Vikan - 25.07.2000, Side 50
Sigurftur Þorsteinsson er inni-
varðstjóri hjá slökkviliftinu, efta
SHBS (Slökkvilift höfuftborgar-
svæftisins). Á hverri vakt hjá
Neyftarlínunni er alltaf cinn
slökkviliftsniaftur seni svarar í
síina og sinnir því sem snýr aft
SHBS. Á vakt voru cinnig neyft-
arsíniverftirnir Anna Jóhannes-
dóttir, fyrrum vaktstjóri á veit-
ingastaft, og Ármann Gestsson
sálfræftinemi. Starfsnicnn hafa
víðtæka reynslu og eiga þaft
sanieiginlegt að vera liprir í
mannleguni saniskiptuni en á
þaft er mikil áhersla lögft af
hálfu Nevftarlínunnar.
ana á þeirri stundu."
Sum símtöl sem berast eru
óvenjuleg svo ekki sé meira
sagt. Ungur drengur hringdi
í öngum sínum til Neyðarlín-
unnar og sagði að hundurinn
hans væri að deyja. Neyðar-
símvörðurinn heyrði hryglu-
kenndan andardrátt hundsins
og taldi víst að eitthvað stæði
í honum. Hann ráðlagði
drengnum að leggja hundinn
á bakið og þrýsta snöggt á
maga hans. I annarri tilraun
hrökk aðskotahlutur upp úr
hundinum og drengurinn
heyrðist hrópa: „Hann er lif-
andi, hann er lifandi. Þakka
þér fyrir.“ Svo skellti sá stutti
á.
Aluara lífsíns
„Við lendum stundum í því
að fólk í sjálfsmorðshugleið-
ingum hringir til okkar,“ seg-
ir Bergsveinn alvarlegur á
svip. „Því miður getum við
ekki alltaf gefið því nægan
tíma vegna anna en reynum
alltaf að tala við það um stund
eða bendum því á að hringja
í Vinalínuna eða sambærilega
þjónustu áður en við gefum
því samband við lögregluna.
Við höfum öll fengið kennslu
hjá sálfræðingi í meðferð
slíkra mála og við vitum af til-
fellum þar sem okkur hefur,
ásamt lögreglunni, tekist að
telja fólk ofan af því að fremja
sjálfsmorð. Svo höfum við
fengið símtöl frá þessu sama
fólki síðar þar sem það þakk-
ar okkur fyrir hjálpina og það
er alltaf ánægjulegt.“
Bergsveinn þarf ekki að
hugsa sig lengi um þegar hann
er spurður um það hvað sé
erfiðast við þetta starf og seg-
ir hann það tengjast því þeg-
ar eitthvað kemur fyrir börn.
„Ég man eftir einu máli þar
sem illa hefði getað farið en
allt endaði sem betur fer vel,“
segir hann. „Ég nota upptök-
una af þessu símtali við
kennslu hjá nýjum neyðar-
símvörðum,“ heldur hann
áfram. „Unglingspiltur var að
gæta lítillar systur sinnar þeg-
ar hún blánaði skyndilega
upp og hætti að anda. Hann
hljóp með hana í fanginu yfir
til nágrannakonu sinnar og
hún hringdi beint í okkur.
Hún var eðlilega í töluverðu
uppnámi en hélt
þó ró sinni.
Sjúkrabíll var
sendur strax af
stað þegar hún
hafði lýst ástandi
barnsins. I fram-
haldi af því var
hún spurð betur
út úr og við vild-
um fá að vita
hvort stúlkan
hefði verið eitt-
hvað veik. Hún
spurði bróðurinn
sem sagði að hún
hefði verið með
mikinn hita. Þá
var talið líklegt
að telpan gæti
verið með hitakrampa. Henni
var ráðlagt að afklæða hana,
blása á hörund hennar og
jafnvel strjúka henni með
blautum þvottapoka. A með-
an þetta fór fram var neyðar-
símvörðurinn í stöðugu sam-
bandi við sjúkrabílinn til að
gefa þeim leiðbeiningar um
staðsetningu íbúðarinnar og
hvað biði þeirra á staðnum.
