Vikan - 01.08.2000, Side 45
Þórun n Stefánsdóttir þýcldi
flækt í hárið á þér. Hann strauk
varlega um vanga hennar og
reyndi svo að losa burtu óhrein-
indin úr hárinu á henni.
Það fór hrollur urn hana. Það
var eins og hún hefði alltaf þekkt
snertingu hans, eins og líkamar
þeirra ættu sér sameiginlega for-
tíð.
Var það ekki einmitt það sem
hann hélt fram? Hvernig hafði
honum tekist að sá þessum hug-
myndum í huga hennar? Hún
hefði getað svarið fyrir það að
hún væri ekki auðtrúa. Hún hafði
alltaf talið sig skynsama konu
sem væri með báða fæturna á
jörðinni. Maður lærir sífellt eitt-
hvað nýtt um sjálfan sig, hugsaði
hún og gretti sig.
Hann strauk fingrunum eftir
vörum hennar og sér til mikillar
skelfingar fann hún varir sínar
opnast og titra af eftirvæntingu.
Marc horfði á hana girndaraug-
um og hún horfði taugaóstyrk á
móti. Græn augun tindruðu íljós-
geislanum frá vasaljósinu.
Allt í einu slokknaði ljósið og
myrkrið umvafði þau.
„Rafhlöðurnar hljóta að vera
búnar," hvíslaði hún.
„Nei, ég slökkti á ljósinu til
þess að spara þær,“ sagði hann
og færði sig nær.
„Mér er ískalt, það er ef til vill
best að við drífum okkur héðan,"
sagði Annie taugaóstyrk. Hann
var allt of nálægt henni og blóð-
ið ólgaði í æðum hennar.
„Þér fannst alltaf svo gott að
liggja í skóginum, í myrkrinu, hjá
mér,“ hvíslaði Marc í eyra henn-
ar.
„Byrjaðu nú ekki aftur! Eg er
búin að segja þér að ég trúi ekki
orði af því sem þú segir. Þetta er
ekkert annað en tímaeyðsla!"
„En þá var sumar,“ hélt hann
áfram dreymandi. „Langar, heit-
ar sumarnætur...“
„Nú er aftur á móti ekki sum-
ar og það er ískalt,“ sagði Annie
og reyndi að koma auga á andlit
hans í myrkrinu. Það eina sem
hún sá voru augu hans sem
horfðu biðjandi á hana.
Augun komu nær. Annie fór
aftur að efast um eigin geðheilsu
þegar yfir hana helltust óljósar,
gamlar minningar. Þetta hafði
gerst áður. Hún var viss um það.
Nákvæmlega þetta sama. Þau
höfðu áður legið í skóginum, á
rakri jörðinni, með svartan næt-
urhimininn yfir sér.
Hún reyndi að muna meira en
tilfinningin var þegar að ganga
henni úr greipum. Ef til vill hafði
aldrei neitt þessu líkt gerst áður.
Ef til vill hafði hann sáð þessari
hugmynd inn í huga hennar með
talinu um heitar sumarnætur.
Hún vildi óska þess að hún vissi
sannleikann. Var hann að reyna
að heilaþvo hana? Var hún veik-
geðja og auðtrúa? Var hún bara
eins og deig í höndum hans sem
hann gat mótað að eigin geð-
þótta? Reið og örvæntingarfull
reyndi hún að skilja hvað var að
gerast.
Hún var svo upptekin af þess-
um hugsunum að hún tók varla
eftir því hvað Marc aðhafðist.
Hún vissi ekki fyrr en hann var
lagstur ofan á hana og hún fann
fyrir heitum vörum hans áður en
hún gat snúið sér undan. Hún
gleymdi sér í hungruðum koss-
um hans, hætti að reyna að berj-
ast gegn honum og lagði hend-
urnar um hálsinn á honum. Hún
titraði þegar heitar hendur hans
leituðu undir jakkann hennar og
gældu við bert hörundið. Hann
vakti hjá henni svo yfirþyrmandi
tilfinningar að hana langað mest
til þess að gráta. Hún renndi
fingrunum í gegnum hárið á hon-
um meðan hendur hans struku
niður eftir líkama hennar. Hún
óskaði þess að þau gætu legið
þannig til eilífðar.
Hún komst harkalega aftur
niður á jörðina þegar hún fann
fingur hans strjúka mjúklega á
milli læranna á henni.
Hún ýtti honum ofsafengin frá
sér. „Nei! Þú mátt þetta ekki!“
Hún stundi og skalf eins og hún
væri með hitasótt.
Marc horfði á hana angistar-
fullur.
„Annie...“
Rödd hans var djúp eins og
hafið. Sama löngunin skein úr
augum þeirra beggja.
Hún neyddi sig til þess að segja
ákveðin: „Nei, ég vil þetta ekki.“
í því kom tunglið fram úr skýj-
unum og dauf birtan skein á and-
lit þeirra.
Annie var náföl. Hún titraði
þegar hún hugsaði til þess hversu
auðveldlega hann hafði næstum
verið búinn að koma fram vilja
sínum.
Hvers vegna öskraðir þú?“
Hún hefði auðveldlega getað
neitað að svara honum en ein-
hverra hluta vegna vildi hún það
ekki. Hún stóð ráðþrota gagnvart
öllu því sem gerst hafði frá því að
hún hitti hann flugvellinum og
þar til hann hafði komið með
„Slepptu mér,“ hvíslaði hún
skjálfandi röddu.
Hann hjálpaði henni rólega á
fætur. Hún skalf svo mikið að hún
gat varla gengið. Hún hallaði sér
upp að tré og fann tárin brjótast
fram.
Marc beygði sig niður, tók upp
vasaljósið og kveikti á því. Hún
lokaði augunum þegar ljósið
skein í augun á henni.
„Hvers vegna öskraðir þú upp
þegar þú komst auga á ljósið?"
„Mér brá.“
„I guðanna bænum, Annie,
segðu mér satt!“ sagði hann reiði-
lega.
„Hvers vegna spyrðu ef þú
þykist vita sannleikann?"
„Vegna þess að ég vil heyra
hann frá þér. Þú ert ennþá að
reyna að telja þér trú um að ég
sé að skrökva. Það eina sem ég fer
fram á er að þú viðurkennir fyrir
sjálfri þér að vitir innst inni að ég
er að segja satt. Byrjum aftur.
hana hingað. Henni fannst sem
ekkert gæti lengur komið henni
á óvart. Hún vildi reyna að kom-
ast til botns í þessu máli, vildi fá
að tala um það.
„Ljósið minnti mig á draum-
inn,“ sagði hún. „Ertu þá ánægð-
ur? Þegar þú beindir ljósinu að
mér var eins og mig væri aftur að
dreyma ... það var nákvæmlega
eins og í draumnum; skógurinn,
myrkrið, ég hljóp og einhver elti
mig ... þegar þú kveiktir á ljósinu
vissi ég ekki hvort þetta væri
draumur eða raunveruleiki og ég
fylltist ofsahræðslu."
Hún hríðskalf. Marc kveikti
aftur á ljósinu, virti hana fyrir sér
og hnyklaði brýnnar.
„Komdu, við skulum koma
okkur heim áður en þú lungna-
bólgu.“
Hann lagði handlegginn utan
um hana og hún var of máttlaus
til þess að mótmæla. Hún hallaði
sér að honum og leyfði honum
Vikan
45