Vikan - 25.07.2000, Side 46
ástæðu til þess að hræðast,
Annie. Þegar þú ferð að sofa í
kvöld verður þú jafnörugg og þú
værir heima hjá þér.“
Hún horfði á hann bænaraug-
um. „Ef þú meinar það í raun og
veru hvers vegna ferðu þá ekki
með mig til Parísar í kvöld?
Gerðu það, ég get ekki hugsað
mér að vera hérna. Eg verð að
komast í burtu héðan."
,,Á morgun," sagði hann
þrjóskulega. „Ég þarf nokkrar
klukkustundir í viðbót.“
„Til hvers? Hver er tilgangur-
inn með því að halda mér hérna?
Hvers vegna má ég ekki fara?“
„Ég er búinn að segja þér það.
Mig langar bara að tala við þig,
Annie. Seinna skilur þú hvers
vegna, en enn sem komið er get
ég ekki útskýrt það fyrir þér. Mig
langar til þess að þú munir eftir
því sem gerðist án minnar að-
stoðar og ég er sannfærður um að
þér á eftir að takast það. Það eina
sem ég fer fram á eru nokkrar
klukkustundir í viðbót."
Hún settist á rúmstokkinn.
„Ég er dauðþreytt. Þú hlýtur að
skilja að þetta tekur á taugarn-
ar. Svona skrípaleikur er það síð-
asta sem ég þarf á að halda rétt
áður en ég held af stað í erfitt tón-
leikaferðalag. Ég ætti að vera að
slappa af og hvíla mig.“
„Hvers vegna leggur þú þig
ekki í smástund?" spurði hann
blíðlega. „Viltu ekki fara í eitt-
hvað þægilegra?" Hann leit á
töskurnar. „Á ég að taka upp úr
töskunum þínum meðan þú sef-
ur?“
„Nei!“ hrópaði hún upp yfir
sig. „Ég þarf ekki á neinu að
halda nema nokkrum hlutum úr
litlu töskunni. Og ef þú ætlar ekki
að fara með mig til baka bið ég
þig að lofa mér að vera í friði
meðan ég hvíli mig. Ég get ekki
slakað á meðan þú ert nálægt
mér.“
Það kom reiðisvipur á andlit
hans. Hann snerist á hæli og fór
fram á ganginn. Annie flýtti sér
að loka dyrunum á eftir honum
og skorðaði lítið borð og tvo stóla
undir hurðarhúninn. Það var ef
til vill ekki nóg til þess að halda
honum lengi frá en hún myndi
vakna við það ef hann reyndi að
opna hurðina.
Hún kipptist við þegar hún
heyrði rödd hans fyrir utan dyrn-
ar: „Ég kem aftur eftir tvo tíma.“
Hann hafði staðið á hleri og
vissi að hún hafði flutt til hús-
gögnin.
„Gott á hann!“ hugsaði hún
með sér, opnaði litlu töskuna og
tók upp úr henni það sent hún
þurfti á að halda. Hún fór inn á
baðherbergið og losaði hárið úr
hnútnum. Hún var ekki ánægð
með sjónina sem blasti við henni
úr speglinum. Hún var rjóð í
kinnum og augun voru skær eins
og hún væri með hita.
Hún hafði breyst á þessum
nokkru klukkustundum sem
hann hafði haldið henni hér. Hún
var mest hrædd um að hann tæki
eftir því. Munnurinn var rauður
og munúðarfullur eftir kossa
hans og augnaráðið leyndar-
dómsfullt.
Hún horfði kvíðafull á spegil-
myndina. Hún fann ennþá fyrir
lönguninni sem kossarnir höfðu
vakið upp með henni. Hún varð
að viðurkenna fyrir sjálfri sér að
hún hafði aldrei áður girnst karl-
mann eins og hún girntist Marc.
Hún var viss um að hann skynj-
aði það. Hvers vegna hafði hann
dregið sig í hlé? Þau höfðu bæði
þráð að halda áfram.
Hún var ráðþrota. Hún gat
ómögulega áttað sig á honum.
Hvernig gat hann vitað svona
mikið um hana? Auðvitað hafði
hann getað komist að ýmsu með
því að lesa blöðin en þar stóð
ekkert um hugsanir hennar.
Hvernig gat hann vitað hvað hún
var að hugsa og hvernig henni
leið?
Hún sneri sér frá speglinum og
flýtti sér út úr baðherberginu.
Hún varð að reyna að hugsa urn
eitthvað annað, gleyma öllu því
sem hafði gerst eftir að hún kom
til Frakklands. Henni fannst hún
hafa verið þar í margar vikur en
ekki nokkra klukkutíma. Hún
var dauðþreytt á líkama og sál.
Hún ntundi ekki eftir því að hafa
nokkru sinni verið svona þreytt.
