Vikan


Vikan - 31.10.2000, Blaðsíða 55

Vikan - 31.10.2000, Blaðsíða 55
mánuðum saman. Svovirðistað bæði Peggy og John hafi verið hálfgerðir ímyndunarveikisjúk- lingar, í það minnsta gerðu þau mjög mikið úröllum veikindum, stórum og smáum. Peggy skrif- aði vinum og vandamönnum fjölmörg bréf um ævina og í þeim öllum kvartar hún undan einhverjum verkjum og skotum. Allan tímann meðan hún lá fyr- ir bar John heim til hennar ótal bækur á hverju kvöldi. Að lok- um tilkynnti hann henni að fleiri bækur væri ekki að finna á bókasafninu og hún yrði að gjöra svo vel ogskrifa sjálf. Hún tók hann á orðinu og byrjaði á bók sem byggð var á minning- um hennaraf frásögnum þeirra sem höfðu lifað þrælastríðið af. Ekki bar hún mikla virðingu fyrir þessu starfi sínu. Hún tróð köflunum í umslög jafnóðum og þeir höfðu verið skrifaðir og not- aði þautilaðjafnastól-og borð- fætur. Síðar sagði hún að það hefði aldrei verið ætlun sín að leyfa neinum öðrum en John að sjá bókina. Peggy lauk við bókina sína árið 1935 og hafði þá verið að vinna við hana með hléum í tíu ár. Fulltrúi Macmill- an útgáfufyrirtækisins, Latham að nafni, var staddur í Atlanta í leit að hæfileikaríkum rithöf- undum og hún samþykkti að leyfa honum að sjá bókina eft- ir að einn af rithöfundunum í vinahópi þeirra hjóna hafði gef- ið í skyn að Peggy væri ekkert skáld. Hún rétti manninum nítján skítug umslög sem hún dró sum undan sófanum þar sem einn fótinn vantaði. Útgefendurnir voru frá upp- hafi yfir sig hrifnir af bókinni og töldu sig vera með metsölu- bók í höndunum en þeir voru hræddir við hversu löng hún var. Kreppan var í fullum gangi og þeir töldu að enginn myndi kaupa svo stóra og dýra bók. Loks var h ú n þó gefi n út og bók- in, sem var 1037 síður, kost- aði þrjá dollara í bókabúðum en það var töluverð upphæð á kreppuárunum. Bókin seldist samt eins og heitar lummur. Lesendur biðu í röðum fyrir utan Margaret Mitchell við störf sín sem blaðamaður. þurfti umönnun og sjálf þjáð- ist hún af bakveiki. Hún gerði erfðaskrá árið 1948 og bað um að öll skjöl sín og handrit yrðu brennd að sér látinni. Mörg bréfa hennar og tuttugu slður af upphaflega handriti Á hverf- anda hveli eru þó til. Hún var alin upp í kaþólskri trú en sagði skilið viðtrúna á unglingsárum. Stephens bróðir hennar reyndi að fá hana til að leggja rækt við trúna að nýju en þótt henni þætti þaðfreistandi svaraði hún samt: „Ef þú gerir samning við djöfulinn er eins gott að þú standir við hann.“ Hinn 11. ágúst 1949 voru PeggyogJohn á leið heim úr kvikmyndahúsi þegar leigubílI kom fyrir horn fyrir aftan þau á mikilli ferð. Bíllinn rakst á Peggy og dró hana með sér fjóra og hálfan metra. Leigubílstjórinn var drukkinn. Hún lá í fimm daga meðvitundarlaus á sjúkrahúsi og þótt Truman forseti, Clark Gable og Vivien Leigh heim- sæktu hana öll komst hún aldrei til meðvitundar og lést 16. ágúst. bókabúðir eftir henni og prent- smiðjan hafði ekki við að prenta. Peggy varð fræg á einni nóttu og undir það var hún alls ekki búin. Yfirleitt sátu aðdáendur um kvikmyndastjörnur en rithöf- undar voru látnir í friði en sú varð ekki raunin með Margaret Mitchell. Henni leiddist athygl- in og þótti óþægilegt að rólegt, hægfara líf þeirra hjóna hafði breyst svo mjög. Þau einangruðu sig nánast algjör- lega inni í rusla- haugnum sínum og Peggy þverneit- aði að koma fram og kynna bókina. Hrós gagnrýnenda skipti hana hins vegar miklu og hún sendi þeim löng bréf þar sem hún þakkaði þeim kærlega fyr- ir skrifin. Peggy varð hins veg- ar að taka sig til og gera eitthvað í málunum þegar útgáfufyrir- tæki erlendis tóku upp á að þýða bókina og gefa hana út án þess að virða höfundarrétt hennar. Meðaðstoð lögfræðinga stóð hún í málaferlum til að tryggja sér greiðslur fyrir sölu bókarinnar erlendis. Á sama tíma keypti David Selznick rétt- inn til að gera kvikmynd eftir sögunni en Peggy vildi ekkert koma nálægt gerð myndarinn- ar. Hún sagði heilsu sína of veila til að hún þyldi það. Þetta reyndist hið eina rétta því bók Peggyar fjallar um sam- félagsgerð sem er úrelt og dæmd til að falla en myndin er rómantísk ævintýramynd í anda Hollywood sem gerir lítið úr þjáningum stríðs og þræla- halds. Peggy var aldrei hrifin af myndinni en mætti þó á frumsýninguna árið 1939. Hún var nú á grænni grein fjárhags- lega og gerði enga tilraun til að halda skrifum sínum áfram. Hún vann þó við blaðamennsku og í síðari heimsstyrjöldinni seldi húnstríðsskuldabréfágöt- um Atlanta til að styðja banda- ríska herinn. Hún stjórnaði líka fjársöfnun á vegum rauða- krossdeildar borgarinnar og náði að safna 65 milljónum dollara. Hún skrifaðist einnig á við svo marga hermenn að skopmyndateiknarinn Bill Mauldin teiknaði mynd af her- manni sem var að skrifa ávarp á bréfi f skotgröfunum og byrj- aði það svona: „Dear, dear Mrs. Mitchell." Hún gekkst einnig fyrir ritleiknikeppnum milli fanga í fangelsum Atlanta, hjálpaði einstæðum mæðrum að kaupa föt til að geta mætt í starfsviðtöl og styrkti svarta læknastúdenta til náms. Þrátt fyrir annríkið var Peggy ekki hamingjusöm á þessum árum. Heilsa Johns hafði versn- að og hún hjúkraði honum oft löngum stundum. Pabbi henn- ar var einnig orðinn gamall og Við frumsýn- ingu mynd- arinnar Á hverfanda hveli árið 1939. Vivien Leigh, Clark Gable, Marg- aret Mitchell og David Selznick. Húsið þar sem Peggy og John bjuggu í þriggja herbergja íbúð á jarðhæðinni sem þau kölluðu sín á milli ruslahauginn. Vikan 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.