Vikan


Vikan - 31.10.2000, Blaðsíða 8

Vikan - 31.10.2000, Blaðsíða 8
Slakað á heima á íslandi. Fram undan eru ferða- lög með norsku söngkonunni Sissel Kirkeby. bein og svo hefur hún svo stórt hjarta. Þaðsem mérfannststór- kostlegast á ferðalögum okkar var hvað hún var góð við íslend- ingana sem hún hitti. Það var alltaf númer eitt hjá henni að hitta íslendinga." Fegurð í beinni útsenfl- ingu Doddý er alveg hörð á því að það sé hægt að gera okkur öll falleg. ,,Það er alveg tvímæla- laust hægt. Mér finnst starfið mitt einstaklega gefandi, en mitt aðalstarf er að gera fólk fal- legt. Ég er með einhvers konar innbyggðan radar sem fer í gang þegar ég hitti fólk og ég sé alltaf það fallegasta í fólki. Ég hafði mjög gaman af því þegar ég var í hálft ár með innskot í morg- unsjónvarpinu einu sinni í viku, í þættinum God morgen, Dan- mark. Fólk skrifaði þættinum, sendi bréf ásamt mynd af sér og bað um ráðleggingar í sambandi við val á fatnaði, förðun og hár- greiðslu. Ég litaði hárið á fólk- inu daginn áður en allt annað fór fram í beinni útsendingu. Það var svo yndislegt að finna hvað fólkið varð ánægt og hvern- ig sjálfsmat þess breyttist. Það varóhemjumikil aðsókn í þetta, ég fékk fimmtán hundruð bréf eftir fyrsta þáttinn. Eftir að ég fór að birtast í sjónvarpinu varð ég nokkurs konar almennings- eign og það fannst mér frekar óþægilegt. Ég tók mér þess vegna hlé frá þættinum en það getur vel verið að ég byrji ein- hvern tíma aftur.“ Eigin snyrtivörulína Kona eins og Doddý lifir og hrærist í snyrtivörum daginn út og daginn inn og er misjafn- lega ánægð með þær vörur sem boðið er upp á. ,,Ég er búin að vinna sem stílisti í tuttugu og fimm ár og kaupi snyrtivörur hvar sem ég er stödd í heimin- um. Égáorðiðaragrúa af snyrti- vörum, það koma haustlitir og það koma vorlitir og allt í einu er maður búinn að safna þessu að sér og svo endar þetta allt saman ofan í skúffu. Frá því að égstofnaði Monsoon hefur mig dreymt um að framleiða eigin snyrtivörur og einn daginn spurði dóttir mín hvers vegna ég drifi ekki bara í því að hanna mína eigin línu.“ Og mamman settist niður og fór að hugsa. ,,Ég er bara ein- staklingur og er ekki með millj- ónir á bak við mig eins og stóru tískuhúsin. En það er nú einu sinni þannigað það er allt hægt þegar viljinn er fyrir hendi. Nú er farið að framleiða snyrtivör- urnar og fljótlega mun verða hægt að kaupa þær á íslandi. Margir af fastakúnnunum mín- um eru farnir að nota þær, t.d. danska leikkonan Ghita Nörby." Líf í öðru landi Lífið er ekki bara vinna. Doddý og Jan, eiginmaður hennar, eiga stóra fjölskyldu. ,,Elsta dóttir mín er þrítug og sonur minn átján ára. Einnig á Jan tvær stelpur sem búa hjá okkur. Líklega á ég alltaf eftirað búa í Danmörku og þar er ynd- islegt að búa. En samt verð ég að viðurkenna að ég hef alltaf svolitla heimþrá. Ég verð að komast heim til fslands með reglulegu millibili til þess að viðra mig og leyfa íslenskum vindum að blása í gegnum mig, eins og ég orða það. Yfirleitt reyni ég að koma tvisvar á ári og stundum kem ég jafnvel oft- ar. Fyrir tíu árum keyptum við seglbát og það er ástæða þess að ég hef ekki farið mikið heim til fslands á sumrin. Við sigl- um mikið um sænska skerja- garðinn þar sem landslagið minnir svolítið á ísland. Það er yndislegt að geta siglt út á haf og verið í sambandi við náttúr- una.“ Doddý er mikil fjölskyldukona og hafði það fyrir sið að helga börnum sínum einn dag í viku þegar þau voru yngri. ,,Ég leyfði þeim að mála sig, setja upp leikrit og halda tískusýningar. Ég sagði alltaf við krakkana mína að ég ætlaði að viðhalda þessum sið þegar ég yrði amma og halda ömmudag á miðviku- dögum. Ennþá erum við bara tvær í hópnum, ég og 1 1/2 árs gömul dótturdóttir mín, en það er von á fjölgun í hópnum í apr- íl. Þessi tími með dótturdóttur minni er mér mjög dýrmætur, það er mikil gjöf að geta varið tímanum með henni og ég fæ það margfalt til baka. Hún kall- ar á mig á hverjum morgni þeg- ar hún vaknar, nær svo í mynd af mér og kyssir hana. Sam- skiptin við hana eru mjög gef- andi. “ Gaman að lifa Lífið leikurgreinilega viðfjöl- skylduna í Danmörku. ,,Mér finnst lífið svo skemmtilegt. Ég hef það fyrir reglu aðsegja upp- hátt við sjálfa mig á hverjum morgni að þessi dagur eigi eft- ir að verða sá besti í lífi mínu. Ég hef þá trú að þá gerist eitt- hvað innra með manni. Ég hef það líka fyrir reglu aðtala út um hlutina jafnóðum og þeir koma upp, tala hreint út, hreinsa and- rúmsloftið og halda svo áfram. Ég á góða fjölskyldu og nýt þeirra forréttinda að fá að vinna við það sem mér finnst skemmtilegast, að gera fólk fal- legt, draga fram persónuleika þess og fá fram þann kraft sem býr ífólki, kraftinn sem ég kalla dýrið og kynþokkann í fólki.“ Það verður spennandi fyrir okkur, íslenska kvenfólkið, þeg- ar við getum farið að kaupa snyrtivörurnar hennar Doddýjar. Hún lofar því að það sé einfalt að nota þær, litirnir séu fáir og auðvelt fyrir allar konur að finna eitthvað við sitt hæfi. Liti, sem eiga uppruna sinn í íslenskri náttúru. 8 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.