Vikan


Vikan - 25.07.2000, Page 57

Vikan - 25.07.2000, Page 57
kvöldin, hendir snuðinu í gólfið og fer að grenja þangað til foreld- arnir koma inn til þess, á ekki við svefntruflanir að stríða. Það barn er bara að sýna hver ræður ferð- inni. Á íslandi er líka hætt við að mörg börn ruglist í svefnmynstri sínu á vorin þegar daginn tekur að lengja. Gott ráð við því er að setja dökkar gardínur fyrir glugg- ann og byrgja ljósið. Þá eru minni líkur á að það rífi sig upp klukk- ættu samt að hafa hugfast að svefnlyf virka einungis í stuttan tíma í einu. í Lyfjabókinni kem- ur fram að eftir tveggja vikna inn- töku svefnlyfja hætta þau að virka og því verður að gera hlé á inntöku þeirra í ákveðin tíma ef það á að gefa þau aftur. Foreldr- ar ættu líka að prófa ýmsar að- ferðir áður en þeir grípa til þess ráðs að fá svefnlyf. Róleg tón- list, gott nudd fyrir svefninn og „Sum börn bola líka sýklalyfín illa og fá gríðarlega miklar aukauerkanir. Þau fá mikinn níðurgang, Ijót út- brot á bleíusuæðinu og suitna mikið, suo fátt eitt sé nefnt." an fimm. Fólk má alls ekki túlka það sem svo að þessi börn séu haldin svefntruflunum. Þetta er fullkomlega eðlilegt og ef gripið er strax inn í þetta ferli er hægt að koma í veg fyrir að þessi þróun verði síðar að vandamáli. Svefntruflanir barna er það svefnmynstur þar sem börn eru að vakna upp alla nóttina, jafnvel á hálftíma fresti og ná aldrei að slaka á þess á rnilli. í slíku ferli verður líkaminn sífellt þreyttari og svo getur farið að ónæmiskerf- ið bregðist að lokum. Oft eru þessi alvarlega svenftrufluðu börn langveik börn og eru ein- faldlega föst í ákveðnum víta- hring og þurfa utanaðkomandi hjálp til að laga mynstrið. Svefn- truflanir eru vandamál sem hef- ur alla tíð verið til staðar var lít- ið sem ekkert rætt um fyrr en á undanförnum árum. Nú er svo komið að margir hafa heyrt um þennan kvilla og fá einhvers kon- ar lyf til að takast á við vandamál- ið. Á Landspítalanum í Fossvogi starfar fagfólk sem hefur sérhæft sig ísvefntruflunum barna en þar eru meðhöndluð börn sem hafa verið greind með svefntruflanir. Aðferðirnar sem þar eru notað- ar eru án lyfja þannig að það er foreldrunum í sjálfsvald sett hvort þeir grípi til lyfjanotkunar samhliða meðferðinni. Á síðasta ári leituðu foreldrar 389 barna til deildarinnar og fengu úrlausn sinna mála. Þeir foreldrar sem vilja frekar reyna lyfjagjöf á börn sín sem þau telja vera haldin svefntruflunum algjör afslöppun gætu hjálpað til. Kamillute er talið róandi og því hægt að ráðfæra sig við lækna um hvort óhætt sé að gefa barninu (fer eftir aldri þess) slíkt te. Öruandi, róandi eða hressandiP En svefntruflanir eru ekki eina vandamál æskunnar. Ofvirkni er sá sjúkdómur sem er hvað al- gengstur meðal skólabarna um þessar mundir. Gríðarlega mörg börn eru skilgreind sem ofvirk og þar er hlutfall drengja töluvert hærra en stúlkna. í mörgum til- fellum er um að ræða hreina og klára ofvirkni sem kemur venju- lega í ljós á þriðja til fjórða ald- ursári. Stundum ber lyfjagjöf ár- angur í meðferð ofvirkra einstak- linga og þá eru gefin lyf sem hafa örvandi áhirf á miðtaugakerfið, nánar tiltekið þann hluta heilans sem stýrir einbeitingarhæfninni. Of stórir skammtar slíkra lyfja geta þó leitt til þess að börnin verðasljóogþreytt. Isumumtil- fellum og kannski of oft eru börn það getur haft ýmiss konar auka- verkanir. Þar stendur að lyfið geti valdið angist og óróa, svima, ógleði og svefnleysi. Mikil hætta er á því að lyfið verði ávanabind- andi sé það tekið til lengri tíma. Foreldrar sem ákveða að gefa börnum sínum lyf ættu alltaf að „Stundum ber lyfjagjöf árangur í meðferð ofuirkra ein- staklinga og bá eru gefín lyf sem hafa öruandi áhrif á miðtaugakerfið, nánar tíltekið bann hluta heílans sem stýrír einbeítíngarhæfnínni. Of stórir skammtar slíkra lyfja geta bó leítt til bess að börnin uerðí sljó og breytr sem eru ekki haldin ofvirkni sett á slík lyf, bara til að róa þau og kannski stundum til að auðvelda foreldrunum að eiga við þau. Ritalin er þekktasta ofvirknilyf- ið en í Lyfjabókinni má lesa að vera á verði gagnvart þeim lyfj- um sem barnið tekur inn. Heilsa og velferð barnsins er í þeirra höndum en þegar verið er að ákveða að gefa því lyf ættu for- eldrar ætíð að afla sér þekkingar um lyfið ásamt aukaverkunum og hvað það geri í raun og veru fyrir barnið. f mörgum tilfellum er líf og heilsa barnsins í veði og því má alls ekki hika við lyfja- gjöf og treysta verður orðum lækna. Með önnur lyf, sem kalla mætti hjálparlyf, ættu foreldrar að vera örlítið meira á varðbergi og gera það upp við sig hvort barnið þurfi virkilega á lyfinu að halda. I hraðanum sem einkenn- ir þjóðfélögin í dag er tímaskort- ur oft aðalmeinið. Ef við finnum til eða sjáum að það er eitthvað athugavert við heilsu barnanna okkar, hættir okkur til að vilja fá eitthvað við því og það strax, svo við þurfum ekki að hafa áhyggj- ur af því lengur. Tíminn getur í svo mörgum tilfellum verið besta lækningin. Vikan 57

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.