Vikan - 01.08.2000, Blaðsíða 54
• Rannsókn sem gerð var í fyrra sýnir að róandi áhrif
gæludýrs hafa meiri lækningamátt fyrir þann sem er
með of háan blóðþrýsting en ákveðnar tegundir blóð-
þrýstingslyfja sem eiga að lækka blóðþrýstinginn. í
rannsókn í Ástralíu, sem framkvæmd var árið 1992, kom
í Ijós að eigendur gæludýra fá síður hjartasjúkdóma
en þeir sem ekki eiga dýr. Árið 1980 kom fram í rann-
sókn við Brooklyn College í New York að gæludýra-
eigendur, sem fengið hafa hjartaáfall, lifa lengur en
hjartveikir sem ekki eiga nein dýr.
• Pá hefur komið í Ijós í rannsóknum, sem gerðar voru í
Háskólanum í Kaliforníu, að gæludýraeigendur á öll-
um aldri leita sjaidnar læknis en aðrir, og að þeir eru
bæði ánægðari og í meira andlegu jafnvægi.
• Vistheimili í New York, Missouri og Texas hafa sent frá
sér skýrslur sem sýna að eftir að farið var að hafa dýr
og plöntur á heimilunum lækkaði dánartíðni sjúkling-
anna um 40%. Sömuleiðis má lesa í niðurstöðum rann-
sóknar, sem gerð var á vegum Læknadeildar Nebraska-
háskóla, að fuglar, sem fólk á elliheimilum og sjúkra-
stofnunum fékk að hafa sér til skemmtunar, drógu bæði
úr þunglyndi og einmanaleika.
• Ýmsar rannsóknir sýna að börn sem eiga gæludýr læra
betur að tjá tilfinningar sínar og hafa meiri ábyrgðar-
tilfinningu en þau börn sem ekki eiga dýr. Börnin eru
sjálfstæðari, sjálfsmatið er hærra og þau eiga auðveld-
ara með að takast á við erfiðleika. Auk þess eru börn-
in ekki eins árásargjörn og sýna minni einkenni streitu
og depurðar en önnur börn.
• í miðborgarskólum í Miami kom í Ijós að skróp minnk-
aði og einkunnir hækkuðu ef dýr voru höfð í skóla-
stofum.
• Rannsóknir á ofvirkum og einhverfum börnum sýna
að þau verða rólegri séu þau nærri dýrum.
• T ékkneskir vísindamenn, sem rannsakað hafa áhrif ein-
angrunar á fólk, segja að nærvera dýra sé manninum
svo nauðsynleg að hafa ætti dýr í öllum löngum ferð-
um manna út í geiminn. Það myndi draga úr spennu milli
geimfara og auka hugmyndaflug þeirra.
• í Bandaríkjunum eru heimilisdýr á 61% heimila í land-
inu. Þar af eru 54 milljónir hunda, 59 milljónir katta, 16
milljónirfugla, 7,3 milljónir skiðdýra og 12 milljónirfiska.
þjálfun hundanna og umönn-
un þeirra hefur líf margra
fanganna öðlast nýjan til-
gang. Ennfremur fá konurn-
ar starfsþjálfun sem þær geta
nýtt sér þegar þær koma út úr
fangelsinu. Hundarnir fá að
vera í klefum þjálfara sinna
þá sex til átta mánuði sem
þjálfunin stendur yfir. I mörg-
um tilvikum er þetta fyrsta
samband kvennanna við aðra
lífveru þar sem þær eru ekki
misnotaðar eða þær beittar
ofbeldi. Að sögn Jeanne
Hample, sem stjórnaði
þjálfuninni um tíma, eru flest-
ar kvennanna mæður. Marg-
ar þeirra fá að sjá börn sín
einu sinni í mánuði á meðan
á fangelsisvistinni stendur.
Þær hafa átt erfitt með að um-
gangast börnin sín og vita lít-
ið um hvað fylgir því að vera
foreldri. Með því að vinna
með og þjálfa hundana hafa
þær lært muninn á hegningu
og leiðbeiningu og þær hafa
lært hvað jákvæð hvatning
getur haft mikið að segj a þeg-
ar koma á í veg fyrir slæma
hegðun. Hample segir að
framkoma kvennanna gagn-
vart börnunum breytist aug-
Ijóslega þegar á líður. Um
32% kvenfanganna lenda að
jafnaði aftur á glapstigum að
fangavist lokinni. Það á þó
ekki við um konurnar sem
tekið hafa þátt í hunda-
þjálfuninni. Engin þeirra hef-
ur farið aftur út á glæpabraut-
ina frá því starfsemin hófst
árið 1988.
Dýr á sjúkrastofnunum
í Bandaríkjunum verður æ
algengara að dýr séu höfð á
sjúkrastofunum og heimilum.
Helstu vandamál stofnana-
lífsins, einmanakennd, hjálp-
arleysi og leiði, verða minna
og minna áberandi þar sem
vistmenn fá að hafa dýr, blóm
og börn nærri sér. A 240
manna öldrunarheimili í
Pennsylvaniu eru nú fjórir
hundar, 13 kettir, yfir 60 fugl-
ar og ótölulegur fjöldi fiska í
búrum. Hundarnir og kettir-
nir fá meira að segja í sum-
um tilfellum að sofa hjá heim-
ilisfólkinu, óski það þess. For-
stöðukona heimilisins segir
að ótrúleg breyting hafi fylgt
komu dýranna. Allt byrjaði
þetta með því að gæludýra-
verslun í nágrenninu fór á
hausinn. Öldrunarheimilið
keypti þá nokkur fiskabúr á
lágu verði og kom þeim fyrir
hjá verstu þunglyndissjúk-
lingunum. Sjá mátti veruleg-
ar brey tingar áður en mánuð-
ur var liðinn og fólkið var orð-
ið virkari þátttakendur í dag-
legu lífi heimilisins.
Hundar greina lykt af
krabbameini
En dýr létta ekki aðeins
fargi þunglyndis af sjúkling-
um. Sum dýr geta fundið á sér
að sjúklingur er í þann veginn
að fá flogakast og getur lært
að aðvara eiganda sinn í tíma
svo hann geti sest eða lagst
niður. Þá má geta þess að
breskur læknir skrifaði bréf í
hið þekkta læknablað Lancet
og lýsti því hvernig hundur,
sem kona nokkur, sjúklingur
hans, átti, var stöðugt að þefa
af bletti á fótlegg hennar og
reyndi loks að bíta blettinn
eða örðuna af fætinum. Kon-
an fór á Kings College Hospi-
tal í London og bletturinn var
fjarlægður. í ljós kom að um
húðkrabba var að ræða.
Læknir í Florida las bréfið í
Lancet og fékk í lið með sér
hundaþjálfara og í samein-
ingu reyndu þeir hæfileika
hundsins Georgs til þess að
greina lykt af krabbameini.
Endirinn varð sá að í 99,7%
tilvika gat Georg, með lyktar-
skyninu einu saman, greint
illkynja húðkrabbameinssýni
og einnig lungnakrabba-
meinssýni frá heilbrigðum
sýnum en vísindamenn segja
að krabbamein eins og reynd-
ar flest annað, hafi sérstaka
lykt.
Af þessum frásögum má
því sjá að dýr geta veitt eig-
endum sínum sem og öðru
mikla hjálp og létt bæði
öldruðum og sjúkum lífið,
jafnt heima fyrir sem á stofn-
unum. Allt of lítið er þó í
flestum tilvikum gert af því að
notfæra sér meðfæddan
„lækningamátt" dýranna.
54
Vikan