem deilt var á í einhverjar vikur en venjulega jafnar það sig. Ég get t.d. tekið samskipti okk- ar Davíðs sem dæmi. Okkur hef- ur lent myndarlega saman og höfum ekki verið neinir sérstak- ir vinir fyrst á eftir en það hefur jafnað sig og okkar samskipti eru alveg þvingunarlaus í dag. Ég man einnig eftir því þegar Einar Oddur var nýkominn inn á þing og okkur lenti saman. Hann varð sár en ég skildi ekki af hverju fyrr en ég áttaði mig á því að hann hafði talið að ég væri að deila á hann sem persónu en ekki stjórnmálamann. Ég fór því til Einars Odds og sagði honum að þetta hefði ekki verið persónuleg gagnrýni heldur gagnrýni á Vikan 11

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.