Vikan - 31.10.2000, Blaðsíða 14
texti. Gunnhildur Lily Magnúsdóttir
Keramik
fyrir alla
í vinalegu bakhúsi við Laugaveginn situr fólk
og málar á keramik, diska, bolla, platta og ým-
islegt annað sem það ætlar að skreyta heimili
sín með eða gefa í jólagjöf. Hér eru ekki lærðir
listamenn á ferð heldur fólk af götunni sem
hefur fundið farveg fyrir sköpunarþörf sína í
galleríinu Keramik fyrir alla að Laugarvegi 48b.
igandi gallerísins er Guð-
rún Kristín Sigurðardótt-
ir textílhönnuður. Þegar
viðtalið er tekið hefur
galleríið aðeins verið opið í um
viku og hafa viðtökur verið góðar.
„Fólk er forvitið og kemur og
skoðar það sem aðrir hafa gert
og spáir í hvað það geti sjálft
gert. Flestir koma hingað til að
gera eitthvað fyrir sjálfa sig til að
skreyta heimili sitt með en sum-
ir eru farnir að huga að jólagjöf-
unum og hafa jafnvel nefnt að
þeirætli aðgera allar jólagjafirn-
ar hér," segir Guðrún Kristín.
Galleríið er það eina sinnar
tegundar hérlendis enda um
nokkuð sérstakt fyrirbæri að
ræða. Hlutirnir eru ódýrir og
hægt er að fletta uppi bókum í
leit að fallegum mynstrum til að
mála eftir eða fá leiðsögn hjá
Guðrúnu Kristínu.
í vor kynnti Guðrún Kristín
sér rekstur svona staða og sótti
námskeið í keramikmálun á
vinnustofu í Bretlandi.
„Það var bæði fróðlegt og
skemmtilegt og ég mun bjóða
upp á námskeið eftir áramót þar
sem farið verður dýpra í mörg
afbrigði keramikmálunar en
hægt er með þeim sem koma
tilfallandi. Keramiknámskeiðin
verða byggð upp með frjálsum
mætingum, svona svipað og
fólk stundar líkamsrækt. Ég
ætla samt að taka forskot á
námskeiðasæluna fyrir jól og
hafa jólakvöld þar sem verður
hægt að undirbúa jólin með
sérlega áhrifaríkum aðferðum.
Þau námskeið byrja fljótlega
enda fyrirspurnir farnar að
berast."
„Fyrirmyndin er amerísk en
svona gallerí eru afar vinsæl í
Bandaríkjunum ogeru t.d. stað-
sett í mörgum verslunarmið-
stöðum þarsem fólkgetur kom-
ið inn, sest niður og skapað. Ég
hef auk þess rekist á svona gall-
erí í Bretlandi, Þýskalandi og
Noregi," segir Guðrún Kristín.
En er hinn íslenski meðaljón
ekkert feiminn við að stökkva
inn af götunni og setjast niður
við að skreyta og mála?
„Jú, það vill brenna við að
fólk sé dálítið feimið og afsaki
sig með því að það kunni nú
ekkert að mála og geti það ör-
ugglega ekki. Sumir koma hing-
að til að fylgjast með öðrum
áður en þeir hafa sig í það sjálf-
ir að gera eitthvað. Ég sýni fólki
gjarnan fallega hluti sem aðrir,
sem hafa sagst ekkert kunna,
hafa gert. Þá sér fólk fljótt að
þaðgeta allir búið eitthvað tiI,“
segir Guðrún Kristín.
„Það hafa nefnilega allir ein-
hverja sköpunarþörf og þurfa að
fá útrás fyrir hana á einhvern
hátt,“ bætir hún svo við eftir
stutta umhugsun.
Textflhönnuður í New York
Guðrún Kristín segist hafa
teiknað og málað frá því að hún
var barn og slíkt hafi þótt sjálf-
sagt í fjölskyldunni sem sé mjög
listhneigð.
