Vikan


Vikan - 03.10.2000, Blaðsíða 46

Vikan - 03.10.2000, Blaðsíða 46
bílstjóri væri líka góður elsk- hugi. Bevan hafði unun að því að aka sportbílnum sínum allt of hratt og hann var bæði óþolinmóður og tillitslaus bíl- stjóri. Þeir tveir gætu varla verið ólíkari, hugsaði Charlotte með sér þegar Daniel stöðvaði bílinn til þess að hleypa ungri konu með barnavagn yfir götuna. Hjúkrunarheimilið, þar sem John Balfour, bjó var að- eins fyrir utan þorpið. Þegar þau runnu í hlaðið sá Charlotte gamalt fólk ganga um í garðinum. Inni var þægi- leg setustofa þar sem fólk spilaði á spil, spjallaði saman eða horfði á sjónvarpið. „John gæti komið hingað niður í hjólastólnum og setið hjá hinu fólkinu ef hann kærði sig um. Það er leiðin- legt hvað hann er þrjóskur. Hann vill ekki viðurkenna að hann þurfi á félagsskap að halda eins og hver annar.“ „Kannski líður honum best einum," sagði Charlotte. Ein- hverra hluta vegna fannst henni hún þurfa að verja gamla manninn. „Ef til vill,“ sagði Daniel og benti henni að fylgja sér upp stigann. Charlotte varð að viður- kenna fyrir sjálfri sér að það væri undarlegt að John væri alltaf að senda eftir Daniel, undir því yfirskyni að það yrði að breyta erfðaskránni, ef hann kysi eingöngu eigin fé- lagsskap. Hún gaut augunum út undan sér á Daniel en það var ekkert í svip hans sem svo mikið sem benti til þess að hann langaði að benda henni á þá staðreynd. Hún lyfti brúnum. í hans sporum hefði hún örugglega gert það. En hún var ekki hann. Og ef svo væri hefði hún eflaust efni á því að vera göfuglynd við vesalings, misheppnaða aðstoðarmanninn og leyfa honum að hafa rétt fyrir sér. Þetta göfuglyndi fór í taug- arnar á henni. Henni hefði þótt það skömminni skárra ef hann hefði bent henni á að hún hefði rangt fyrir sér. Á efri hæðinni var gangur til beggja hliða. Charlotte beygði ósjálfrátt til hægri og Daniel klappaði á öxlina á henni. „Við förum í hina áttina,“ sagði hann og benti til vinstri. Hún snerist á hæli. Hann stóð allt of nálægt henni og hreyfði sig ekki úr sporunum. Hún leit spyrjandi á hann. „Ég var fyrst núna að upp- götva hvað þú ert lágvaxin," sagði hann til skýringar. „Ég er einn sextíu og fimm,“ sagði hún og rétti úr bakinu. Hann kipraði augun og hún sá að hann barðist við hlátur- inn. Sennilega þóttu honum meira varið í hávaxnar kon- ur eins og Patriciu Winters. „Það er líklega þess vegna sem þú gengur um á þessum hlægilega háu hælum.“ „Charlotte kreppti hnefana og sendi honum reiðilegt augnaráð. „Það er ekkert athugavert við skóna mína,“ sagði hún kuldalega. Satt að segja voru þetta rándýrir skór, þeir einu sem hún kæmi til með að eignast á næstunni. Og þótt skórnir væru ekki hlægilegir varð hún að viðurkenna að það sama væri ekki hægt að segja um draktina, hugsaði hún döpur í bragði. Hún strunsaði á undan honum eft- ir ganginum án þess að líta um öxl. Hvernig hafði henni dottið í hug að henda öllum gömlu fötunum sínum? Núna hefðu þau komið sér vel þótt þau hefðu verið svolítið púkaleg. Mamma hennar hafði lyft brúnum þegar Charlotte kom niður um morguninn og Charlotte hafði þá fyrst gert sér grein fyrir því að ef til vill væru þrönga pilsið, jakkinn og kremlitaða silkiblússan, sem hún hafði valið til þess að vera í þennan daginn, svolít- ið áberandi. Dragtin var úr mjúku ull- arkrepi og jakkinn silkifóðr- aður. Hún hafði staðið í þeirri trú að hún væri settleg og virðuleg en mamma hennar hafði sagt þurrlega að hún væri fegin að pabbi hennar hafi verið kominn á eftirlaun áður en þessi sídd komst í tísku. „Þetta er ekkert,“ sagði pabbi hennar hlæjandi. „Þú hefðir átt að sjá pilsin sem ungu konurnar klæddust á sjöunda áratugnum. Við urð- um að kaupa nýja skjalaskápa vegna þess að í hvert sinn sem stúlkurnar teygðu sig upp í efstu hilluna sást í...