Vikan - 03.10.2000, Blaðsíða 29
dreif um íbúðina. Við Sigrún
ræddum þetta og vorum sam-
mála um að nú væri nóg kom-
ið. En við vissum ekki hvern-
ig við gætum snúið okkur út
úr þessari gildru sem hann var
svo laginn við að lokka okk-
ur í. Ef við gáfum eitthvað í
skyn þess efnis að okkur
fyndist við ekki vera nógu
„prívat“ þá sneri hann út úr
öllu með hlátri eða setti upp
barnslegan sorgarsvip svo að
við fengum samviskubit.
Hann hélt áfram að elda fyr-
ir okkur, færa okkur bangsa,
blóm og mat. Svo skyndilega
tók hann upp á því að þvo föt-
in okkar. Þá var mér nóg boð-
ið og sagði honum að ég
kærði mig alls ekki um að
hann væri að gramsa í fötun-
um mínum, þar á meðal nær-
fötunum. Mér fannst þetta
perralegt og sjúkt. Hann gaf
sig þó ekki og þegar ég kom
heim í hádeginu einu sinni þá
var komin risastór dýna og
koddi á mitt stofugólfið. Þá
missti ég stjórn á mér og þeg-
ar Rick kom svo inn klukku-
tíma seinna, með lykli að
sjálfsögðu, þá las ég yfir hon-
um. Ég sagði að við vinkon-
urnar kærðum okkur ekki um
þetta umstang hans og spurði
hvernig hann dirfðist að
koma með heila dýnu inn til
okkar, hvort hann léti sig
dreyma um að hann væri að
flytja inn til okkar. Hann setti
upp aumkunarverðan svip og
sagðist bara stundum vilja
leggja sig eftir tölvuvinnuna.
Ég gaf mig ekki og sagði að
það væri greinilegt að hann
væri á lúmskan en jafnframt
skipulegan hátt að flytja inn
á okkur. Það kæmi alls ekki
til greina. Ég rak hann út með
blómin, matarpottana,
kryddið, bækurnar, vínflösk-
urnar, frakkann og síðast en
ekki síst dýnuna. Hann var
gráti næst en augun skutum
gneistum og ég fann að hann
var að reyna af öllum mætti
að stilla sig. Ég lét hann ekki
spila með mig og heimtaði að
hann skilaði lyklinum að
íbúðinni og léti okkur í friði
framvegis. Ég sagði að hann
hefði þrúgandi áhrif á okkur,
hann elti okkur út um allt og
endaði ræðuna á því að Sig-
rún hefði ekki nokkurn áhuga
á honum. Hann fór með allt
draslið og það heyrðist ekki
frá honum í nokkra daga. Svo
byrjuðu símhringingarnar á
öllum tímum sólarhrings og
á endanum vorum við hættar
að þora að svara í símann og
vorum stundum smeykar á
nóttunni. Okkur flaug í hug
að hann hefði kannski látið
gera nýjan lykil eftir þeim
sem hann hafði haft.
Við fréttum síðar að Rick
væri eins konar þorpsfífl eða
furðufugl í þessu bæjarfélagi.
Hann hafði víst aldrei verið
við kvenmann kenndur og
okkur fannst hreint út sagt
óhugnanlegt að 45 ára gam-
all maður væri hreinn sveinn.
Hann hafði alltaf búið einn
með mömmu sinni í hrörlegu
húsi í útjaðri bæjarins og var
víst aldrei innritaður í háskól-
ann. Fólk umgekkst hann
með samblandi af samúð og
hræðslu.
Píniegt atvik
Eftir því sem tíminn leið
gleymdum við Rick og hellt-
um okkur út í félagslíf skól-
ans. Sigrún varð ástfangin af
strák sem var með henni í fé-
lagsfræðitímum og það var
ást í fjarlægð eða þar til að
hann settist hjá henni einn
eftirmiðdaginn í kaffiteríunni
og þau fóru að spjalla saman.
