Vikan


Vikan - 03.10.2000, Blaðsíða 21

Vikan - 03.10.2000, Blaðsíða 21
legt að ráða í framtíð skriftar- innar. „Allt er breytingum und- irorpið og í gegnum tíðina hef- ur skriftin þróast mikið og far- ið í gegnum tískubylgjur. Ég hef nú samt þá trú að skrift verði alltaf kennd en eftir því sem tölvan verður meira notuð þá verður handskriftin auðvitað óæfðari. Þrátt fyrir áhuga minn á skrift er tölvan orðin mér sem lífs- förunautur og ég myndi ekki fyrir mitt litla líf vilja missa hana,“ segir Einar að lokum og hlær. Björgvin Jósteinsson er mik- ill áhugamaður um skrift og framtíð hennar. Hann er gam- alreyndur skriftarkennari og hefur kennt það fag í rúm 50 ár. Hann var einn af frumkvöðlum þess að skipt var úr lykkjuskrift- inni svokölluðu yfir í ítölsku skriftina í grunnskólum lands- ins upp úr 1980 og finnst ótrú- iegt að skriftin leggist af í fram- tíðinni. Björgvin segist alltaf hafa haft mikinn áhuga á skrift þótt hann hafi ekki fengið mikla skriftarkennslu í æsku. „Mér fannst mjög gaman að skrifa og ég æfði mig tímunum saman sem þótti nokkuð óvenjulegt. Ég fór suður í gamla Kennara- skólann og útskrifaðist þaðan árið 1949. í Kennaraskólanum var ég með afskaplega góðan skriftarkennara sem hét Guð- mundur I. Guðjónsson en það var einmitt hann sem mótaði lykkjuskriftina sem var svo lengi kennd í grunnskólum landsins. Guðmundur skrifaði svo vel að maður horfði á með andakt þegar hann skrifaði á töfluna í skólanum. Áhugi minn á skrift jókst því til muna í Kennaraskólanum. Eftir út- skrift byrjaði ég að kenna við ís- aksskóla og í þá daga var skrift- arkennslan tvískipt. Fyrst var kennt svonefnt prent og síðan tengd skrift. Mörgum fannst þessi tvískipting óþörf og jafn- vel til trafala því ekki var byggt á sama grunni og ég var sam- mála því,“ segir hann. Björgvin segir að upp úr 1970 hafi sér fundist sem áhugi með- al kennara á skriftarkennslu í grunnskólum færi dvínandi. „Pað var engin skýr stefna til um skriftarkennsluna og ég saknaði þess. Skrift er í senn persónuleg og alþjóðleg. Al- þjóðleg á þann hátt að margar þjóðir nota sömu eða svipaða skriftargerð og geta því lesið skrif hver annarrar svo framar- lega sem lesandi kann tungu- málið. I löndunum í kringum okkur var fyrir allmörgum árum tek- in upp ný skriftargerð, sem byggð er á „ítölsku skriftinni“ eins og hún er stundum nefnd. Við vorum því nokkuð sér á báti með lykkjuskriftina. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi lykkjuskriftarinnar og finnst hún ákaflega falleg en eftir að hafa kynnt mér þá skrift sem kennd er í nágrannalöndunum finnst mér hún betur fallin til kennslu í grunnskóla. Ótengda og tengda skriftin byggjast á sama grunni sem einfaldar og auðveldar bæði kennsluhætti og tileinkun skriftarinnar," seg- ir Björgvin ákveðinn. Björgvin segir hlæjandi að á vissan hátt megi kenna sér um að breytt var um skrift. „Mér fannst nauðsynlegt að marka skýrari stefnu í skriftarkennsl- unni og hafði nokkuð hátt um þá skoðun mína. Það hefur ef til vill orðið til þess að ég var skip- aður í vinnuhóp á vegum mennta- málaráðu- neytisins, ásamt Þóri Sigurðssyni og Krist- björgu Eð- valdsdóttur, um þróun og mótun nýrrar grunnskriftar og saman rituð- um við þær forskriftarbækur sem eru við lýði í grunnskólun- um í dag. Björgvin segir að það hafi komið sér á óvart hversu nýju skriftinni hafi verið vel tekið. „Auðvitað voru sumir íhalds- samir og fannst þessi nýja skrift ópersónuleg og ómöguleg en kennarar voru almennt mjög já- kvæðir. Mér finnst að öllu jöfnu ekki vera nægilega mikil áhersla lögð á skriftina í skólum í dag. Forskriftarbækur koma aldrei í stað góðrar og hvetjandi kennslu. I skólanum á að leggja grunninn að skriftinni og svo þróar hver og einn sína persónu- legu rithönd," segir Björgvin. Aðspurður segist hann ekki mega hugsa til þess að skriftin leggist af. „Mér finnst skriftin vera svo stór hluti af sögunni og menningu okkar að mér fyndist algjör óhæfa að það ætti að hætta að kenna skrift og ég ætla satt að segja að vona að skrift- in lúti aldrei í lægra haldi fyrir tölvunni. I mínum huga eru lestur og skrift einnig svo tengd og ég vil beina því til kennara að leggja rækt við og hvetja nemendur til þess að þróa með sér fallega og læsilega rithönd. Ég get hreint alls ekki séð nú- tímamanninn fyrir mér óskrif- andi,“ segir Björgvin og leggur mikinn þunga í orð sín. Björgvin lósteinsson: „Mér finnst skriftin vera svo stór hluti af sögunni og menn- ingu okkar að mér fyndist algjör óhæfa að hað ætti að hætta að kenna skrift og ég ætla satt að segja að vona að skriftin lúti aldrei í lægra haldi fyrir tölvunni." Vikan 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.