“ „Þetta er nóg, George," greip mamma hennar fram í þessar endurminningar. Gangurinn var klæddur ol- íudúk, sennilega til þess að auðveldara væri að þrífa hann. Charlotte leit um öxl þegar hún heyrði ekki leng- ur fótatak Daniels. Hún gekk til hans og beið meðan hann bankaði á einar dyrnar og opnaði. „Halló, John,“ sagði hann. „Ég kom með góðan gest með mér í dag.“ Hann hélt dyrunum opnum fyrir henni. Herbergið var stórt og fallega búið húsgögn- um. Fyrir framan rúmið stóð hjólastóll. Maðurinn sem sat í stólnum var hvíthærður, andlitið þakið hrukkum og hendurnar hnýttar af liðagigt. „Það verður að viðurkenn- ast að þetta er fallegur gest- ur,“ sagði John Balfour þurr- lega og virti Charlotte fyrir sér. „Er þetta nýja kærastan?“ Charlotte lét þetta sem vind um eyru þjóta. I gegn- um tíðina hafði hún haft marga skjólstæðinga af karl- kyninu og gerði sér grein fyr- ir því að þeir ætluðu sér ekki að móðga hana með fram- komu sinni. Satt að segja var þetta oft þeirra leið til þess að slá henni gullhamra. „Nei, Charlotte er lögmað- ur. Hún er nýbyrjuð að vinna hjá okkur.“ „Lögmaður? Ja, hérna. Hún er nú ekkert lík Lydiu.“ „Ekki í útliti, en satt að segja eru þær að mörgu leyti mjög líkar,“ sagði Daniel, Charlotte til mikillar undrun- ar. „Charlotte sleppti matar- tímanum sínum til þess að koma hingað. Þú ættir að hringja bjöllunni og panta handa henni tebolla." John Balfour tautaði eitt- hvað um að þetta væri hans herbergi og hann væri fullfær um að panta te handa þeim öllum án þess að honum væri sagt að gera það. „Ég dreg það frá reikningn- um sem þú sendir mér fyrir erfðaskrána," sagði hann um leið og hann hringdi bjöllunni fyrir ofan rúmið. Þrátt fyrir tautið fann Charlotte að hann var glaður að hafa fengið ástæðu til þess að lengja heimsóknina. Daniel var greinilega ekk- ert að flýta sér að koma sér að efninu. Hann spjallaði á ró- legum nótum við John um nýjar skipulagsbreytingar í þorpinu og neitaði að láta draga sig inn í deilur við gamla manninn, sem sagði að skipulagsfræðingarnir væru að eyðileggja þorpið og myndu ekki linna látum fyrr en enginn maður gæti hugs- að sér að búa þar. „Ég sé að þú ert á bílnum hennar Lydiu,“ sagði hann og horfði út um gluggann. „Hún var góð kona hún frænka þín. Faðir þinn komst ekki með tærnar þar sem hún hafði hæl- ana. Og hvað þig varðar... ég vona að þú ofmetnist ekki af allri frægðinni." „Það vona ég líka,“ sagði Daniel rólega. Ung kona kom með te, samlokur og kökur á bakka. Daniel spratt á fætur til þess að aðstoða hana og Charlotte tók eftir því að stúlkan roðn- aði og brosti til hans. „Ég þakka Guði fyrir að þú baðst hana ekki um að hella í bollana. Hún hefði hellt því út um allt,“ sagði John þegar hún var farin fram. „Ertu enn þá með ekkju Winters garnla?" spurði hann. Hann vissi greinilega 46 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.