Vikan - 25.07.2000, Side 40
Texti: Guðjón Bergmann
„Conversations With God“
segir Guð okkur (í gegnum
Neale Donald Walsh) vera á
rangri leið með barneignir og
barnauppeldi. Hann bendir á
að ungt fólk eigi að fá að njóta
kynlífs og að ungar konur séu
vel til þess fallnar að eiga
börn. Hins vegar segir hann
ungt fólk ekki kjörið til upp-
eldis á þeim börnum sem það
elur af sér. Eldra fólk, feður,
mæður, ömmur og afar hafa
þá visku sem þarf til þess að
ala upp heilbrigðan einstak-
ling. Guð segir þetta höfuð-
vandamál stórborga okkar í
dag. Einstæðar mæður og
ungir foreldrar sem einangr-
ast í öllum fjöldanum og hafa
enga fjölskyldu í kringum sig
til aðstoðar við uppeldið.
Þetta er mjög áhugaverð
ábending. I litlum samfélög-
um er meira um samhjálp,
samgang og aðstoð jafnt inn-
an sem utan fjölskyldunnar.
í stórum samfélagseiningum
verður einstaklingurinn oft
mun einangraðri þar sem alls
kyns afþreying keppir um at-
hygli hans og þeirra sem hann
þekkir. En Guð mælir sem
sagt með því að ungu stelp-
urnar eigi börnin og eldra
fólkið ali þau upp. Góð ráð?
Ég eftirlæt lesandanum mat
á því.
Hafa ber í huga
Þrátt fyrir þessar upplýsing-
ar um brjóstakrabbamein og
ófrjósemi að ógleymdum ráð-
leggingum Guðs er alveg
spurning hvort ungar stúlkur
ættu að fara að eignast börn í
unnvörpum. Samfélagið er
hreinlega ekki nógu vel í
stakk búið. Offjölgun er eitt
stærsta vandamál mannkyns-
ins í dag og ekki lítur út fyrir
að það muni breytast mikið
á næstunni. Kannski á kven-
líkaminn einfaldlega eftir að
taka stakkaskiptum og venj-
ast nýjum reglum samfélags-
ins. Hér áður fyrr áttu konur
börn miklu fyrr vegna þrýst-
ings frá umhverfinu. I dag eru
nýir tímar og nýjar reglur.
Ekki er ljóst hvers kyns breyt-
ingum við megum eiga von í
framtíðinni.
Hvort sem breytingarnar
verða eða ekki er gott að hafa
eftirfarandi ráðleggingu
búddamunksins Thich Nhat
Hanh í huga. Áður en börn
eru fædd inn í þennan heim
ætti að hugleiða ástand hans
og reyna síðan eftir fremsta
megni að gera eitthvað til
betrumbæta hann. Framtíðin
byggist á uppeldi barnanna -
nú er bara að vanda sig.
Guð talar um barneígnír
Hvað hefur Guð um málið
að segja? I þriðju bókinni og
þeirri síðustu sem titlast
Eg rakst á mjög áhugaverð-
ar upplýsingar fyrir stuttu.
Samkvæmt nýlegum rann-
sóknum eru konur sem hafa
verið með börn á brjósti í sex
mánuði eða lengur fyrir tví-
tugt 46% ólíklegri til að fá
brjóstakrabbamein. Hvað eru
þessar rannsóknir að segja
okkur? Er allt þetta tal um
að fresta barneignum fram
yfir tvítugt, jafnvel þrítugt,
andsnúið starfsemi kvenlík-
amans? Það andsnúið að kon-
ur verði líklegri til þess að fá
brjóstakrabbamein ef þærláti
það eftir sér að mæta kröfum
samfélagsins um menntun og
starfsframa, láta hann jafnvel
ganga fyrir barneignum?
40
Vikan