Vikan - 25.07.2000, Side 24
Texti: Þorsteinn Eggertsson
Dýrasálfræði
Sumir segja að hundar eigi
ekki heima í borgum, enda
eru þær fyrst og fremst gerð-
ar fyrir duttlunga mannanna.
Dýrin eigi heima í sveitinni -
en ætli þeim líði vel í sumar-
bústöðum?
Á síðustu áratugum hafa sí-
fellt verið að koma fram nýj-
ar hliðar á sálfræðinni, ss. dul-
arsálfræði, viðskiptasálfræði,
litasálfræði, öldrunarsálfræði
o.fl., enda hefur því stundum
verið haldið fram að sálfræð-
in sé hvorki fræðileg vísinda-
grein né vísindaleg fræðigrein
þegar allt komi til alls. Ekki er
nú víst að þetta eigi við um
allar greinar sálfræðinnar, en
sumar þeirra eru ekki mjög
gamlar. Ein af þeim nýjustu er
dýrasálfræðin svokallaða,
sem byggir á þeirri kenningu
að öll æðri dýr geti hugsað og
að hver einstök tegund hafi
sín sálrænu séreinkenni.
PERSONULEIKI HUNDA OG
KATTA
Sumir dýrasálfræðingar
hafa reynt að kafa inn í skyn-
heim og eðlisvitund dýra án
þess að flækja mannlegum
þankagangi um of inn í þær
heimspekilegu vangaveltur,
en svo eru aðrir sem túlka öll
hegðunarmynstur dýra út frá
mannlegum forsendum. Fyr-
ir mörgum árum fór banda-
rískur dýrasálfræðingur í fyr-
irlestraferð og hélt erindi í
mörgum borgum Bandaríkj-
anna, auk þess sem hann svar-
aði spurningum viðstaddra.
Eitt af því merkilegasta sem
kom fram í þessum fyrirlestr-
um var mismunurinn á per-
sónuleika hunda og katta, en
líklega er það ekki ný kenn-
ing. I sögunni um Lísu í
Undralandi er t.d. eftirfar-
andi klausa:
„Af hverju heldurðu að ég
sé klikkuð?“ spurði Lísa.
„Þú hlýtur að vera það,“
sagði kötturinn. „Annars
hefðirðu ekki komið hingað.“
Lísu fannst þetta ekki
sanna neitt en samt hélt hún
áfram:
„Og hvernig veistu að þú
ert klikkaður?"
„Til að byrja með eru hund-
ar ekki klikkaðir, sammála?“
„Ég býst við því,“ sagði
Lísa.
„Þarna sérðu,“ hélt köttur-
inn áfram. „Hundar urra þeg-
ar þeir eru reiðir og sveifla
rófunni þegar þeir eru ánægð-
ir. Ég sveifla skottinu þegar ég
er reiður en urra þegar ég er
ánægður."
„Ég kalla það nú mal en
ekki urr,“ sagði Lísa.
Eflaust hefur ameríski
dýrasálfræðingurinn lesið
söguna um Lísu í Undralandi
eins og flest börn í enskumæl-
andi löndurn, en hann hefur
kannski kafað ögn dýpra í
mismun hunda og katta, eða
eins og hann segir sjálfur:
HUGMYNDIR ÚLÍKRA UÝRA
UM ALMÆTTIÐ
„Ef dýr hefðu trúarskoðan-
ir,“ segir hann, „þá tryðu
hundar því að Guð væri stór
og mikill maður sem hefði af
náð sinni og miskunn leyft
hundunum að þjóna mönn-
unum sem eru af hreinrækt-
uðu guðakyni. Kettir trúa því
hins vegar að Guð sé gríðar-
lega stór og hjartahlýr köttur
sem hafi skapað mennina ein-
göngu köttunum til hagræðis.
Menn eiga, samkvæmt katta-
trúnni, að þjóna köttum,
byggja handa þeim hlý hús
með þægilegum sófum og
stjana við þá á allan hátt.
