Vikan - 31.10.2000, Blaðsíða 61
Susan Keane á iðulega í vandræðum í einkalífinu og þvælist ástin sérstaklega fyrir henni. Þá getur verið gott að eiga
góða ömmu sem hefur upplifað sitt lítið af hverju og hefur ráð undir rifi hverju.
rooke Shields
sjónvarpsþáttum eins og The
Simpsons árið 1989 og í Fri-
ends árið 1994.
Hlutverkið sem kom Brooke
Shields aftur á kortið var hins
vegar hlutverk blaðakonunnar
Susan Keane í þáttunum Sudd-
enly Susan sem komu á skjá-
inn árið 1996. Þættirnir vöktu
heimsathygli á Brooke og þrátt
fyrir að þeir hafi ekki mokað inn
jafn miklum peningum ogtil var
ætlast ogframleiðslu þeirra hafi
verið hætt er Brooke á beinu
brautinni og nú streyma kvik-
myndatilboðin til hennar. Hún
lék meðal annars í rómantísku
gamanmyndinni The Bachelor í
fyrra og fyrr á þessu ári lék hún
í kvikmyndinni After Sex og
hlaut góða dóma fyrir.
SIOSÖM OG SAKLAUS
Þrátt fyrir að Brooke Shields
hafi verið kynþokkafull og falleg
frá unga aldri hefur hún alltaf
haft orð á sér fyrir að vera ákaf-
lega siðsöm. Hún krafðist þess
til dæmis þegar hún lék I Bláa
lóninu að sítt hár hennar væri
límt yfir brjóstin á henni svo
ekkert sæist og sýnir það vel að
þessi fjórtán ára táningsstúlka
hafði svo sannarlega bein í
nefninu. Húnvaróhræddviðað
segja hverjum sem er að hún
væri hrein mey á unglingsárun-
um ogersögð hafa haldið í mey-
dóminu fram á þrítugsaldurinn.
Húnlékoft ,, upp fyrir sig“
þegar hún var unglingur,
þ.e.a.s. persónur sem voru eldri
en hún sjálf en hélt samt alltaf
barnslegu sakleysi sínu. Frægt
er hvernig hún snéri sig snilld-
arlega út úr því þegar hún var
spurð að því í sjónvarpsviðtali
þegar hún var fimmtán ára göm-
ul hvað henni fyndist gott í
bólinu:
„Gott í bólinu? Það er til
dæmis þegar ég er veik heima
og sit uppi í rúmi og horfi á sjón-
varpið og mamma færir mér
súpu í rúmið. Það finnst mér
gott í bólinul", sagði Brooke þá
kotroskin.
Hún er kaþólsk fram í fing-
urgóma, ræktar trúna vel og
fékk hjónaband sitt og tennis-
leikarans Andre Agassi ógilt
þrátt fyrir að þau hefðu verið gift
í tvö ár, en þau skildu fyrir rúmu
ári, svo hún gæti gifstaftur inn-
an kaþólsku kirkjunnar.
Auk tennisleikarans fræga
hefur Brooke verið orðuð við
ýmsa fræga menn í gegnum tíð-
ina. Hún var meðal annars í
tygjum við söngvarann Michael
Bolton, leikarann Liam Neeson
ogJohn heitinn Kenndy yngri.
í dag er Brooke hamingju-
samlega trúlofuð handritshöf-
undinum og framleiðandanum
Chris Henchy. Sennilega er
Brooke rómantísk í sér og viss
um að sambandið muni endast
því hún lét húðflúra nafn
unnustans á ökklann á sér fyr-
ir stuttu. Einlæg kona sem trú-
ir á eilífa ást!