Vikan


Vikan - 01.08.2000, Blaðsíða 22

Vikan - 01.08.2000, Blaðsíða 22
Texti: Jóhanna H a r ð a r d ó 11 i r Budapest - París austursins * Lilja Hílmarsdóttir, farar- stjóri hjá Samvinnuterð- um- Landsýn, kom tyrst til Búdapest í Ungverjalandi árið 1983. Síðan há hefur borgin breyst gífurlega úr bví að vera ein af austan- tjaldsborgunum og í bað að vera ein af vinsæl- ustu borgum Evrópu. Það barf engan að undra bví Búdapest er einstök og nú er hægt að komast bangað á hverju hausti bví ferða- skrífstofan Samvinnuferð- ír- Landsýn hefur nú um árabil boðið 4-7 daga hópferðir tíl Búdapest undir handleiðslu reyndra fararstjóra og býður upp á spennandi skoðunar- ferðir um borgina og út á sléttuna. Búdapest er merkileg borg með langa sögu. í upphafi voru það tvær borgir; eldri borgin Búda, sem byggð er á hæðum og er dæmigerð miðaldaborg, og hin yngri, Pest, sem byggð er á sléttunni. Borgirnar tvær voru samein- aðar í eina stóra borg árið 1873 og aðaleinkenni hennar eru brýrnar sjö sem tengja þessa tvo borgarhluta. Búdapest er einstaklega fögur borg. I gamla borgar- hlutanum eru heillandi, gaml- ar og þröngar götur og lágreist hús. Þar er hin fræga konungshöll sem hýsti aust- urríska keisara og ungverska konunga. Hinum megin Dónár, í Pest, eru glæstar og tignarlegar byggingar frá því á dögum Habsborgara á ár- unum 1863 til 1904. Framandi og litskrúðug Að sögn Lilju tekur borgin á móti manni með framandi andrúmslofti. Þar býr slav- nesk þjóð sem talar tungumál sem líkist á engan hátt vest- rænum tungumálum, nema finnsku, þessi tvö tungumál eru mjög skyld. Ungverjarn- ir eru mjög vingjarnlegir og gestrisnir og viðmótið sem ferðamenn mæta er afar þægilegt. Ungverjar hafa upp á margt að bjóða og ferða- menn geta notið menningar þeirra og lista til hins ýtrasta meðan þeir staldra við í borg- inni eða ferðast um nágrenni hennar. Búdapest var lengi undir stjórn Tyrkja og áhrifa þess gætir enn í dag. í Ungverja- landi eru böð á tyrkneska vísu alþekkt, þau eru ekki aðeins heilsulindir fyrir líkamann, heldur samkomustaðir Ung- verjanna eins og krárnar á Bretlandi. Þar hittist fólk og rabbar saman og tekur jafn- vel í spil þegar tími er til. Þessi sérstæða menningarhefð er nokkuð sem enginn ferða- maður má missa af og í Búda- pest eru mörg glæsileg bað- hús sem hægt er að heim- sækja. Ungverjarnir kunna einnig að meta gott kaffi síðan á dög- um Tyrkja og víða um borg- ina eru frábær kaffihús sem bjóða upp á heimsins besta kaffi, auk stemmningarinnar sem fylgir slíkum stöðum. Veitingahúsaflóran er ótrúleg og urmull af stórkostlegum matsölustöðum mQÖ dásam- legan og mjög ódýran mat er í Búdapest. Matargerðarlist Ungverjanna er rómuð (þar þarf ekki annað en að nefna ungverska gúllassúpu!) og bragðlaukarnir verða ekki fyrir vonbrigðum. 22 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.