Þetta vita allir kettir upp til
hópa.“
Og dýrasálfræðingurinn
heldur áfram:
„Ég skal útskýra þetta ögn
nánar. Þegar hundi er klapp-
að, líður honum ekki beint vel
nema hafa unnið fyrir strok-
unum. Ef þær eru tilefnislaus-
ar hugsar hann sem svo:
„Hvert í þreifandi. Nú er
húsbóndinn að klappa mér og
ég hef ekki hugmynd um
hvað ég hef unnið til þess. Ég
hef ábyggilega gert eitthvað
þarft eða skemmtilegt... En,
oooh,hvað geturþað verið?“
Svo fer hann að reyna að rifja
það upp til að geta gert það
einhvern tímann seinna. Ketti
finnst hins vegar ekkert at-
hugavert við að láta klappa
sér í tíma og ótíma. Þegar
honum er klappað kannski að
tilefnislausu, teygir hann úr
sér og fer að mala. Og í hvert
skipti sem köttur malar, þá er
hann að fara með bæn til
stóra kattarins á himnum og
þakka honum fyrir að hafa
sent sér svona góða mann-
eskju.
HUNDAR UG KETTIR EFTIR
VINNU
„Segjum að ég eigi hund,“
heldur sálfræðingurinn
áfram. „Ég kem þreyttur
heim úr vinnunni og langar að
kíkja í blaðið. Ég er ekki fyrr
kominn inn úr dyrunum en
hundurinn hleypur upp og
heilsar mér brosandi. En ég
hlamma mér niður í stól og
segi við hann, því að við skul-
um ímynda okkur að við get-
um talað saman á mannamáli:
„Farðu nú og sæktu blaðið
fyrir mig.“
„Alveg sjálfsagt, hús-
bóndi,“ segir hundurinn.
„Ekkert mál. Kem strax.“
Svo er hann þotinn inn í
eldhús og kemur að vörmu
spori með tennisspaðann
minn í kjaftinum.
„Hverslags fífl geturðu ver-
ið?“ segi ég þá. „Ég bað þig
að sækja blaðið en ekki spað-
ann.“
„Æ, hvernig læt ég, heheh.
Bölvaður auli get ég verið,“
segir hundurinn - og þar með
er hann þotinn inn í eldhús til
að sækja blaðið handa mér.
Segjum hins vegar að ég
eigi kött og það sama sé uppi
á teningnum. Ég kem heim úr
vinnunni en kötturinn liggur í
leti uppi í sófa og er ekkert
að hafa fyrir því að taka á
móti mér, enda er hann senni-
lega að hugsa um læðuna í
næsta húsi. Ég hlamma mér
hins vegar niður í stólinn,
andvarpa og segi við hann:
„Æ, farðu nú og sæktu
blaðið fyrir mig.“
Þá lyftir kötturinn aðeins til
höfðinu, starir á mig undrandi
og næstum móðgaður og seg-
ir: „HVAÐ?“
DÝR í SUMARRÚSTÖDUM
Svo mörg voru orð dýrasál-
fræðingsins en það hefði ver-
ið forvitnilegt að vita hvað
hann segði um sálarlíf hesta
og sauðfjár eða samkvæmis-
páfagauka, hamstra og jafn-
vel gullfiska. Líklega geta þó
flestir verið sammála um að
lítil dýr eiga ekkert erindi í
sumarbústaði. Þau eru vana-
föst og heimakær í eðli sínu,
jafnvel kettir. Þeim finnst að
vísu nauðsynlegt að flakka
svolítið um; hitta vini og
kunningja og segja þeim nýj-
ustu kjaftasögurnar, en samt
vilja þeir hafa einhvern fast-
an punkt í tilverunni, enda
eru þeir annálaðir fyrir rat-
vísi. Jafnvel þótt þeir fari á
margra daga útstáelsi í allt
öðru hverfi. Öðru máli gegn-
ir um hesta og margar hunda-
tegundir. Hestar eru vanir
langferðum. Auk þess vita
þeir ósköp vel að húsbændur
þeirra eru mun skárri en allir
aðrir menn, enda skapast
gjarnan ákveðið skilnings-
samband á milli hests og hús-
bónda hans. Hundar vita fátt
verra en að vera skildir eftir
heima, jafnvel þótt einhver
manneskja líti eftir þeim. Þá
er illskárra að fara í framandi
umhverfi með eigandanum.
Auðvitað þarf margt að
kanna á nýjum stað og það
tekur sinn tíma - en öllu má
venjast. Jafnvel fyrir þann
sem lifir ósviknu hundalífi.
24
Vikan