Vikan


Vikan - 01.08.2000, Qupperneq 54

Vikan - 01.08.2000, Qupperneq 54
• Rannsókn sem gerð var í fyrra sýnir að róandi áhrif gæludýrs hafa meiri lækningamátt fyrir þann sem er með of háan blóðþrýsting en ákveðnar tegundir blóð- þrýstingslyfja sem eiga að lækka blóðþrýstinginn. í rannsókn í Ástralíu, sem framkvæmd var árið 1992, kom í Ijós að eigendur gæludýra fá síður hjartasjúkdóma en þeir sem ekki eiga dýr. Árið 1980 kom fram í rann- sókn við Brooklyn College í New York að gæludýra- eigendur, sem fengið hafa hjartaáfall, lifa lengur en hjartveikir sem ekki eiga nein dýr. • Pá hefur komið í Ijós í rannsóknum, sem gerðar voru í Háskólanum í Kaliforníu, að gæludýraeigendur á öll- um aldri leita sjaidnar læknis en aðrir, og að þeir eru bæði ánægðari og í meira andlegu jafnvægi. • Vistheimili í New York, Missouri og Texas hafa sent frá sér skýrslur sem sýna að eftir að farið var að hafa dýr og plöntur á heimilunum lækkaði dánartíðni sjúkling- anna um 40%. Sömuleiðis má lesa í niðurstöðum rann- sóknar, sem gerð var á vegum Læknadeildar Nebraska- háskóla, að fuglar, sem fólk á elliheimilum og sjúkra- stofnunum fékk að hafa sér til skemmtunar, drógu bæði úr þunglyndi og einmanaleika. • Ýmsar rannsóknir sýna að börn sem eiga gæludýr læra betur að tjá tilfinningar sínar og hafa meiri ábyrgðar- tilfinningu en þau börn sem ekki eiga dýr. Börnin eru sjálfstæðari, sjálfsmatið er hærra og þau eiga auðveld- ara með að takast á við erfiðleika. Auk þess eru börn- in ekki eins árásargjörn og sýna minni einkenni streitu og depurðar en önnur börn. • í miðborgarskólum í Miami kom í Ijós að skróp minnk- aði og einkunnir hækkuðu ef dýr voru höfð í skóla- stofum. • Rannsóknir á ofvirkum og einhverfum börnum sýna að þau verða rólegri séu þau nærri dýrum. • T ékkneskir vísindamenn, sem rannsakað hafa áhrif ein- angrunar á fólk, segja að nærvera dýra sé manninum svo nauðsynleg að hafa ætti dýr í öllum löngum ferð- um manna út í geiminn. Það myndi draga úr spennu milli geimfara og auka hugmyndaflug þeirra. • í Bandaríkjunum eru heimilisdýr á 61% heimila í land- inu. Þar af eru 54 milljónir hunda, 59 milljónir katta, 16 milljónirfugla, 7,3 milljónir skiðdýra og 12 milljónirfiska. þjálfun hundanna og umönn- un þeirra hefur líf margra fanganna öðlast nýjan til- gang. Ennfremur fá konurn- ar starfsþjálfun sem þær geta nýtt sér þegar þær koma út úr fangelsinu. Hundarnir fá að vera í klefum þjálfara sinna þá sex til átta mánuði sem þjálfunin stendur yfir. I mörg- um tilvikum er þetta fyrsta samband kvennanna við aðra lífveru þar sem þær eru ekki misnotaðar eða þær beittar ofbeldi. Að sögn Jeanne Hample, sem stjórnaði þjálfuninni um tíma, eru flest- ar kvennanna mæður. Marg- ar þeirra fá að sjá börn sín einu sinni í mánuði á meðan á fangelsisvistinni stendur. Þær hafa átt erfitt með að um- gangast börnin sín og vita lít- ið um hvað fylgir því að vera foreldri. Með því að vinna með og þjálfa hundana hafa þær lært muninn á hegningu og leiðbeiningu og þær hafa lært hvað jákvæð hvatning getur haft mikið að segj a þeg- ar koma á í veg fyrir slæma hegðun. Hample segir að framkoma kvennanna gagn- vart börnunum breytist aug- Ijóslega þegar á líður. Um 32% kvenfanganna lenda að jafnaði aftur á glapstigum að fangavist lokinni. Það á þó ekki við um konurnar sem tekið hafa þátt í hunda- þjálfuninni. Engin þeirra hef- ur farið aftur út á glæpabraut- ina frá því starfsemin hófst árið 1988. Dýr á sjúkrastofnunum í Bandaríkjunum verður æ algengara að dýr séu höfð á sjúkrastofunum og heimilum. Helstu vandamál stofnana- lífsins, einmanakennd, hjálp- arleysi og leiði, verða minna og minna áberandi þar sem vistmenn fá að hafa dýr, blóm og börn nærri sér. A 240 manna öldrunarheimili í Pennsylvaniu eru nú fjórir hundar, 13 kettir, yfir 60 fugl- ar og ótölulegur fjöldi fiska í búrum. Hundarnir og kettir- nir fá meira að segja í sum- um tilfellum að sofa hjá heim- ilisfólkinu, óski það þess. For- stöðukona heimilisins segir að ótrúleg breyting hafi fylgt komu dýranna. Allt byrjaði þetta með því að gæludýra- verslun í nágrenninu fór á hausinn. Öldrunarheimilið keypti þá nokkur fiskabúr á lágu verði og kom þeim fyrir hjá verstu þunglyndissjúk- lingunum. Sjá mátti veruleg- ar brey tingar áður en mánuð- ur var liðinn og fólkið var orð- ið virkari þátttakendur í dag- legu lífi heimilisins. Hundar greina lykt af krabbameini En dýr létta ekki aðeins fargi þunglyndis af sjúkling- um. Sum dýr geta fundið á sér að sjúklingur er í þann veginn að fá flogakast og getur lært að aðvara eiganda sinn í tíma svo hann geti sest eða lagst niður. Þá má geta þess að breskur læknir skrifaði bréf í hið þekkta læknablað Lancet og lýsti því hvernig hundur, sem kona nokkur, sjúklingur hans, átti, var stöðugt að þefa af bletti á fótlegg hennar og reyndi loks að bíta blettinn eða örðuna af fætinum. Kon- an fór á Kings College Hospi- tal í London og bletturinn var fjarlægður. í ljós kom að um húðkrabba var að ræða. Læknir í Florida las bréfið í Lancet og fékk í lið með sér hundaþjálfara og í samein- ingu reyndu þeir hæfileika hundsins Georgs til þess að greina lykt af krabbameini. Endirinn varð sá að í 99,7% tilvika gat Georg, með lyktar- skyninu einu saman, greint illkynja húðkrabbameinssýni og einnig lungnakrabba- meinssýni frá heilbrigðum sýnum en vísindamenn segja að krabbamein eins og reynd- ar flest annað, hafi sérstaka lykt. Af þessum frásögum má því sjá að dýr geta veitt eig- endum sínum sem og öðru mikla hjálp og létt bæði öldruðum og sjúkum lífið, jafnt heima fyrir sem á stofn- unum. Allt of lítið er þó í flestum tilvikum gert af því að notfæra sér meðfæddan „lækningamátt" dýranna. 54 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.