Vikan


Vikan - 25.07.2000, Síða 47

Vikan - 25.07.2000, Síða 47
Þórunn Stefánsdóttir þjddi drauminn sem ennþá var ljóslif- andi og raunverulegur. „Ég var á gangi í skógi,“ sagði hún og reyndi að rifja upp smáatriðin til þess að skilja hvað draumarnir voru að reyna að segja henni. „Það er sennilega vegna þess að þú varst nýbúinn að tala um Ju- rafjöllin, skógana og engin. Ég held að þú hafir birst í draum- num,“ bætti hún við hikandi, „þó ég geti ekki munað eftir því að sjá andlit þitt. Það var allavega ein- hver maður...“ Hún var ekki alveg heiðarleg. Hún vissi að Marc var maðurinn í fyrri draumnum. Hún mundi ekki eftir andlitinu en hún vissi hvern hún hafði verið að kyssa. Marc sat hreyfingarlaus og hlustaði af athygli. Hendur hans struku eins og ósjálfrátt yfir hár- ið á henni. „Og svo ...“ Hún kyngdi, lok- aði augunum og það fór hrollur um hana. „Svo gerðist eitthvað hræðilegt. Ég hljóp grátandi út úr skóginum, ég heyrði í vélbyssum, sá sterka ljóskastara, heyrði menn hrópa á ókunnu tungu- máli, það hljómaði eins og þýska ... Guð veit hvers vegna mig dreymdi þetta. Hvernig stendur á því að mig dreymdi þennan undarlega draurn?" Marc sagði ekkert en hélt áfram að strjúka yfir hárið á henni. „Einhver var á flótta, einhver var að reyna að komast óséður út úr skóginum,“ sagði hún hugsi. „Ég held að hann hafi orðið fyr- ir skoti þótt ég hafi ekki séð það berum augum. Ég var svo yfir mig hrædd að ég gat ekkert gert nema öskra..." Eftir langa þögn spurði Marc: „Var þetta allur draumurinn? Vaknaðir þú við að þú öskraðir?" Hún kinkaði kolli og fann tár- in streyma niður kinnarnar. Hún ýtti Marc varlega frá sér og teygði sig skjálfhent eftir pappírsþurrku á náttborðinu. í því mundi hún eftir því að hún var einungis klædd bolsemvarsvoþunnurað hún hefði alveg eins getað verið nakin. Marc horfði á hana og dró andann ótt og títt. Hún flýtti sér að hylja nekt sína með sænginni og horfði reiðilega á hann. „Satt að segja man ég ekki eftir því að hafa fengið svona slæma martröð. Mig hef- ur aldrei dreymt svona illa. En það er svo sem ekkert undarlegt að mig dreymi illa eftir allt það sem þú hefur látið mig ganga í gegnum. Kannski þú viljir vera svo góður að fara með mig til Parísar! Það er alveg á hreinu að ég þori ekki að sofna í nótt. Mig gæti dreymt þennan andstyggi- lega draum aftur.“ „Það er ekki ósennilegt," sagði Marc lágri röddu og hún starði á hann. „Hvernig getur þú tekið þessu svona rólega? Ég var að enda við að segja þér hvað þessi draumur var hræði- legur ... ég get ekki hugsað mér að ganga í gegnum svona hremmingar afturínótt! Ég er viss um að þú getur ekki ímyndað þér hvað draumurinn var hræði- legur!" „Ég get mjög vel ímyndað mér það,“ sagði hann. „Hvað meinar þú með því?“ „Mig hefur dreymt þennan draum aftur og aftur í mörg ár, Annie. Mig dreymir hann enn- þá.“ Hún reyndi að fá einhvern botn í það sem hann var að segja. „Færð þú oft martröð?" „Þessa martröð," svaraði hann. „Þessa sömu martröð?“ Hún skildi hvorki upp né niður. „Um hvað ertu eiginlega að tala?“ „Ég er að tala um drauminn. Um skóginn, um húsið ..." Annie stirðnaði upp. Hún hafði ekki minnst á húsið. Hún virti hann vel og vandlega fyrir sér. Svipur hans var alvarlegur og það var enn meiri alvara í dökk- um augunum. „Hvaða hús?“ hvíslaði hún. Hann andvarpaði. „Dreymdi þig ekki húsið? Húsið í skógin- um? Lítið hús með eldiviðar- hlöðum meðfram veggjunum?