Vikan - 31.10.2000, Blaðsíða 18
Texti: Jóhanna H a r ð a r d ó 11 i r
Þegar minnst er á
heróínneytendur
detta fæstum í hug
hugguiegar, ungar
húsmæður í falleg-
um einbýlishúsum.
Þannig er það
samt í sumum til-
fellum og ríkar,
ungar konur eru
ekki síður fórnar-
lömb fíknarinnar
en aðrir...
eru vel klædd og þrifaleg. (
heimkeyrslunni stendurtveggja
ára gamall BMV, en fyrrverandi
eiginmaður hennar er sjómað-
ur og mokar inn peningum.
Isobel er ekki eina unga kon-
an í Frazerburg sem á við fíkni-
efnavanda að stríða og prest-
urinn og félagsráðgjafar í bæn-
um tengja fíkniefnaneysluna
ríkidæmi og lífsleiða. Frazer-
burg er dæmigerður bær þar
sem ungar konur eru stór hluti
fíkniefnaneytenda en þær eru
kallaðar heróínhúsmæðurnar.
Lítill bær með stórt
vandamál
Það er ekkert nýtt að sjómenn
í Frazerburg og eiginkonur
þeirra stundi hið Ijúfa líf því þeir
hafa haft fúlgur fjár til að eyða.
Áðurfyrrfóru peningarnir í dýra
bíla og vín, en síðasta áratuginn
lífi af heróínneyslu. Meira en
helmingur þeirra eru hátekju-
menn og eiginkonur vel stæðra
sjómanna.
Sandy er staddur í útjaðri
nýrrar byggðar með nýtískuleg-
um, dýrum húsum.
„Hér í Frazerburg stunda
menn ekki rán eða vændi til að
verða sér úti um dóp. Þeir vinna
fyrir því,“ segir Sandy. „Ef ég
kastaði steini af handahófi hér
upp í brekkuna í átt að einbýl-
ishúsahverfinu eru líkurnar 1 á
móti 3 að ég hitti hús eiturlyfja-
neytenda."
Sandy segir að í litlum bæ
sem þessum þekki menn lífsstíl
hver annars og bærinn skiptist
í tvo hópa, þá sem þekki eitur-
lyfjaneytendur eða séu í neyslu
sjálfir og svo hina sem gera það
ekki. Þessir hópar vita vel hvor
af öðrum en eiga engin sam-
skipti.
Isobel er tuttugu og sjö ára
gömul móðir í Frazerburg
sem er fiskveiðibær í
Skotlandi.
Hún á fallegt einbýlishús sem
er innréttað eftir nýjustu tísku
og ekkert til sparað. Isobel lít-
ur vel út þegar hún sést á göt-
um úti og börnin hennar þrjú
hefur sífellt stærri hluti þeirra
farið í eiturlyf.
Einn af þeim sem standa að
endurhæfingarstöð fyrir eitur-
lyfjasjúklinga í Frazerburg er
Sandy Wisely en á síðustu tveim
árum hefur hann tekið á móti
hvorki fleiri né færri en 19 sjúk-
lingum sem voru nær dauða en
Isobel og fíknin
Þegar börnin eru
komin í rúmiðdregur Is-
obel niður gardínurnar
í fallega húsinu sínu og
nær í heróínbaukinn
sinn. Hún sprautar sig
ekki frekar en hinar
heróínhúsmæðurnar því
þær vilja ekki láta sjá á
sér. Hún sýgur það upp
í gegnum strá líkt og
gert er með kókaín. Is-
obel notar heróín fyrir
u.þ.b. 125 pund á dag
eða um 15.000 krón-
ur. Sumar vinkvenna
hennar nota enn meira
en hún. Isobel skildi við mann
sinn fyrir tveimur árum eftir
fimm ára hjónaband. Hún hélt
húsinu og bílnum og fær góð-
an framfærslueyri með börnun-
um auk þess sem foreldrar
hennar, sem eru útgerðarmenn,
styðja við bakið á henni fjár-
hagslega. „Ég er að reyna að
hætta," segir hún. „Ég hætti í
tólf vikur á síðasta ári en þá
gafst ég upp. Wisely var mér
góður en það dugði bara ekki.
Ég er algerlega föst í þessu, ég
get ekki hætt. Heróínið er eina
ástin í lífi mínu, allt annað í
mínu lífi er einskis virði.“
Þetta mundi líklega mörgum
finnast undarlegur dómur yfir
öllum þeim lífsgæðum sem Is-
obel býr við. Enda er hún ekki
sjálfri sér samkvæm því hún
segist gjarna vilja losna við hús-
ið, bílinn og „allt draslið" gæti
hún bara losað sig við fíknina.
Hún segir að sig vanti einfald-
lega kjarktil að komast út úr því
mynstri sem hún er búin að
koma sér í.
Isobel er svolítið veikluleg
þótt það sé ekki beinlínis líkam-
legt. Þrátt fyrir að hún hafi ver-
ið á heróíni í tvö ár er hún vel
tilhöfð, með fallegt dökkt hár,
slétt andlit ogstæltan líkamaog
íklædd dýrum og glæsilegum
fötum. Hennar veikleiki erand-
legur.
Isobel var nítján ára þegar
hún varð ólétt að elsta barninu
en þá hætti hún í skóla og fór
aðtaka þátt í neyslukapphlaup-
inu. Hún hefur alltaf haft næga
peninga handa á milli. „Égbyrj-
aði ekki á þessu fyrr en eftir að
ég skildi," segir hún. „Mér
leiddist og égfóraðfara út með
kunningjunum sem áttu alltaf
nóg af kannabisefnum og
heróíni. Það tók mig ekki nema
þrjá daga að verða háð efninu.
Ég hef aldrei þurft að selja mig
eða stela fyrir skammti en pen-
ingarnir mínir munu ekki end-
ast að eilífu og ég veit að ég
myndi gera hvað sem er fyrir
heróínið. “
Vinahópurinn
Isobel lifir og hrærist í heimi
heróínsins og allir hennar bestu
vinir eru eiturlyfjaneytendur.
18
Vikan