Vikan - 03.10.2000, Blaðsíða 45
Þórunn Stefánsdóttirþýddi
brunnu í augum hennar þeg-
ar hún settist niður við skrif-
borðið. Hún þurrkaði þau
reiðilega í burtu.
Daniel hafði sagt að þau
legðu af stað eftir hálftíma.
Hún tók upp stóru hliðar-
töskuna sem hún notaði sem
skjalatösku og stakk í hana
blokk og penna. Hún hafði
ekki hugmynd um hvers
vegna hann vildi að hún færi
með honum. Sennilega vegna
þess að hann treysti henni
ekki að vera einni, hugsaði
hún biturlega. Hún gæti tek-
ið upp á því að svara í símann
og ræða við einhvern skjól-
stæðinginn...
„Ertu tilbúin?" Charlotte
hrökk upp úr hugsunum sín-
um við rödd Daniels. Hún
hafði verið svo niðursokkinn
í lesturinn að hún heyrði hann
ekki koma inn. Það fór í taug-
arnar á henni hvað hann stóð
þétt upp við hana. Hún ætlaði
að standa upp úr stólnum á
tígulegan og virðulegan hátt,
en í þess stað tókst henni að
ýta einni möppunni fram af
borðbrúninni og missa jakk-
ann sinn á gólfið.
Hún stífnaði upp þegar
Daniel var á undan henni að
taka upp jakkann og hún varð
að láta sig hafa það að leyfa
honum að hjálpa sér í hann.
Sólin skein inn um skrifstofu-
gluggann og beindi geislum
sínum í gegnum silkiskyrtuna
hennar. Undir skyrtunni var
hún í næfurþunnum brjósta-
haldara. Hún leit niður og
gerði sér allt í einu grein fyr-
ir því hversu lítið þessi búnað-
ur gerði til þess að hylja dökk-
ar geirvörturnar.
Það var víðsfjarri henni að
ögra karlmönnum með
kynæsandi klæðnaði. Nú varð
henni ljóst að séð með augum
Daniels gæti brjóstahaldarinn
og blússan virkað sem ein-
hvers konar áskorun, úthugs-
að bragð til þess að draga at-
hyglina að líkama hennar.
Hún flýtti sér í jakkann og
tautaði óstyrkri röddu:
„Þakka þér fyrir.“
„Ekkert að þakka,“ sagði
hann og þegar hún sneri sér
við sá hún að hann virti hana
fyrir sér, alvarlegur og hugs-
andi.
Skyldi hann hafa tekið eft-
ir því hvernig geirvörturnar
þrútnuðu við snertingu hans?
Sjálf hafði hún gert sér óþægi-
lega grein fyrir því. Hún bað
til Guðs að svo hefði ekki ver-
ið. Henni fannst ekki bara
auðmýkjandi hvernig líkami
hennar hafði brugðist við,
heldur líka gjörsamlega
óskiljanlegt. Hún hafði aldrei
átt í vandræðum með að um-
gangast karlmennina sem
hún vann með. Hún hafði
aldrei verið ein af þeim kon-
um sem höguðu sér eins og
bjánar innan um aðlaðandi
karlmenn.
Daniel var aðlaðandi, jafn-
vel hún varð að viðurkenna
það. Þessi blanda karl-
mennsku og hlýju var mjög
heillandi.
Það var ekki erfitt að skilja
það að Patricia Winter áliti
hann verðugan arftaka eigin-
mannsins. Skyldu þau ætla að
gifta sig? Þau yrðu óneitan-
lega glæsilegt par.
Hún minnti sjálfa sig á að
einkalíf hans kæmi henni ekki
við. Hún tók upp töskuna
sína, fegin því að hárið huldi
andlit hennar og hann sæi
ekki framan í hana. Hún
skammaðist sín fyrir hugsan-
ir sínar.
„Bíllinn minn er beint fyr-
ir utan,“ sagði Daniel þegar
þau gengu gegnum móttöku-
herbergið.
Bíllinn var gamall, stífbón-
aður Jagúar.
„Lydia átti þennan bíl,“
sagði hann og opnaði dyrnar.
„Hún arfleiddi mig að hon-
um. Eg nota hann ekki oft en
John og Lydia voru góðir vin-
ir og hann getur séð bílinn út
um gluggann.“
Charlotte sagði ekkert.
Bíllinn var með leðursæt-
um, leðrið var máð og sprung-
ið. Charlotte hallaði sér aft-
ur í sætinu og fann reiðina og
gremjuna sem hafði fyllt huga
hennar undanfarna daga
víkja fyrir vonleysi. Henni
fannst hún útilokuð frá töfra-
heimi, áhorfandi að veislu
sem henni yrði aldrei boðið
í. Daniel hafði svo mikið að
gefa, öllum þótti vænt um
hann. Hvers vegna hafði hann
ekkert að gefa henni?
Hún rétti úr sér og minnti
sig á að hún kærði sig ekkert
um vináttu hans og þyrfti svo
sannarlega ekki á henni að
halda.
Daniel var góður bílstjóri.
Charlotte rifjaði upp orð vin-
konu sinnar í London sem
hafði eitt sinn sagt að góður
Vikan
45