Vikan - 03.10.2000, Blaðsíða 44
„Charlotte, getur þú aðeins
komið inn til mín?“
Charlotte lagði frá sér skjal-
ið sem hún var að lesa og fór
inn á skrifstofu Daniels.
Hann brosti til hennar og
bauð henni sæti. Brosið af-
hjúpaði brotið í framtönn-
inni.
Hafði hún rangt fyrir sér?
Gat verið að Sarah hefði rétt
fyrir sér? Var hún ósanngjörn
og fordómafull? Hún vissi
hvað systur hennar þótti vænt
um hana. Sarah var mikill
mannþekkjari og sannleikur-
inn var sá að því betur sem
Charlotte kynntist samstarfs-
fólki sínu, þeim mun erfiðara
reyndist henni að loka augun-
um fyrir því að allir kunnu vel
við Daniel, jafnt konur sem
karlar.
Anne var inni á skrifstof-
unni. Hún leit upp og brosti til
Charlotte. Daniel hafði
greinilega verið að lesa henni
fyrir bréf. Hún stóð á fætur og
lagði frá sér kaffibollann.
„Ég þarf að hitta skjólstæð-
ing í hádeginu," sagði Daniel
við Charlotte. „Hann vill að
ég geri nýja erfðaskrá fyrir
sig. Hann er rúmfastur og
kemst ekki hingað á skrifstof-
una. Ég vildi gjarnan að þú
kæmir með mér.“
„Ertu að tala um John
Balfour?" spurði Anne og
hristi höfuðið.
„Já, ég er ansi hræddur um
það,“ sagði Daniel.
„Þetta mun vera í fimmta
sinn á átta mánuðum sem
hann vill breyta erfða-
skránni.“
„Hann er einmana," sagði
Daniel. „Enginn ættingja
hans býr hér í grenndinni og
hann fær sjaldan heimsókn.
Það er vel hugsað fyrir líkam-
legum þörfum hans á hjúkr-
unarheimilinu en hann er ein-
mana og saknar þess sárlega
að hafa engan til að tala við.
„Þú meinar til þess að rífast
við,“ sagði Anne. „Hann þarf
ekki að vera einmana. Hjúkr-
unarheimilið hefur fólk á sín-
um snærum sem heimsækir
þá sem eru einmana.“
„John er stollur maður,
Anne,“ sagði Daniel. „Hann
kærir sig ekki um að taka á
móti „ölmusu“ eins og hann
orðar það. í hans huga hefur
heimsókn mín tilgang og
þannig heldur hann virðing-
unni.“
„Já, og þú sérð til þess að
heimsóknin verði helmingi
lengri en nauðsynlegt er og
gætir þess svo að gleyma að
senda honum reikninginn,"
sagði Anne og brosti til hans.
„Stundum hvarflar að mér að
þú hefðir átt að verða sálfræð-
ingur en ekki lögmaður.“
„Það kostar ekkert að vera
góður við fólk. Það er líka
einföld staðreynd að sá tími
kemur í lífi okkar allra að við
þörfnust hjálpar."
Charlotte varð hugsi. Per-
sónulega gat hún ekki séð
þennan mann fyrir sér í þeirri
aðstöðu að þarfnast hjálpar,
en hún gat ekki lokað eyrun-
um fyrir einlægninni í rödd-
inni.
Hún reyndi að sjá fyrir sér
Beven og „vini“ hans taka
svona á málunum en ímynd-
unarafl hennar náði ekki svo
langt. Tilvera Bevans var
metin í peningum, hún sjálf
meðtalin. Um leið og sam-
band þeirra hafði sýnt tap ...
Hún sá ekki eftir Bevan.
Aftur á móti tók hún það
nærri sér að hafa látið hann
plata sig upp úr skónum.
„Þú átt eftir að kunna vel
við John,“ sagði Daniel við
Charlotte. „Þið gefist hvorugt
upp fyrr en í fulla hnefana,“
bætti hann við. Hún leit á
hann og varð að viðurkenna
með sjálfri sér að hann væri
myndarlegasti maður sem
hún hefði nokkurn tíma séð.
