Vikan


Vikan - 31.10.2000, Blaðsíða 54

Vikan - 31.10.2000, Blaðsíða 54
uppreisnargjarni hölundur A hverfanda Margaret Mitchell var að- eins sex ára þegar hún varð fyrir reynslu sem setti mark sitt á hana fyrir allt lífið. Hún var þrjóskur krakki og vildi ekki fara í skóla. Móðir hennar, Maybelle, hafði margoft þurft að standa í þrætum við hana út af þessu og hefur sennilega verið orðin þreytt því þenn- an dag ók hún hestvagni þeirra út á Jonesboro-veg- inn. Á leiðinni sáu þær bú- garða eftir búgarða, og bændabýli eftir bændabýli sem stóðu auð og gapandi með sótsvarta veggi eftir logandi kyndla norð- anmanna í þræla- stríðinu. Meðan þær horfðu á eyðilegging- una minnti Maybelle dóttur sína á að sú hefði verið tíðin ekki fyrir alls löngu að þarna hefðu verið blómleg býli og bústaðir ríkra plantekrueigenda. Þetta fólk hefði mátt horfa á veröld sína hrynja til grunna og líf þess eyðilagt. „Hún sagði mér að mín veröld myndi einhvern tíma springa í loft upp án þess að ég fengi nokkuð að gert og ef ég hefði ekkert vopn til að grípa til þegar þannig stæði á ætti ég allt mitt undir guðs náð,“ sagði Margaret vinkonu sinni síð- ar. Þetta dugði til að glæða áhuga litlu stúlkunnar á menntun en Scarlett O’Hara lærir svipaða lífslexíu í bók- inni á Hverfanda hveli þeg- ar hún flýr frá brennandi Atl- antaborg eftir Jonesboro- veginum. M argaret Mitchell fæddist fyrir nærri hundrað árum hinn 8. nóvember árið 1900. Hún bjó allt sitt líf í Atl- anta í Georgíu í fallegu húsi. Hún var í föðurætt kominn af fyrstu bómullarkaupmönnum Atlantaborgar en í móðurætt af dugmiklum, hugrökkum, írsk- um innflytjendum. Faðir henn- arvar lögfræðingurog naut um- talsverðrar velgengni. Móðir hennar varvel menntuð kona og ein af súffragett- unum (suffra- gettes voru þær sem börðust fyrir kosningarétti kvenna) í borginni. Maybelle leyfði Margaret að leika sér frjálslega um stræti og torg borg- arinnar með bróð- ur sínum, í strákafötum eins og hann, meðan hún var yngri. Margaret naut frelsisins hún naut Margaret Mitchell árið 1920. en þess líka að heimsækja ættingja í sveitinni og hlusta á eldra fólk- ið rifja upp reynslu sína úr borg- arastyrjöldinni. Hún hóf að skrifa strax þeg- ar hún var barn og móðir henn- ar hvatti hana til þess. í skóla var hún vinsæl meðal bekkjar- félaganna því hún var frjálsleg ogfyndin og sagði skemmtilega frá. Hún var hins vegar upp- reisnargjörn og stóð fast á skoð- unum sínum og það varðtil þess að sumar stúlknanna þoldu hana ekki. Maybelle hvatti dótt- ursínatil aðfara norðurtil Nýja- Englands haustið 1918 til að læra við hinn virta Smiths Col- lege. Henni gekk ekki vel. Norð- urríkjastúlkurnar voru betur undir námið búnar og Margar- etfannst hún standa þeim langt að baki. Hún skrifaði til bróður síns: „í 2500 stúlkna skóla eru margar mun gáfaðri og hæfileik- ríkari en ég. Ef ég get ekki ver- ið í fyrsta sæti vil ég frekar vera ekkert." Um svipað leyti fékk hún fréttir af því að Clifford Henry, kærasti hennarfrá sumr- inu áður, hefði fallið í heims- styrjöldinni. Maybelle veiktist heiftarlega í janúar 1919 og Margaret var kölluð heim. Móð- ir hennar dó og Margaret hætti námi til að sjá um heimilið fyr- ir föður sinn. Hún lauk því að- eins einu ári í háskóla. Næstu árin skemmti hún sér konunglega með piltum úr ná- grenninu. Hún var „debutante" eða nýliði ífélagslífi heldri borg- ara og fékk stöllur sínar til að gera uppreisn gegn því að fylgi- konurnar (matrons) fengju að ráða því hvaða góðgerðarstofn- anir nytu ágóðans af góðgerð- ardansleikjunum. Vegna þessa var henni ekki leyft að ganga í Junior League kvenna í Atlanta sem var stórt högg fyrir konu af hennar ættum og úr hennar stétt. Margaret tók það ekki nærri sér heldur dansaði apakkadans við ungan mann uppi á sviði á einu ballinu og kyssti hann rembingskoss í lok- in. Sagt var frá atvikinu I einu dagblaðanna og þar var kossinn kallaður lostafullur. Margaret, eða Peggy eins og hún var oftast kölluð, giftist ári seinna frægum bruggara, Berrien Kinnard Upshaw að nafni, og ekki varð hneykslun borgarbúa minni við það. Þau rifust heiftarlega strax í brúð- kaupsferðinni þegar Peggy komst að því að brúðguminn átti ekki fyrir ferðinni. Tæpum þremur mánuðum seinna flutti hann útaf heimili hennarogfyr- hve ir skilnaðarréttinum bar Peggy að hann hefði barið sig. Hún leitaði huggunar hjá vini Kinnard Upshaws, John Marsh, og hann sá fljótt að hún myndi hafa hæfileika til að skrifa. Hann var sjálfur blaðamaður og útvegaði henni vinnu við að skrifa greinar fyrir The Atlanta Journal. Henni var nokk sama þótt blaðamennska þætti ekki starf við hæfi ungrar yfirstétt- arstúlku í Atlanta og fljótlega var Peggy orðin innsti koppur í búri meðal drykkjuglaðra, upp- reisnargjarnra bóhema í rithöf- unda- og blaðamannastétt borg- arinnar. Hún tók mörg viðtöl við persónur sem þóttu vafasamar þar á meðal voru hnefaleika- kappar. Peggy giftist John þegar hún var tuttugu og fjögurra ára. Oft er John lýst af ævisöguriturum Margaret Mitchell sem hálf- gerðum leiðindapúka. Hann átti við mikla vanheilsu að stríða ogýmsirtöldu að hún hefði ein- göngu valið hann af því að hann var algjör andstæða Berrien Kinnard Upshaws. Marianne Walters skoðaði vandlega bréf- in sem fóru á milli hjónanna áður en hún skrifaði sína útgáfu af ævi rithöfundarins og komst að þeirri niðurstöðu að á milli þeirra hefði ríkt ástríðufull ást. Þau bjuggu í lítilli íbúð á jarð- hæð í glæsihýsi í Atlanta og kölluðu hana ruslahauginn „the Dump". Samband þeirra var einstaklega gott að því leyti líka að Peggy var rithöfundur en John góður ritstjóri. Hún hafði sköpunargáfu og innblástur en hann var agaður og vandvirkur. Hún hélt áfram að vinna við blaðamennsku eftir að þau giftu sig en fór að skrifa skáldsögu meðfram starfinu. Þegar hún sneri á sérökklann hvarf hún þó frá öllum störfum og lá fyrir 54 Vikan Texti: Steingerður Ste i narsdó11 i r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.