Vikan - 01.08.2000, Qupperneq 4
Kæri lesandi
W ~Trn daginn hríngdi til
m / mín kona. Pessi kona
var afar skynsöm og
þægileg viðrœðu en hún var í
miklu uppnámi og eftir að hafa
talað við hana nokkra stund
fann ég til undrunar og ein-
hvers konar uppgjafar. Það
virðist nefnilega vera að ekki sé
mikið hœgt að gera við því til-
litsleysi sem ríkir þegar um
mynd- og nafnbirtingar er að
rœða í fjölmiðlum.
Þessi ágœta kona hafði setið,
ásamt fjölskyldu sinni, fyrir
framan sjónvarpið ogfylgst
með Kastljósi þar sem ttng
hjón, sem fara fyrir Samtökum
gegn sjálfsvígum, vont í viðtali.
Allt í einu renna myndir afls-
Aðgát skal hdfð
í nærveru sálar
lendingttm sem framið hafa
sjálfsvíg yfir skjáinn. Einn
þeirra var bróðir konunnar, en
hann hafði svift sig lífi um jólin
í fyrra. Konan sem ég talaði
við var ekki eini œttingi hins
látna sem átti andvökunótt í
kjölfarið því myndin vakti upp
sorg og sársauka þeirra sem
vissu afþessu atviki og nœrri
má geta hvernig þeim œttingj-
um og vinum varð við sem
ekki vissu hvernig ípottinn var
búið, þar á meðal börnum og
unglingum.
Það þarf varla að segja það
nokkrum manni að þegar ein-
hver vehtr þessa leið út úr ör-
vœntingu sinni veldttr það
ólýsanlegum fjölskylduharm-
leik. Þetta er áfall sem erfitt er
að sœtta sig við og í mörgum
tilfellum er viðkvæmum sálum
í nœsta venslahring hlíft við
sannleikanum.
Þetta œttu þeir sem standa fyrir
svona samtökum að vita. Þeir
œttu líka að vita að það er ekki
nóg aðfá leyfi hjá einum œtt-
ingja til að geta verið viss um
að myndbirtingin særi engan.
Þetta œttu dagskrárgerðar-
menn sjónvarps líka að vita.
Það eru svo margir sem tengj-
ast hverjum og einum og eng-
inn veit hversu margir grétu sig
í svefn þetta kvöld, né heldur
hversu margir máttu svara erf-
iðum og kvíðvœnlegum spurn-
ingum nœstu daga á eftir.
Ég gekk sjálfí þessi samtök
þegar þau voru stofnuð og
þykist vita að forsvarsmenn
þeirra gerðu þetta í góðrí trú.
Ég vona nú að þeir geti tekið
gagnrýni og lœrt afhenni. Ég
er nefnilega ekki (frekar en
konan sem talaði við mig)
sannfœrð um að myndbirting
afþessu tagi hjálpi á nokkurn
hátt. Hún vekur athygli þeirra
sem ekki hafa gert sér grein
fyrír vandanum áður, en það
hlýtur að vera til önnur leið
með minni fórnarkostnaði.
Myndbirting afþessu tagifœhr
ekki þá sem eru í sjálfsmorðs-
hugleiðingum frá, nema síður
sé. Hún er hins vegar vel til
þess fallin að sœra þá sem síst
mega við því, þ.e.a.s. œttingja
og vini sem horfa á bak ástvin-
um sínum í vanmætti.
Þessi myndbirting þjónar að
mínu mati engum tilgangi öðr-
ttm en að vekja óhug og sárs-
auka saklauss fólks sem ekki er
í stakk búið til að breyta neinu
og því segi ég: Aðgát skal höfð
í nœrveru sálar, myndbirtingar
afþesstt tagi eiga engan rétt á
sér.
En Vikan er komin full af
góðu lesefni að vanda, m.a. er
hér að finna einstakt viðtal við
stúlku sem þjáðist afátröskun-
arsjúkdómnum búlímíu, heim-
sókn til morgunhananna á
Stöð 2, tvœr athyglisverðar lífs-
reynslusögur og margar góðar
greinar um menn og málefni.
Gerðu svo vel lesandi góður og
njóttu Vikunnar!
Jóhanna Harðardóttir,
ritstjóri
Ritstjórar: Jóhanna G. Harðardóttir og Hrund Hauksdóttir,
vikan@frodi.is. Útgefandi: Fróði hf. Seljavegi 2, simi: 515 5500
fax: 515 5599. Stjórnarformaður: Magnús Hreggviðsson.
Aðalritstjóri: Steinar J. Lúðvíksson, sími: 515 5515.
Framkvæmdastjóri: Halldóra Viktorsdóttir, sími: 515 5512.
Blaðamenn: Steingerður Steinarsdóttir, Gunnhildur Lily
Magnúsdóttir, Guðriður Haraldsdóttir og Margrét V. Helgadóttir.
Auglýsingastjórar: Ingunn B. Sigurjónsdóttir og Sigríður
Sigurjónsdóttir vikanaugl@frodi.is.
Grafískur hönnuður: Guðmundur Ragnar Steingrímsson.
Verð í lausasölu 459 kr. Verð í áskrift ef greitt er með greiðslukorti
344 kr. á eintak. Ef greitt er með giróseðli 390 kr. á eintak.
Litgreining og myndvinnsla: Fróði hf. Unnið í Prentsmiðjunni
Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir.
Áskriftarsími:
515 5555