Vikan


Vikan - 03.10.2000, Blaðsíða 38

Vikan - 03.10.2000, Blaðsíða 38
Texti og myndir: Sigríður Víðis Jónsdóttir Síödegissólin sendi geisla sína yfir appelsínugulan trukkinn þar sem hann kleif sífellt hærra eftir torförnum vegarslóöa. Hann hristist og skókst enda þurr moldarvegurinn eins og þvottabretti. Ferðinni var heitiö í eina af perlum Afrikuríkisins Malawi; þjóðgaröinn Nyika Plateau. Á aöra hönd voru tignarleg fjöll, hinum megin víöáttumiklir akrar. Brosandi fólk horföi eftirvæntingarfullt á bílinn keyra hjá og veifaöi. Ég lyfti hendi á móti og naut feröarinnar þrátt fyrir hristinginn enda leiðin afskaplega falleg. Þaö átti eftir aö taka okkur fjóra tima aö keyra sextiu kílómetra. Strákofunum fækkaði eft- ir því sem við komurn ofar og sífellt varð kald- ara. Við tóku grasigrón- ar sléttur og við horfðum agn- dofa á blóðrautt sólarlagið. Stuttu seinna stoppuðum við og settum upp búðir. Eftir að hafa borðað hrísgrjónarétt eldaðan á gasi kveiktum við varðeld. Við drukkum heitt kakó og yljuðum okkur við eldinn. Ut úr myrkrinu stigu nokkrir innfæddir drengir. Okkur varð starsýnt á klæðaburð þeirra og tókum ósjálfrátt stór- an sopa af heitu kakóinu því þeir voru berleggjaðir og í stutterma- bolum. Við buðum þeim að setj- ast í hlýjuna hjá okkur og heilsuðum á ensku. „Hello“ (halló) sögðum við en þeir svör- uðu að bragði „I'm fine“ (ég hef það gott). Við spurðum hver tengsl þeirra væru, hvort þeir væru bræður eða bara vinir. Eft- irnokkurthikkomsvarið;já. Eg einfaldaði spurninguna, benti á tvo þeirra og spurði hvort þeir værubræður. Annar svaraði ját- andi, hinn neitandi. Við komumst aldrei að sannleikan- um en ég var forvitnari að vita hvort þeim væri ekki kalt svona léttklæddum. Ég lagði ekki í frekari samræður en leit þess í stað á handleggina á þeim. Hvernig sem ég hvessti augun greindi ég enga gæsahúð. Kannski voru þeir bara svona svartir að ég sá hana ekki. Kóngar í ríki sínu Næsta dag borðuðum við morgunmat klukkan sex og ókum síðan inn í sjálfan þjóð- garðinn. Veðrið var yndislegt. Við hækkuðum okkur um þús- und metra og horfðum agndofa á það sem fyrir augu bar. I fjarska sáust fjallgarðar en nær voru hól- ar og hæðir sem ýmist voru grasigrónar eða þaktar trjám. Sólin skein í gegnum laufin og græni liturinn var svo sterkur að ég hafði aldrei séð annað eins. Þegar upp var komið tjölduðum við og borðuðum hádegismat. Á gresjunum sáum við margar teg- undir af antilópum vappa um. Okkur leið eins og kóngum í ríki okkar þar sem við sátum og horfðum yfir víðáttuna. Um kvöldið stóð okkur til boða að fara í ökuferð á jeppa með kastljósi á toppnum. Fyrir fimmtán bandaríska dollara á mann keyrir þjóðgarðsvörðurinn um garðinn og leitar uppi spenn- andi dýr. Hlébarði, blettatígur og fleiri stór dýr eru best séð á næt- urnar þar sem þau halda kyrru fyrir á daginn. Þegar ljósið frá bílnum lýsir í augu dýranna snar- stoppa þau og standa grafkyrr. Kvöldleiðangur sem þessi er því gott tækifæri til að virða dýrin fyrir sér. Við höfðum ekki enn séð hlébarða og ákváðum því að slá til. Allir f hópnum utan einn- ar konu gerðu það sömuleiðis. Hún sagðist varla tíma að borga fimmtán dollara fyrir dýr sem hún hefði oft séð áður og rölti af stað upp á tjaldstæði. Við létum okkur dreyma um alla hlébarð- ana sem við myndum sjá meðan við biðum eftir bílstjóranum. Metsölumyndir Eftir um klukkutíma urðum við vör við umgang. Þar var þá konan komin aftur og var nokk- uð niðri fyrir. Við spurðum hana hvort eitthvað hefði gerst og hún svaraði að hún hefði mætt hlé- barða. Augu okkar stækkuðu urn helming og hakan seig niður á bringu. Við byrjuðum að tafsa. Haaaaa... hvaðsegirðu...bíddu nú við ...haaa ... m... mætt.... hlébarða?????!!! Síðan áttuðum við okkur, hristum hausinn og hlógum. Við brostum í kampinn og sögðum borginmannleg að hún þyrfti ekki að vera svona öf- undsjúk þótt við værum á leið í ökuferðina en ekki hún. En nú kom öll sólarsagan. Konan var síður en svo afbrýð- isöm enda engin ástæða til. Hlé- barðasagan var enginn uppspuni! Hún hafði gengið af stað í átt að tjaldstæðinu en villst og farið of langt. Skyndilega hafði stórt pardusdýr skriðið undan trjá- þyrpingu og lallað yfir veginn. Það yrti ekki á hana þrátt fyrir þriggja metra fjarlægð en gekk sallarólegt sína leið. Við sátum hljóð eftir þessa sögu. Mann- eskjan sem tímdi ekki að borga fimmtán dollara fyrir að sjá hlé- Sundurtættur vatnsbrúsi eftir árás hýenanna! 38 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.