En hún hafði ekki efni á því
að leyfa sér að falla fyrir slík-
um hugsunum.
Fyrr en í fulla hnefana!
Hún! Hvernig gat hann sagt
þetta? Hún gerði sér allt of
vel grein fyrir því hversu mik-
il raggeit hún hafði verið.
Hún hafði gefist upp fyrir
fyrsta ljóninu sem varð á vegi
hennar. En hún hafði ekki átt
margra kosta völ. Ef hún
hefði þrjóskast við að halda
starfseminni gangandi hefði
hún brugðist skjólstæðingum
sínum. Þeirra vegna hafði hún
orðið að viðurkenna sig sigr-
aða og ráðleggj a þeim að leita
til lögmanna sem kunnu með
peninga að fara.
Hún hefði sennilega getað
haldið áfram í nokkra mánuði
og talið skjólstæðingunum trú
um að allt væri í stakasta lagi;
starfstryggingin hefði bætt
þeim fjárhagslegan skaða.
Aftur á móti hefði það tafið
þá að þurfa að byrja málaferl-
in upp á nýtt með nýjum lög-
manni og tími kostar peninga.
Hún hafði ekki getað hugsað
sér að taka þá áhættu fyrir
hönd skjólstæðinga sinn. Bev-
an hafði ómögulega getað
skilið það. Hann tók fjárhags-
lega áhættu á hverjum degi
með upphæðir sem skiptu
milljónum. Um það snerist
tilvera hans og starfið var til-
valið fyrir spennufíkil eins og
hann.
Ég er einfaldlega ekki
þannig gerð, hugsaði hún. Ég
er of varkár að eðlisfari.
„Ég er hræddur um að þú
missir af matartímanum,"
sagði Daniel.
„Það skiptir ekki máli.“
Charlotte gerði sér grein fyr-
ir því hversu kuldalega hún
hljómaði. Hún stóð fyrir
framan skrifborðið hans og
þrýsti að sér skjalamöppunni
eins og hún vildi verja sig með
henni. Verja sig gegn hverju?
Hún stífnaði upp þegar hún
kom auga á möppu á skrif-
borðinu sem merkt var narfni
Patriciu Winters.
Daniel hallaði sér fram á
borðið og faldi möppuna með
handleggnum þegar hann sá
Charlotte virða hana fyrir sér.
Hún fylltist gremju. Var virki-
lega nauðsynlegt að sýna svo
augljóslega hversu illa hann
treysti henni?
„Hvernig gengur lestur-
inn?“ spurði hann.
„Ég er hálfnuð með bunk-
ann,“ svaraði hún þurrlega.
Hann lyfti brúnum. „Þú
hlýtur að lesa mjög hratt.“
Charlotte roðnaði af reiði.
Hvað var hann að gefa í skyn?
Að hún rétt renndi augunum
kæruleysislega yfir lesefnið?
Hún var viss um að hann
hefði ekki hrósað henni fyrir
nákvæmni ef hún hefði sagst
vera búin að kynna sér eitt
eða tvö málanna. Að öllum
líkindum hefði hann sagt að
hún læsi allt of hægt.
Nei, það gat svo sem vel
verið að hann sýndi öðrum
vinsemd og hlýju, en það var
greinilegt að hann kunni alls
ekki að meta hana.
Hvers vegna ætti hann svo
sem að gera það? spurði hún
sjálfa sig þegar hún var kom-
in inn á skrifstofuna sína.
Staðreyndin var sú að hann
hafði greinilega ekki kært sig
um að fá hana í vinnu; hann
leit á hana sem byrði. Það var
ekki ólíklegt að hann blótaði
sér í huganum, í hvert sinn
sem hann sæi hana, fyrir að
hafa samþykkt ráðningu
hennar.
Ef til vill myndi hún hugsa
nákvæmlega eins í hans spor-
um. Starfskraftur eins og hún,
sem ekki var treystandi fyrir
starfinu og varð að vera und-
ir stöðugu eftirliti, var varla
eftirsóknarverður. Tárin
44
Vikan