Vikan


Vikan - 01.08.2000, Side 39

Vikan - 01.08.2000, Side 39
hrædd. Við hvað eru þau hrædd? Jú þau eru hrædd við að detta. Jafnvægisskyn þeirra er enn svo óþroskað að ef þau finna ekki fyrir snert- ingu foreldrisins finnst þeim þau vera að detta. Þess vegna er gott að halda við maga barnsins, sérstaklega ef það baðar út höndum og fótum, til að róa það og koma því í skil- ing um að það sé ekki að detta. Ef ljósið í kringum barnið er of skært lokar það augun- um og því er gott að dempa það aðeins til að fá krílið til að opna augun. Þá er gott að hreyfa höfuðið fram og til baka hægt og rólega nálægt andliti barnsins. Barnið lærir fljótt að fylgja hreyfingunni og það eflir sjón þess. Barnið finnur að sjálfsögðu mismunandi lykt í kringum sig en lyktin af móðurinni er því mikilvægust. Barnið lærir fljótt að þekkj a þá lykt og hún veitir barninu öryggi. Það er því ef til vill ágætt fyrir nýbak- aðar mæður sem nota ilmvatn að nota alltaf sama ilmvatn- ið fyrstu mánuði í lífi barns- ins. Til briggja mánaða aldurs Snertiskynið er afar mikil- vægt fyrir barnið fyrstu mán- uðina. Eins og flestir foreldr- ar vita finnst ungbörnum gott að láta strjúka bak sitt þegar þau eiga að ropa og stafar það fyrst og fremst af því að börn- in slappa af við það og finna fyrir öryggi. Ungbarnanudd hefur ver- ið að ryðja sér til rúms hér- lendis á undanförnum árum og er það af hinu góða. Hæg- ar strokur og nudd örva og þroska taugakerfi barnsins og styrkja tengsl foreldris og barns. Foreldrar ungbarna kann- ast líka vel við það að barnið róast þegar því er vaggað í svefn eða það einfaldlega tek- ið upp og gengið með það um gólf þar til það sofnar. Þegar foreldrarnir hreyfa sig á þennan hátt með barninu þroskast jafnvægisskyn barnsins og vöðvar þess. Það er líka ágætt þegar gengið er með barnið um gólf að brey ta um stellingu eða takt því það örvar enn frekar jafnvægis- skynið og styrkir vöðvana. Sjón nýfæddra barna má örva með því að hengja óróa eða litsterkar myndir nálægt því. Einnig er gott að horfa bara beint á barnið því þá lær- ir það að þekkja andlit þitt og einnig lærir það að einbeita sér að einum punkti. Barnið lærir fljótt að þekkja raddir foreldra sinna. Raddir þeirra vekja öryggi með barninu og virka róandi eða jafnvel svæfandi á það, sérstaklega ef talað er lágt og rólega til barnsins. Með því að hækka róminn aðeins eða tala í annarri tónhæð getur þú örvað heyrn barnsins og feng- ið það til að leggja við eyrun. Smábörn á fullri ferð Þegar barnið þroskast og eldist finnst því fátt skemmti- legra en að busla í vatni. Níu mánaða gömlu barni finnst til dæmis ofsalega gaman að slá í baðvatnið, leika sér með alls kyns baðdót og reyna að fanga bununa þegar rennur úr krana. Á þessum aldri finnst barninu líka ákaflega notalegt að fá að striplast að- eins eftir baðið áður en blei- an og annað sem heftir það kemur. Barnið er að upp- götva líkama sinn og mörgum smábörnum finnst afar merkilegt að finna naflann á sér. Á þessum tíma byrja flest börn að standa upp við hús- gögn og ganga nokkur skref upp við þau áður en þau taka fyrstu skrefin óstudd. Þegar barnið gengur eða skríður á milli húsgagna þroskast líka fjarlægðarskyn þess. Fjar- lægðarskynið má líka þroska með því að rúlla bolta til barnsins. Við það eykst líka samhæfingarhæfni barnsins sem þarf bæði að horfa á bolt- ann og taka á móti honum með höndunum. Börnum á þessum aldri finnst líka gaman að láta halda á sér og lyfta sér upp í loft. Það eykur jafnvægisskyn þeirra enn frekar og hvetur þau til dáða. Börn á þessu aldursskeiði skilja mun meira af því sem foreldrarnir segja heldur en þau geta látið í ljós með orð- um. Börnin eru til dæmis fljót að læra að benda á réttan lík- amshluta þegar þau eru spurð spurninga eins og „Hvar er nefið?“ þótt þau geti ekki svarað því með orðum. Matmálstímar með börn- um á þessum aldri geta oft tekið á taugar foreldrana sem vilja e.t.v. helst mata barnið með skeið. Barnið er hins vegar örugglega á öðru máli Lyktar- og liragðskyn ný- lædds barns verftur virkt uin leift og því er gefift brjóst. og vill fá að borða matinn með höndunum og helst leika sér svolítið með hann og maka sig út. Það ætti ekki að banna al- gjörlega því barnið fær tilfinn- ingu fyrir hita og kulda með því að stinga fingrunum í mat- inn. Til að koma í veg fyrir allsherjar upplausn við mat- arborðið er því upplagt að mata barnið en leyfa því að borða einhvern hluta máltíð- arinnar með fingrunum. Barnið þarf nefnilega á öllum sínum skynfærum að halda svo það þroskist og dafni sem best. Vikan 39

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.