“ Hún sagði ekkert, en mundi eftir eldiviðnum um leið og hann minntist á hann. Hún hafði ein- blínt á húsið, hún hafði verið svo áköf að komast þangað, til mannsins sem beið hennar þar. „Þú sást húsið, ekki satt?“ spurði hann hásri röddu. „Jú,“ svaraði hún. „Hvernig veist þú það? Hvað er eiginlega á seyði?“ Hún reyndi að hugsa rökrétt og átta sig á því sem var að gerast en hún var svo tauga- óstyrk að hún átti erfitt með að hugsa. „Er ég þátttakandi í einhvers konar könnun? Ert þú að gera til- raun með svokallaða yfirskilvit- lega hluti? Ertu að reyna að koma hugmynd- um inn hjá mér með því að nota fjarskynjun? Hvað ertu að gera mér?“ „Alls ekki neitt,“ sagði hann sannfær- andi, en hún trúði honum ekki. „Hvernig getur þú vit- að hvað mig dreymdi? Þú hlýtur að hafa gert eitthvað til þess að framkalla þessa martröð. Hvað gerðir þú? Notaðir þú dáleiðslu? Allir vita að dávaldur getur með einu orði fengið fólk til þess að framkvæma og segja furðuleg- ustu hluti sem það man ekki eft- ir þegar það eru vakið svo úr dá- inu.“ Hann hristi höfuðið. „Ég dá- leiddi þig ekki, Annie.“ „Hvernig getur þú þá vitað hvað mig dreymdi?" „Ég er búinn að segja þér að mig hefur oft dreymt þennan sama draum.“ Hún starði á hann og hrukkaði ennið. „Ég skil ekki um hvað þú ert að tala. Hvernig getur þig dreymt sama drauminn? Hvers vegna ætti okkur tvö að dreyma sama drauminn og hvernig get- ur þú vitað ef svo er?“ „Vegna þess að draumar okk- ar eiga sér rætur, Annie." „Ég veit það. Draumar okkar koma frá undirmeðvitundinni. En það vill nú einu sinni svo til að undirmeðvitund mín er ekki sú sama og þín!“ „Draumar sýna okkur eitthvað sem við höfum upplifað, Annie. Eitthvað sem gerðist í dag, í gær eða á síðasta ári. I draumunum ferðumst við fram og aftur í tíma, í gegnum nútíð og þátíð, til þess að skilja betur það sem gerist í lífi okkar.“ Oþolinmæðin skein úr augum hennar: „En þessir draumar hafa ekkert með líf mitt að gera! Ég þekkti ekki staðinn, nema ...“ Hún þagnaði í miðri setningu og hann brosti til hennar. „Nema þú vissir að þig var að dreyma Jurafjöllin." „Þú komst þessu inn í kollinn á mér með ljósmyndinni og frá- sögninni um staðinn," sagði hún reiðilega. Ég hef aldrei komið þangað og reyndu ekki að segja mér að ég muni það ekki, vegna þess að það er ekkert að muna. Það er rétt að pabbi var fæddur þar og fjölskylda hans hefur búið þar í margar kynslóðir, eftir því sem hann sagði, en hann fór aldrei með mig þangað og enn- þá hef ég aldrei farið þangað þótt ég sé ákveðin í þvf að gera það einhvern daginn." „Annie, þú skilur mig ekki...“ byrjaði hann og hún greip reiði- lega fram í fyrir honum. „Ég var að enda við að segja þér eina ferðina enn að ég hef aldrei komið þangað. Aldrei í líf- inu!“ Undarleg þögn fylgdi orðum hennar. Loks sagði Marc lágri röddu: „Aldrei í þessu lífi, það er rétt, Annie. En þú hefur kom- ið þangað og þú ert að byrja að muna eftir því. Ég var viss um að þú fengir minnið með réttri örv- un. Þú ert að byrja að fikra þig eftir slóðinni sem ég hef verið á lengi. Það sem þig dreymdi var allt til í raunveruleikanum, hús- ið, göngustígarnir, myrkrið, sker- andi ljósin, ógnandi raddirnar og vélbyssuskotin. Mig hefur dreymt þennan draum í mörg ár. Ég hef góða og gilda ástæðu til þess að muna hvert einasta smá- atriði hans. Það var nefnilega þarna sem ég dó.“ Vikan 47

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.