Hún sparkaði af sér skónum
og klæddi sig úr öllu nema
blúndubuxunum og fór í silki-
nærbol. Hún skreið undir sæng-
ina og reyndi að slaka á. Her-
bergið var rökkvað og ekkert
hljóð heyrðist nema söngur fugl-
anna á trjágreinunum fyrir utan
gluggann. Það leið ekki á löngu
þar til hún féll í djúpan svefn.
Hún hafði ekki sofið lengi þeg-
ar hana dreymdi undarlegan
draum.
Hún var á gangi í greniskógi.
Hún var ein, en skimaði í kring-
um sig eins og hún ætti von á ein-
hverjum. Loftið angaði af greni
og furu. Sólargeislarnir féllu ská-
hallt gegnum hávaxin trén og það
brakaði í sprekum og þurrum
laufum undir fótum hennar.
Fuglar flugu á milli trjánna.
Lengra inni í skóginum voru
svartir skuggar og dauðaþögn.
Annie gekk hægunt skrefum
þar til hún kom að litlu rjóðri.
Hún varð vör við hreyfingu á
milli trjánna og leit upp.
Hávaxinn, dökkhærður kom
birtist út úr hálfdimmum skóg-
inum. Sólin lýsti upp andlit hans
þegar hann gekk inn í rjóðrið.
Hún hljóp á móti honum með út-
breiddan faðminn. Hann greip
hana í fangið, lyfti henni upp og
kyssti hana um leið og liann
sveiflaði henni hring eftir hring.
Draumurinn leystist upp og nú
dreymdi hana annan draum. Hún
var ennþá stödd í sama skóginum
en nú var nótt.
Hún var á gangi eftir stíg sem
lá upp á hæð. Hún hélt á þungri
körfu. Þegar hún var komin upp
á hæðina gekk hún inn í þéttan
skóginn og fylgdi öðrum stíg sem
lá að litlu húsi sem stóð í rjóðri.
Þegar hún kom auga á húsið
fann hún sama fögnuðinn og
áður. Hún hljóp við fót þegar hún
sá að dyrnar stóðu opnar. En hús-
ið var mannlaust, það var
myrkvað og þögult. Það var eins
og enginn hefði komið þar í mörg
ár.
Næst sá hún sig f draumnum
þar sem hún hljóp grátandi í
gegnum myrkrið og þögnina.
Hún var full saknaðar. Hún kall-
aði nafn einhvers, hún vissi ekki
hvers. Það eina sem hún vissi var
að hún hafði aldrei á ævinni ver-
ið svona hrædd.
Allt í einu var þögnin rofin af
vélbyssuskotum og hrópum og
sterkir ljóskastarar lýstu í myrkr-
inu. Annie kom ekki auga á
neinn en hún var svo lömuð af
sorg að hana langað mest til þess
að deyja. Hún öskraði af öllum
lífs- og sálarkröftum.
Hún heyrði rödd kalla nafnið
sitt: „Annie, Annie ..." Hún
heyrði högg og brothljóð og
þunga hluti velta um koll. Hún
reyndi að opna augun en blind-
aðist af sterku ljósi. Hún reisti sig
upp á olnbogana og horfði villt-
um augum í kringum sig.
Marc hafði brotið sér leið inn
í herbergið. Stólarnir og borðið
höfðu oltið um koll og einn stóll-
inn hafði brotnað. Það var búið
að kveikja ljósið og hún sá Marc
ganga hröðum skrefum að rúm-
inu.
Hann hallaði sér yfir hana, ná-
fölur í andliti. „Er allt í lagi með
þig, Annie? Dreymdi þig illa?“
Hún var skjálfandi og ísköld.
„Mig dreymdi hræðilega,“ hvísl-
aði hún.
Marc pakkaði henni inn í
sængina eins og hún væri lítið
barn. Hann settist á rúmstokkinn
og tók utan um hana.
„Þetta var bara draumur,
Annie. Meðan þú ert hérna hjá
ntér mun ekkert illt koma fyrir
þig. Þú hlýtur að vita að ég myndi
láta lífið fyrir þig.“
Hann sagði þetta af svo mik-
illi tilfinningu að hún gat ekki
annað en trúað honum.
Hún hafði alist upp á heimili
þar sem fólk elskaði ekki á þenn-
an hátt og hafði verið lítið fyrir að
tjá tilfinningar sínar. Enginn
hafði nokkru sinni elskað Annie
af svo mikilli tilfinningu. Hún
hræddist slíkar tilfinningar og var
hrædd við afleiðingarnar ef hún
leyfði sér að sleppa tilfinningnum
lausum.
Hún hríðskalf og hjúfraði sig
upp að honum til þess að orna sér
við hitann sem streymdi frá hon-
urn.
„Segðu mér frá draumnum,"
bað hann og hélt henni fast í fangi
sér.
Hún reyndi að segja honum
46
Vikan