Vikan - 01.08.2000, Page 38
Skilningarvit barnsins þroskast strax
í móðurkviði og eins og flestar mæð-
ur vita finnur fóstrið fyrir alls kyns
utanaðkomandi áreiti. Það getur
fundið fyrir því ef móðirin er í miklu upp-
námi, það finnur fyrir hreyfingu á legvatn-
inu þegar móðirin hreyfir sig og ef hún dans-
ar eða hreyfir sig mikið vaggar barnið til í
legvatninu og það eykur jafnvægisskyn þess.
I fæðingunni fær barnið tilfinningu fyrir
líkama sínum sem það hafði ekki áður og
það finnur vel fyrir ferð sinni úr leginu nið-
ur um fæðingarveginn.
Barnið skynjar hljóð og ljós um leið og
það er fætt og sumir segja að það skynji
hljóð jafnvel þegar það er enn í móðurkviði.
Hátt hljóð og sterkt ljós geta komið barninu
til að gráta vegna þess að skilningarvit þess
þekkja ekki svona mikið áreiti.
Ólíkt hinum fullorðnu notar barnið allan
líkamann til að skynja sjálft sig og umhverfi
sitt. Það finnur fyrir öryggi og festu þegar þú
tekur það upp því líkami þess finnur líkams-
hita þinn og lyktar- og bragðskyn þess verð-
ur virkt um leið og þú gefur því brjóst eða
pela.
Það má í raun segja að allt sem þú
gerir nálægt nýfæddu barni virki
skilingarvit þess og tilfinningu þess
fyrir sjálfu sér. Þegar skilingarvitin
verða virk verður barnið forvitið og
reynir að læra á heiminn í gegnum öll skil-
ingarvit sín með því að hreyfa sig, horfa í
kringum sig, smakka á hlutunum og finna
lykt. Það má því með sanni segja að for-
vitni sé alls ekki galli þegar ungbörn eiga í
hlut.
Hægt og sígandi
Þótt það sé afar mikilvægt að foreldrar
virki skilingarvit nýfædda barnsins síns er
nauðsynlegt
að gera það
hægt og síg-
andi. Barnið
I
Unghörn fæðast með öll skilnlngarult til staðar. Skilningaruítín
gefa barninu færi á að kynnast sjálfu sér, sínu nánasta um-
huerfi og fólkinu í kringum bað og broska bað og styrkja. For-
eldrar geta gert ýmislegt til að uírkja skilingaruít litlu krílanna
sinna bannig að bau nái auknum broska og tengíst foreldrun-
um sem best.
þarf að finna
fyrir miklu
öryggi og því
líður því
sennilega
best þétt í fangi mömmu eða pabba. Takið
barnið alltaf rólega upp og forðist snöggar hreyf-
ingar með barnið því slíkt getur ruglað jafvægisskyn
þess og gert það óöruggt.
Þegar barnið er lagt á skiptiborð er gott ráð að
styðja hendi við maga þess allan tímann. Ekki bara
til að koma í veg fyrir að barnið fari út af skiptiborð-
inu heldur líka til að veita því öryggi. Flestir foreldr-
ar kannast sennilega við það að lítil börn baða
stundum út höndum eða fótum þegar þau eru lögð
niður, t.d. á skiptiborð. Slík viðbrögð eru eðlileg hjá
nýfæddum börnum og gefa til kynna að þau séu
38
Vikan
texti: Gunnhildur Lily Magnúsdóttir