Vikan


Vikan - 31.10.2000, Blaðsíða 63

Vikan - 31.10.2000, Blaðsíða 63
Mamman Spá Vikunnar C^æL> Hrúturinn 21. mars - 20. apríl Hrúturinn er í fínu formi núna og dregur að sér athygli. Það er margt að breytast þessa dagana og þú gætir komið sjálfum/sjálfri þér á óvart með ýmsum tilsvörum og viðbrögðum. Nautið 21. apríl - 21. maí Annað hvort mun einhver reita þig til reiði eða hneyksla þig rækilega á næstunni. Þú átt stundum erfitt með að svara fyrir þig þegar á þig er ráðist óvænt og þú skalt ekki láta draga þig út í illdeilur. Tuíburinn 22. maí - 21. júní Lífið hefur verið svona heldur leiðinlegt und- anfarið og þér er farið að finnast lífsgæðun- um misskipt. Hresstu þig við, þessi mánuður verður mun betri en sá síðasti og einhver mun gleðja þig verulega í þessari viku. Krabbinn 22. júní - 23. júlí Þér finnst erfitt að láta hlutina ganga upp núna og allt er einhvern veginn í flækju. Þetta er samt ekkert alvarlegt og þú ættir bara að láta hlutina koma af sjálfu sér og vera ekki með óþarfa áhyggjur. Ljoníð 24. júlí - 23. ágúst Nú er farið að hægjast um og þú ferð að hafa tíma til að hugsa. Ef þú þarft að Ijúka einhverju verkefni fyrir jan.-febr. 2001 ættir þú að fara að huga að því núna því það mun þurfa lang- an aðdraganda. Vogin 24. september - 23. október Það er einhver skrýtinn fundur í aðsigi! Ann- að hvort hittir þú einhverja úr fortíð þinni eða þú kynnist einhverjum sem mun koma þér verulega á óvart. Vertu á varðbergi gagnvart ókunnugu fólki þessa viku. Sporðdrekinn 24. október - 22. nóvember Þú ert að verða svolítið forlagatrúar og dul- rænn í hugsun. Nýir heimar eru að opnast þér og þú ættir að leita svolítið inn á við því hugur þinn býr yfir meiri styrk en þú hefur átt að fagna lengi. Bogmaðurinn 23. nóvember - 21. desember Ekki stunda nein skyndiviðskipti í þessari viku því þau gætu dregið slæman dilk á eftir sér. Þú gætir lent í einhverjum misskilningi og þurft að út- skýra meira en þér finnst þægilegt. Steingeitin 22. desember - 20. janúar Sýndu vinum og sambýlisfólki sérstaka nær- gætni þessa viku því þú munt sjálf(ur) þurfa á stuðningi að halda og þá er betra að vera búinn að sýna gott fordæmi. Samstaða er það sem gildir þessa viku. t MC. Meyjan 24. ágúst - 23. september Þeir sem eru í föstu sambandi munu hafa mikinn styrk frá elskunni sinni þessa viku (og reyndar allan mánuðinn). Þeir sem hafa haft mikið að gera ættu ekki að snarhætta öliu ef þeir vilja taka sér hvíld. Það er afarsælla að „trappa sig niður“. Uatnsberinn 21. janúar - 19. febrúar Það hefur verið hálfgerður seinagangur á öllu undanfarið en nú fer að hitna í kolunum! Hlutirnir munu vinda fljótt upp á sig og þú mátt hafa þig alla(n) við því þetta er rétt að byrja. Fiskarnír 20. febrúar - 20. mars Það er eins og hafi brostið á hvirfilbylur og þú skilur ekkert í því hvað gerðist. Allt í einu þurfa allir að tala við þig eða leita ráða hjá þér og þú hef- ur hvergi frið. Taktu ekki að þér fleiri verkefni en þú ræður við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.