Vikan


Vikan - 25.07.2000, Side 38

Vikan - 25.07.2000, Side 38
Þeir sem halda huí fram að hað sé aðeíns líf og fjör í höfuðborgínni hafa ekki rétt fyrir sér. Lífíð á landsbyggðinni getur verið eínfaldara en bað er suo sannarlega ekkí leiðinlegra. Þetta er bara spurning um hugarfar. ísfirðingar segja að aðeins hafi rignt í tuo daga í sumar hjá beim. Það er uarla hægt að trúa öðru bví annar huer maður á staðnum er kaffibrúnn á hörund. Mikil stemmning ríkti í bænum alla fyrstu helgina í júlí, léttklæddir íbúarnir kusu margir að drekka morgunkaffið sitt úti á stén eða á svölun- um, aðrir fengu sér göngutúr í bæinn, kíktu í búðir eða á myndlistarsýningar, sýndu sig og sáu aðra. Von var á risastóru skemmtiferðaskipi til bæjarins á næstunni og innan nokkurra daga ætlaðí Hallgrímur Helgason að opna myndlistar- sýningu. Engin lognmolla fyrir uestan. ísafjaröarkaupstaöur er einn fal- legasti staöur í heimi að mati sýslumanns ísfirðinga, Ólafs Helga Kjartanssonar, en hann hefur búið þar í 16 ár. Ólafur Helgi var að grilla eins og svo margir þetta fal- lega og sólrika kvöld. Hann er heimsfrægur á landinu fyrir aðdá- un sína á Rolling Stones og að hafa verið einn örfárra íslendinga sem Mick Jagger talaði við um síðustu verslunarmannahelgi þeg- ar hann birtist óvænt á ísafirði. Þegar Ólafur Helgi kom gangandi fyrir húshorn, sá hann Finnboga Hermannsson fréttamann vera að ræða við Jagger og er nær dró heyrði hann Finnboga segja: „There he is!“ og benda í áttina til sín. Eflaust hafa ekki margir verið kynntir fyrir stórstjörnunni á þenn- an hátt. Jagger og Ólafur Helgi ræddu heillengi saman og ekki bara þarna heldur aftur þegar Jaggerinn var að yfirgefa ísafjörð daginn eftir. Ólafur Helgi hefur farið á 14 tón- leika með Rolling Stones og á yfir 300 plötur með þeim. í frístundum hlustar Ólafur Helgi ekki eingöngu á goðin sín heldur hefur hann setið á skólabekk og numið við Háskóla íslands í félagsvísindadeild, en að- eins á hálfum hraða vegna vinnu sinnar. Elsta dóttir Ólafs Helga, tví- tug að aldri, verður skólasystir föö- ur sins næsta vetur þvi hún er að fara í lögfræðina. Glefsur um lfestfírðí í máli og myndum helgina sem landsmenn áttu að vera á Þingvöllum

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.