Vikan


Vikan - 31.10.2000, Blaðsíða 11

Vikan - 31.10.2000, Blaðsíða 11
Lilja og Lenka eru báðar al- þjóðlegir meistarar kvenna í skák. Pabbi kenndi bróður mín- um mann- ganginn og ég lærði hann ein- faldlega með því að fylgjast með þeim.“ Erskák bara fyr- irgáfufólk? Stöllurnar hlæja og Lilja svarar að bragði ,,Já! Alveg hiklaust!" En svo neita þær báðar staðfast- lega. „Auðvitað ekki,“ segir Lenka, ,,skák er fyrir alla, unga sem aldna, konur og karla og gáfur skipta ekki öllu máli. Það geta allir teflt en auðvitað ligg- ur skákin misvel fyrir fólki eins og annað." Lilja er sammála Lenku ogsegirað allirgeti lært að tefla. ,,Skák er frábær hug- arleikfimi og það er mjög gott fyrir börn og unglinga að tefla. Taflmennska sameinar og þjálf- ar sköpunargáfu, rökhugsun og einbeitingu á einstakan hátt. Allt nýtist þaðfólki seinna meir hvort sem er í leik eða starfi. Það má því segja að skák kenni okkuröllum að virkja gáfurokk- ar betur, hverjar svo sem þær eru,“ segir Lilja. Þarf að efla kuennastarfíð En hvers vegna hefur ekki verið send íslensk kvennasveit á Ólympíumót í 16 ár? ,,Það er auðvitað skammar- legt að svo langt sé liðið síðan að sent var landslið kvenna í skák“ segir Lilja ákveðin. ,,Við konur viðurkennum fúslega að karlasveitin er miklu sterkari en okkar og róðurinn verður þung- ur hjá okkur í Istanbúl. En róð- urinn verður ekki síst þungur vegna þess að í heil 16 ár hef- ur verið vanræksla á því að byggja upp markvisst og öflugt kvennaskákstarf hérlendis. Fjölmörg Afríkuríki senda kvennasveitir á hvert einasta Ólympíumót þrátt fyrir að vera bæði fátækari en við og lakari að styrkleika. Fjölmargar þjóð- ir hafa með markvissu starfi og hvatningu tekið gífurlegum framförum I kvennaflokki síð- astliðinn áratug en við fslend- ingar höfum setið eftir á þessu sviði. Sem beturfererþóákveð- in vakning í þessum málum hjá okkur núna ogýmsir að reyna að leggja sitt að mörkum í kvenna- starfinu." Lenka tekur undir þessi við- horf Lilju. ,,Það eru ekki mörg ár síðan tékkneska kvenna- landsliðið var frekar lélegt á al- þjóðlegum vettvangi. Þá kom til sögunnar núverandi landsliðs- þjálfari Tékka, Marek Vokac, sem hefur náð mjög góðum ár- angri með liðið, enda lagt áherslu á að við ,,stúderuðum“ skák og legðum harðar að okk- ur við æfingar," segir Lenka, en tékkneska líðiðgerir sér von- ir um ágætan árangur í Istan- búl. ,,En það sem mest er um vert,“ heldur Lenka áfram, ,,er að hann hefur trú á okkur, sýn- ir okkur áhuga og hvatningu og tékkneska skákhreyfingin er byrjuð að koma fram við okkur konurnar af meiri virðingu en áður. Þetta skiptir gífurlega miklu máli því að sálfræðilega getur verið mjög erfitt fyrir kon- uraðbrjótast áfram íkarlaheimi skáklistarinnar.“ ,,Já, einmitt!“ bætir Lilja við og geislar af sannfæringu. Margir áhrifavaldar En hvað er svona heillandi við skákina? ,,Það er nú svo margt og það er dálítið erfitt að útskýra það,“ segir Lenka íhugul. ,,Skák er bæði list og íþrótt og sameinar svo marga heillandi þætti mannsandans. Hún reyn- ir bæði á hugmyndaflug og rök- hugsun en er um leið kappleik- ur þar sem markmiðið er að skilja og hugsa dýpra en and- stæðingurinn. Auk þess er þetta skemmtilegt út frá félagslegu sjónarmiði. Skákmenn eru allir ein fjölskylda hvaðan sem þeir koma og ég hef eignast marga góða vini í gegnum skákina." Lilja tekur undir orð Lenku og leggur áherslu á sköpunargáf- una í skák: ,,Góður skákmaður er alltaf að skapa eitthvað nýtt, í hverri einustu skák, því að möguleikarnir við taflborðið eru óendanlegir. Stundum mætti líkja þessu við að skapa tónverk. Það er ekki af tilviljun sem skákmenn tala til dæmis um stef og hljóma í skákstöðum sem upp koma á taflborðinu. Rétt eins og tónlist getur skák verið bæði snilldarleg og ákaf- lega falleg og það er einmitt vegna þess hversu skákin er stórbrotin og göfug að við meg- um ekki láta undir höfuð leggj- ast að hvetja íslenskar stúlkur til að tefla. Þær eiga skilið að fá að kynnast henni á eins djúp- an hátt og mögulegt er.“ En hvaða skákmenn hafa haft mest áhrif á þær?,,Helgi Áss!“ svarar Lenka að bragði, bros- andi út að eyrum, ,,og það á marga vegu," segir hún og lít- ur blíðum augum á dóttur sína. ,,Helgi er mjög hæfileikaríkur skákmaður og hreinskiptinn hugsjónamaður eins og systir hans. Hann hefur kennt mér margt núna í seinni tíð, bæði í skáklistinni og öðru.“ Engir pjálfarar Lenka segir einnig að þjálf- arar sínir og allt það fólk sem hafi kennt henni á skákferlin- um hafi haft sterk áhrif á sig lendingar vera aftarlega á mer- inni hvað markvissa stefnumót- un í skákþjálfun hæfileikafólks varðar. „Þaðert.d. hneyksli að mínu mati að þegar litli bróðir minn varð heimsmeistari í hópi 20 ára og yngri, aðeins 17 ára gam- all, sem var stórkostlegt afrek og vakti athygli um gjörvallan skákheiminn, þá var nákvæm- lega ekkert gert til aðtaka hann í þjálfun og veita honum að- hald. f stað þess að fá þjálfun frá sér eldri og reyndari mönn- um, var hann settur í að kenna sjálf ur og ótæpi legar kröf ur voru gerðartil hans, rétteinsoghann væri orðinn fullmótaður skák- maður en ekki bara óstálpaður unglingur sem var rétt að byrja að taka út sinn skákþroska. Ég held að hann hafi aldrei á æv- inni fengið einkakennslu í skák en það hefur Lenka konan hans fengið í fleiri ár í Tékklandi," segir Guðfríður Lilja og er óhrædd við að tala umbúðalaust um málin. ,,Það er mjög dapurlegt að sem skákkonu. „Égvildi óska þess að ég gæti nefnt einhverja þjálfara sem hafa haft áhrif á mig en ég hef hins vegar aldrei haft neina," segir Lilja og bæt- ir við að það sé dálítið merkilegt að á meðan Tékkland og mörg önnur lönd þjálfi stráka og stelpur mjög skipulega langt fram eftir aldri, þá virðast ís- Lilja og Lenka gætu mætst við taflborðið í ístanbúl en hvernig sem fer þá eru ákveðnar í að snúa vörn í sókn í kvennaskákinni. Helgi Áss sé nú að hætta að tefla svo ungur að árumog hæfileikaríkur hann er. Vikan 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.