Ungi pilturinn færði systur
sína úr fötunum og fór í öllu
eftir leiðbeiningum sem ná-
grannakonan fékk í gegnum
símann. Stuttu síðar heyrðist
hann hrópa að hún væri farin
að anda og hörundslitur
hennar væri að verða eðlileg-
ur,“ segir Bergsveinn bros-
andi. „Um svipað leyti kom
sjúkraliðið á vettvang og litla
stúlkan var flutt á sjúkrahús
til öryggis," bætir hann við.
„Það hefur mikið að segja ef
fólk heldur ró sinni og getur
sagt okkur nákvæmlega hvað
sé í gangi. Einu sinni varð
harður árekstur í Reykjavík
og við fengum símtal frá öðr-
um ökumanninum sem bað
okkur um að senda sjúkrabíl
því einhver slys höfðu orðið
Óhætt er að fullyrða að vaktstöð Neyðarlínunnar sé ein sú
fullkomnasta í Evrópu. Þar vinna 20 starfsmenn sem skipta
með sér vinnu á 12 tíma vöktum. Hugbúnaður og tækni-
búnaður er með því besta sem þekkist. Neyðarlínan ræsir
út réttu aðilana á hverjum stað en hefur mismunandi aðferð-
ir við það. í gagnagrunni Neyðarlínunnar eru upplýsingar
um 37 lögreglustöðvar, 79 slökkvilið, um 30 læknaembætti
og 46 sjúkraflutningalið. Öll símtöl eru hljóðrituð og því er
hægt að hlusta á þau aftur ef þarf.
á mönnum. Lið var sent af
stað og áfram var haldið, eins
og venjulega, að spyrja nán-
ar út í allar aðstæður. Farþegi
í bílnum sem hlustaði á sím-
talið varð óþolinmóður þegar
hann heyrði bílstjórann svara
spurningunum og sagði við
hann: „Skelltu bara á og
hringdu aftur.“ Hann virðist
ekki hafa gert sér grein fyrir
því að sjúkraliðið væri lagt af
stað og þessar upplýsingar
eru til að vita hvers konar
hjálp er nauðsynleg. Kannski
þarf að senda tækjabíl með
klippur en við komumst ekki
að neinu slíku nema spyrja
fólk út úr. Við leiðbeinum
fólki í gegnum síma um með-
höndlun slasaðra og sjúkra, ef
með þarf, á meðan það bíður
eftir aðstoð. Neyðarliðar
þurfa að fá góðar leiðbeining-
ar og upplýsingar um hvar í
húsinu hjálpar sé þörf, hvar
árekstur varð eða hvert
ástand sjúklings sé. Greinar-
góðar upplýsingar geta skipt
sköpum fyrir þá sem eru á
leið á slysstað eða í heima-
hús,“ segir Bergsveinn. „Oft
höfum við skamman tíma til
að hugsa okkur um og þá
skiptir þjálfun og reynsla
miklu máli,“ bætir hann við.
Áuallt uiðbúin öllu
„Við röðum tegund símtala
í vissa forgangsröð,“ segir
Bergsveinn. „Þegar beðið er
um sjúkrabifreið er flutning-
urinn flokkaður eftir kerfi
sem fengið var frá Pittsburg í
Bandaríkjunum. Hingað
komu kennarar sem kenndu
starfsmönnum Neyðarlín-
unnar. Sem dæmi má nefna að
í forgangi númer eitt eru karl-
menn, 35 ára og eldri, með
verk fyrir brjósti. Það gæti
þýtt að viðkomandi hafi feng-
ið hjartaáfall,“ segir hann.
„Konur eru heppnari og
rninni líkur eru á því að þær
fái hjartaáfall fyrr en þær eru
orðnar mun eldri en 35 ára.
En allt getur gerst og við
verðum að vera viðbúin
hverju sem er,“ segir Berg-
sveinn að lokum.
50
Vikan