Sigrún segist aldrei gleyma
því sem gerðist þá. Hún
heyrði gamalkunna rödd
Ricks, sem við höfðum ekki
séð í tvo mánuði, varð litið við
og þar blasti við henni sjón
sem varð til þess að hana
langaði að sökkva ofan í jörð-
ina. Þarna stóð Rick í allt of
þröngum stuttbuxum, með
kafloðna fótleggi og geð-
veikislegt bros. Hann rétti
henni risastóra helíumblöðru
sem á stóð „I love you“. Sig-
rún greip krampakenndu taki
í spottann á blöðrunni,
eldrauð í framan, gekk út á
skólalóðina og sleppti blöðr-
unni. Hún var enn með hroll
þegar hún sneri aftur inn í
kaffiteríuna en þá var Rick
horfinn en draumaprinsinn
sat alveg frosin og spurði
hvernig hún þekkti Rick. Sig-
rún útskýrði málavöxtu og
hann lét það gott heita. Sem
betur fer lét hann þetta atvik
ekki hafa nokkur áhrif á sig
og þau byrjuðu fljótlega á
föstu.
Það var engu líkara en Rick
hefði gufað upp en okkur
fannst oft eins og hann væri
einhvers staðar nálægt að
njósna um okkur. Sá grunur
reyndist á rökum reistur og
það kom í ljós á útskriftardag-
inn okkar. Afhending próf-
skírteina fór fram í hátíðar-
sal skólans og þetta var stór
dagur í lífi okkar. Við vorum
klæddar virðulegum skikkj-
um með „þyrlupalla“ á höfð-
inu en það eru bandarísku út-
skriftarhúfurnar stundum
kallaðar af gárungum og flest-
ir íslendingar hafa séð þær í
bíómyndum. Sigrún sat stolt
með mömmu sinni sem hafði
komið frá íslandi til að vera
viðstödd útskrift dóttur sinn-
ar en ég var annars staðar í
salnum og sá því ekki sjálf
hvað gerðist. Sigrún sagði
mér það í veislunni á eftir.
Hún dró mig afsíðis, skjálf-
hent og miður sín. Hún hafði
gengið upp að sviðinu til þess
að fá prófskírteinið en þegar
hún sneri aftur í sætið sitt í
sæluvímu, dauðbrá henni.
Sætið hennar var fullt af rós-
um og búið var að festa risa-
stóra helíumblöðru við stól-
bakið sem gnæfði yfir salinn,
en á henni stóð: „Til ham-
ingju, ástin mín.“ Mamma
hennar sagði að einhver und-
arlega klæddur maður hefði
læðst að sætinu á meðan Sig-
rún var að taka við skírtein-
inu og hefði skilið þessi her-
Rick í drullugall-
anum til liægri, ■i S 1
nicð hcimatilbúnar
smákukur, alsæll.
legheit eftir þar.
Sigrún fylltist óhugnaði og
þetta atvik varpaði vissulega
stórum skugga á þennan ann-
ars merkilega dag í lífi henn-
ar, því nú vissi hún að Rick
hafði fylgst mjög grannt með
henni úr fjarlægð, án hennar
vitundar. Tveimur vikum
seinna tókum við saman fögg-
ur okkar og fórum heim til ís-
lands, reynslunni ríkari, en
Sigrún segir að þetta atvik á
útskriftardeginum hennar
gleymist sennilega aldrei.
Lesandi segir
Hrund
Hauksdóttur
sögu sína
Vilt þú deila sögu þinni með
okkur? Er eitthvað sem hefur
haft mikil áhrif á þig, jafnvel
breytt lífi þínu? Þér er vel-
komið að skrifa eða hringja til
okkar. Við gætum fyllstu
nafnleyndar.
llcimilisfnii|<ið cr: Vikan
- „Lífsreynslusaga“, Seljavcgur 2,
101 Rcykjavík,
Nctfaiig: \ ikau@frmli.is
Vikan 2í