,, Það þótti ekkert tiltökumál
að fá útrás fyrir sköpunarþörf-
ina á einhvern hátt. Faðir minn
hafði t.d. mikinn áhuga á skúlp-
túr og sinnti honum í frístund-
um og bróðir minn hefur hann-
að bfla.“
Aðspurð um hvenær hún hafi
ákveðið að leggja listina fyrir sig
segir hún:
„Ég var nú komin á miðjan
þrítugsaldur þegar ég ákvað að
fara út á þessa braut því ég tók
mér frí frá námi í fimm ár eftir
stúdentspróf áður en ég byrj-
aði í Kennaraháskólanum. Það-
an lauk ég svo prófi sem handa-
vinnukennari ogstarfaði við það
í um eitt og hálft ár.
Ég fór svo til Philadelphiu í
Bandaríkjunum í fjögurra ára
nám í textílhönnun sem ég lauk
reyndar á þremur árum með
mikilli vinnu. Ég kunni ákaflega
vel við mig í Philadelphiu en
flutti þó að námi loknu til New
York þar sem ég starfaði sem
textílhönnuður í eitt ár.“
Hvernigvaraðvinna við hönn-
un í milljónaborginni New York?
„Ég kann mun betur við að
vinna við mína hönnun í Reykja-
vík en í New York. Mér fannst
„Það hafa allir
einhverja
sköpunarþörf
og þurfa að fá
útrás fyrir
hana á ein-
hvern hátt.“
stórborgarlífið í New York ekki
heillandi. Þar er mikið áreiti, al-
veg sama hvar þú ert og fólks-
mergðin gífurleg. Maður er
aldrei einn með sjálfum sér og
það er ægilegureri11 íborginni."
En hvað með Reykjavík?
Finnst þér hún vera stórborg
líka?
„Bæði og. Mér líður vel í
Reykjavík enda uppalin hér en
þetta hefðbundna stórborgarlíf
sem maður finnur fyrir í öðrum
borgum verður maður ekki var
við hér nema kannski milli
fimm og sjö á föstudögum þeg-
ar umferðin er sem mest. Hér
hafa allir pláss fyrir sjálfa sig.
En menningarlífiðhérergott og
í því tilliti má kannski segja að
Reykjavík sé stórborg."
fluga fyrir mynsfri
Að lokinni Bandaríkjadvölinni
starfaði Guðrún Kristín lengi
sem peysuhönnuður þar sem
hún hannaði alls kyns mynstur
og hélt námskeið því tengdu.
Hún vill ekki meina að það
stingi í augu þegar hún sér fólk
í peysum með Ijótu mynstri eða
illa hönnuðu mynstri á gangi
sínum um bæinn en viðurkenn-
ir þó að hún sé alltaf með aug-
un opin fyrir fallegri hönnun.
„Jú, auðvitað er maður alltaf
í leit að nýjum formum og
mynstrum. Ég er svo heppin að
þetta er bæði áhugamál mitt
og vinna og því er ég sífellt að
velta fyrir mér því sem fyrir augu
ber og hvernig væri hægt að út-
færa það á peysu, keramiki eða
annars staðar."
Auk hönnunarinnar segist
Guðrún Kristín eiga sér ýmis
önnur áhugamál. „Ég hef gam-
an af að mála með vatnslitum
og olíulitum. Svo stunda ég
fluguveiði á sumrin og hef mjög
gaman af garðrækt sem mér
finnst bæði gefa mér mikið,
vera góðfyrirsálina og lífga upp
á umhverfið."
En hvað vill Guðrún Kristín
segja að lokum við þá sem-lang-
artil aðsetjast niður ígalleríinu
hennar og mála eitthvað fallegt
en eru ekki vissir um að þeir
þori því?
„Mér finnst að fólk eigi fyrst
og fremst að líta á þetta sem
hönnun sem hefur notagildi því
sumireru svo hræddirviðað líta
á það sem þeir gera sem list.
Ef fólk kemur með þessu hug-
arfari tekur það sjálft sig ekki
jafn hátíðlega og ella og er
óhrætt við að prófa eitthvað nýtt
og gera mistök. Yfirleitt kemur
svo eitthvað mjög skemmtilegt
og fallegt út úr því sem fólk hef-
ur verið að gera hér og allir geta
verið ánægðir með sitt að lok-
um.“
14
Vikan