Vikan


Vikan - 25.07.2000, Síða 58

Vikan - 25.07.2000, Síða 58
mmmMmmumnmi Sátt sveitastelpa Hið fuilkomna líf er ekki tíl en ég held að hað skipti miklu málí hvaða viðhorf maður hefur til lífsins. Ég hafði aldrei leitt hugann að pví að ég væri að missa af einhverju á meðan ég bjó í lítlum bæ úti á landi. Þegar ég purfti að dvelja í Reykja- vík í einn mánuð fékk ég eins konar menningarsjokk og fannst ég vera að míssa af einhverju. Ég var næstum pví Púin að taka örlagaríkt hliðarspor og særa alla pá sem mér pykir vænst um. Sem betur fer áttaði ég mig í tíma og tók rétta ákvörðun. S g ólst upp á lands- byggðinni í litlum bæ þar sem öllum finnst fullkomlega eðlilegt að konur séu giftar og tveggja barna mæður tvítug- ar. Ég byrjaði með æskuást- inni fimmtán ára gömul og við unnum bæði í frystihús- inu. Þegar við vorum átján ára eignuðumst við fyrsta barnið okkar og svo kom ann- að tveimur árum síðar. Við bjuggum í okkar eigin íbúð, giftum okkur og lífið gekk sinn vanagang. Við hjónin fórum á dansleiki, spilakvöld og tókum þátt í því félagslífi sem var í boði hverju sinni. Okkur leið líka bara mjög vel tveimur saman og vorum miklir félagar. Maðurinn minn var mjög góður og vandaður og ekki til að það væri eitthvert vesen á honum eins og svo mörgum vina hans sem bjuggu í sama þorpi og við. Hann var sérlega barn- góður og mikill fjölskyldu- maður. Vinkonur mínar stóðu allar í sömu sporum og ég og því fannst mér ekkert athuga- vert við líf mitt. Þegar ég var tuttugu og fjögurra ára veikt- ist yngra barnið mitt alvarlega og ég þurfti að dvelja í einn mánuð í Reykjavík. Maður- inn minn hélt heimili áfram með eldra barninu og nánasta fjölskylda okkar lagði hönd á plóg til að hjálpa honum. A meðan ég var í Reykjavík hafði ég aðsetur hjá frænku minni sem var jafnaldra mín og bjó ein. Við höfðum alltaf verið góðar vinkonur en sam- bandið minnkaði á meðan ég var á kafi í barnastússinu eins og hún orðaði það. Ég fann það fljótlega, eftir að ég flutti inn til hennar, hversu ólíku lífi við lifðum. Hún var búin að vera í námi erlendis, komin í fínt starf og á hraðri leið upp metorðastigann. Astamálin hennar voru ævintýri líkust. í hvert skipti sem við hittumst sagði hún mér skrautlegar sögur af kærustum, bæði ís- lenskum og erlendum. Mér leið eins og smákrakka í sam- anburði við þessa heimskonu og ég fann mikla vanmáttar- kennd hellast yfir mig þegar hún byrjaði að segja mér sög- urnar. Frænka mín sagði aldrei neitt við mig en mér fannst það liggj a í augum uppi að ég væri óttalegur sveitalúði í hennar augum. Strax eftir fyrstu vikuna fór hún að bjóða mér fötin sín til láns og hún talaði látlaust um hvað væri í nýjustu tísku. Ég eyddi öllum deginum inni á sjúkra- húsi og ég hafði einungis hugsað um að taka þægileg föt meðferðis en hún var ekki lengi að freista mín með fal- legum fötum og bauð mér að klæðast þeim hvenær sem ég vildi. Karlmenn og kaffihús Við þessa höfuðborgarferð gerði ég mér fyrst í hugarlund hversu ólíku lífi fólkið á landsbyggðinni og í Reykja- vík lifir oft á tíðum. Mér fannst ég varla sjá ungar kon- ur með börn á meðan allar ungu konurnar í bænum mín- um voru mæður. Fólkið klæddist öðruvísi og mér fannst eins og við „sveitafólk- ið“, eins og fólkið á lands- byggðinni er oft kallað, vær- um jafnvel litin hornauga. Ég hafði ekki farið í framhalds- skóla heldur unnið heima og í frystihúsinu öðru hverju. Þegar fólk spurði hvað ég hafði lært eða við hvað ég starfaði, fannst mér eins og ég þyrfti að réttlæta það á ein- hvern hátt að ég hefði enga menntun. Mér fannst ég sjá það skína úr augum fólksins að ég hlyti að vera svona heimsk fyrst ég hefði ekkert lært. Mér leið mjög illa í nokkra daga yfir þessu og var farin að leiða hugann að því hvort ég væri ekki að missa af miklu. Ég gat einstaka sinnum um frjálst höfuð strokið á kvöldin eftir að barnið var sofnað og þá lang- aði mig mest heim að leggja mig en oftast svaf ég á sjúkra- húsinu hjá því. Frænka mín vildi ekki heyra á það minnst að ég færi heim að sofa þeg- ar ég fékk afleysingu á sjúkra- húsvaktinni og dró mig með sér á kaffihús, í bíó og vildi endilega taka mig með út á líf- ið. Ég gat ekki hugsað mér að fara út að skemmta mér þar sem barnið mitt lá á sjúkra- húsi. Ég fór því bara einstaka sinnum með henni á kaffihús og í bíó. Hvar sem við kom- um hitti hún alltaf fullt af ung- um mönnum sem döðruðu við hana og hún naut athygl- innar. Þegar þeir voru farnir talaði hún um þá og var alltaf „ Ég fór að daðra aðeins uið hann og fannst petta mjög saklaust. Áður en ég uissi af uar eitthuað komið af stað sem ekki átti að ger- ast. Skyndilega uar ég komin í fangið á honum og uíð farin að kyssast innilega.* 58 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.