Vikan


Vikan - 03.10.2000, Blaðsíða 51

Vikan - 03.10.2000, Blaðsíða 51
Hún hafði nú fengið meira en nóg af ættjörð sinni og hún sparaði hvar sem hún gat þar til henni hafði tekist að skrapa saman fyrir fargjald- inu til Liverpool. Hún var átján ára þegar hún kom til bresku hafnarborgarinnar. Hún fékk starf og gat komið sér þolanlega fyrir en sex árum síðar hitti hún Mario Pi- stolas og giftist honum. Hann var innflytjandi af grískum uppruna og fljótlega kom í ljós að hann var henni ekki einungis ótrúr heldur átti hann einnig til að berja hana þegar honum mislíkaði eitt- hvað. Hjónin eignuðust þrjú börn saman og Christina ótt- aðist að missa börnin ef hún færi svo hún þoldi misþyrm- ingar hans og kúgun í þrett- án ár. Styrktist við hverja raun Þótt undarlegt kunni að virðast var eins og Christina styrktist við hverja raun. Guðstrú hennar var sterk og hún segist sjálf aldrei hafa misst trúna. Arið 1971 varð hún fyrir undarlegri reynslu, hana dreymdi að hún væri stödd í heitu landi. Allt í kring var hitabeltisgróður og í fjarska sá hún rauðgullinn og svartan himinn. Hópur af ská- eygðum börnum hljóp í áttina til hennar og ein lítil stúlka teygði fram hendurnar í átt- ina til hennar. Christina reyndi að grípa um hendur hennar og verja hana falli og um leið sá hún skrifað með logandi stöfum yfir himininn Víetnam. Christina vissi ekki einu sinni hvar Víetnam var. Draumurinn hafði mikii áhrif á hana og hún sagði manni sínum frá honum. Hann gerði lítið úr því hversu merkilegur draumurinn væri og taldi hann enn eitt merki þess að kona hans væri að bil- ast á geði. Christina hafði gert nokkrar tilraunir til að fremj a sjálfsmorð og á næturna svaf hún órólega kvalin af martröðum. Hann lét svipta hana sjálfræði og leggja inn á I Sólskinsskólum CNCF samtakanna er börnum ekki aðeins séð fyrir húsaskjóli og mat heldur fá þau að skemmta sér í leik. Þetta er fótboltalið eins sólskinsskólanna eftir sigur í leik. geðsjúkrahús. Hann bað læknana um að framkvæma heilaskurðaðgerð á henni (lobotomy) en þeir gerðu það ekki. Hún var hins vegar sett í raflostmeðferð. Loks kom að því að Christina hitti geð- lækni sem hafði skilning á að- stæðum hennar. „Farðu frá manninum þínum og snúðu aldrei til baka,“ sagði hann og hún fór að ráðleggingum hans. Hún flutti til Surrey þar sem hún kynntist Simoni Noble sem hún síðar giftist. Hann reyndist henni hinn besti í alla staði og hjálpaði henni að fá forræði yfir börn- unum sínum. Hjónabandið entist í áratug og allan þann tíma var hún í meðferð hjá sálfræðingi til að gera upp for- tíð sína. „Ég vissi að það voru forlög mín að fara til Víetnam,“ seg- ir Christina í ævisögu sinni Bridge Across My Sorrows (Brú yfir sorgir mínar). Eftir að hjónabandi hennar og Nobles lauk og börnin voru farin að sjá um sig sjálf hóf hún að safna fyrir ferðinni út. Hún kom til Ho Chi Minh borgar árið 1989. Kjör hinna fjölmörgu götubarna sem drógu fram lífið í borginni gengu henni að hjarta. Hún tók tvær litlar stúlkur sem hún hitti fyrir utan hótel sitt með sér upp á herbergi, baðaði þær og gaf þeim ný föt. Dag- inn eftir beið hennar heill hópur sem hún fór með í sund í hótelsundlauginni. Þarf aðeins eina mann- eskju til Christina vildi gera meira og velti fyrir sér hvernig hún ætti að fara að því. í nágrenni hótelsins rakst hún á kulda- legt munaðarleysingjahæli sem allt var í niðurníðslu. I garði hælisins var ónotað hús og Christina vissi strax að það vildi hún fá undir starfsemi sína. Hún hóf þá strax að skrifa bréf til allra stærstu fyr- irtækja sem hún þekkti með beiðnum um hjálp. Flestum bréfunum var ekki svarað en loks fékk hún 10.000 $ styrk frá Enterprise Oil og Christ- ina Noble’s Children’s Foundation var orðin stað- reynd. Hún opnaði skrifstofu í Englandi og hóf að safna fé. Henni tókst að ná saman 200.000 $ og fyrir þá peninga opnaði hún heilsugæslustöð sem veitti ókeypis þjónustu í Víetnam. Innan mánaðar hafði hún tekið á móli yfir þúsund börnum veitt þeim læknishjálp og bólusett þau. Sólskinsskóli Christinu Noble opnaði skömmu síðar og áður en dagurinn var lið- inn voru ekki bara kennslu- stofurnar fullar af börnum heldur garðurinn allt í kring- um húsið líka. Starfsemi Christinu í Vietnam er þegar orðin rótgróin en nýlega hóf hún svipaða starfsemi í Mon- golíu. Þegar Sovétríkin liðuð- ust í sundur urðu mörg lýð- veldin illa úti, efnahagur landanna hrundi og í fæstum þeirra var nokkurt virkt fé- lagslegt kerfi eða heilbrigð- isþjónusta í háum gæðaflokki. Starf Christinu í Mongolíu er rétt að hefjast en samt sem áður hefur hún náð ótrúleg- um árangri á skömmum tíma. A ellefu árum hefur Christina Noble hjálpað þúsundum götubarna til að öðlast betra líf og þótt þau séu vissulega til sem leita út á göturnar aftur telur Christina það aukaatriði þegar starf hennar er metið. Hún segir: „Æskan er lítils metin nú á dögum. Fjöl- skyldulíf, samstaða í samfé- laginu og samskipti eru alltaf að minnka og nánast að verða að engu. Börn horfa á sjón- varp eða leika sér á Internet- inu nánast allan daginn. Það sem þau þarfnast er hins veg- ar einhver sem hlustar, örvar ímyndunarafl þeirra, burstar á þeim hárið, horfir á leiki þeirra og tekur eftir því að þau eru að vaxa og dafna dag frá degi. Þegar ég var að byrja starf mitt sagði fólk gjarnan; þú ert aðeins ein manneskja og ein manneskja fær aldrei miklu áorkað. En þegar ég var barn þarfnaðist ég aðeins einnar manneskju. Einnar manneskju sem hlustaði á mig og elskaði mig. Ég er einhvers konar samnefnari fyrir öll yf- irgefnu börnin sem ég hitti og ég mun aldrei geta sætt mig við að það sem kom fyrir mig komi fyrir önnur börn án þess að reyna að koma í veg fyrir það.“ Heimilisfang samtaka Christinu Noble: Marlies Korl/.-Singh Chrislina Nohle Childrcn's Foundalion 1671 Tilden Road Mohrsville, PA 19541 Vefsíður eru cncl'- internalional@encf.org www.encf.org.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.