Vikan


Vikan - 31.10.2000, Blaðsíða 24

Vikan - 31.10.2000, Blaðsíða 24
Á hverju ári bætist mikill fjöldi stúlkna í hóp ungra mæðra í landinu. Tvisvar til þrisvar sinnum al- gengara er að ís- lenskar stúlkur, tví- tugar og yngri, eign- ist barn en kynsystur þeirra annars staðar á Norðurlöndunum. Og tíðni fæðinga hjá þessum hópi fer vax- andi. En hvernig er að vera ung móðir? Hverjir eru kostirnir og hverjir ókostirnir? Hvaða afleiðingar hafa barneignirnar? Vikan spjallaði við nokkrar stúlkur á Akranesi sem fæddar eru 1979. Stelpur úr þeim árgangi hafa verið einstaklega duglegar við að fjölga mannkyninu, jafnvel svo að talað er um „frjósemisárganginn 79“! Blákaldar staðreyndir um r „frjósemísárgangínn 79“ á ° Akranesi: " Útskriftarhópurinn úr grunn- ° skóla samanstóð af 107 krökk- w um úrtveimurskólum. Þaraf voru 'Z 54 stelpur. Á útskriftinni var ein > þeirra ófrísk og eftir það fór bylgja ^ fæðinga af stað. Nú, fimm árum « síðar, eru rúm 35% þeirra orðnar ^ mæður! 19 stelpur hafa eignast 'J, 20 börn. Strákarnir hafa verið - heldur rólegri í þessum efnum og ~ aðeins þrír eru orðnir feður. At- = hyglisvert er að af þeim sem eiga e börn eru tæp 83% i sambandi með hinu foreldrinu. Þrátt fyrir að trúlofaðir einstaklingar innan út- skriftarhópsins séu mjög margir “ hefurenginn gengið í það heilaga! Heba Agneta Stef- ánsdóttir á soninn Stefán Bjarka en hann eignaðist hún sextán ára gömul. Stefán er fimm ára í dag. Þau mæðgin leigja fallega íbúð í gamla bænum á Akranesi. Heba brosir þegar hún er spurð hvernig það hafi verið að eign- ast barn svona ung. „Það er kannski dálítið lýsandi að þeg- ar Ijósmóðirin rétti mér Stefán Bjarka eftir fæðinguna spurði ég: „Á ég hann?!" Auðvitað var talsvert áfall að vera aðeins fimmtán ára og uppgötva að ég væri ófrísk. Satt best að segja sá ég ekki fram á að ég gæti höndlað þetta þar sem ég og Sturla Guðlaugsson, barnsfað- ir minn, vorum ekki einu sinni saman á þeim tíma. Um leið og mamma og pabbi fréttu þetta stöppuðu þau í mig stál- inu og sögðu mér að þetta yrði allt í lagi. Og það reyndist rétt.“ Útskrift á næsta leiti Heba hefur ekki setið auðum höndum síðan hún átti Stefán og Ijóst er að hér er á ferðinni dugnaðarforkur. „Ég fór í Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi þegar Stefán var ekki nema mánaðargamall. Ég hafði út- skrifast úr 10. bekk um vorið og Fjölbrautin var því eðlilegt fram- hald. Mamma og pabbi studdu mig í að breyta ekki þeim plön- um og ég tók þrjá áfanga fyrir jól ogfjóra eftir jól. Þau pössuðu Stefán ásamt föðurömmu hans og það gekk mjög vel. Við Sturla byrjuðum að vera saman og bjuggum bæði hér og í Reykja- vík. Ég tók eins og hálfs árs frí frá námi til að vinna en ákvað síðan að klára skólann. Ef allt gengur samkvæmt áætlun út- skrifast ég af félagsfræðibraut, sálfræðilínu, vorið 2001.“ Þar sem Heba stundar nám á framhaldsskólastigi á hún ekki rétt á námslánum. Frá því að hún hóf nám aftur hefur hún því alltaf þurft að vinna með skólanum. Hún segir að það sé erfitt en gangi þó upp og er ánægð með að geta staðið á eig- in fótum. Aðstæður skipta öllu máli Heba segist verða að viður- kenna að hún hafi að nokkru leyti misst af unglingsárunum en tekur fram að önnur atriði vegi það fullkomlega upp. „Ég hef fyllst mikilli ábyrgðartilfinn- ingu, þetta er gífurleg reynsla og ég held að ég meti vissa hluti meira en stelpur á sama aldri," segir hún máli sínu til útskýr- ingar. Hún efar að hún hafi upp- lifað móðurhlutverkið öðruvísi en aðrar mæður þótt hún hafi verið svona ung og bendir á að þrítug kona sem er að eignast sitt fyrsta barn sé alveg jafn ókunnug því og ungar stelpur. Það sem aðallega skilji á milli sé fjárhagslega hliðin. „Ef mað- ur er búinn í námi hefur maður visst öryggi. Ókosturinn við að stelpur eignist barn mjög ung- ar er sá að þær detta hugsan- lega út úr skóla. Þetta er hins vegar allt spurning um aðstæð- ur. Ef menn eru ungir en að- stæður góðar er þetta ekki það mikið mál. Ég á sem dæmi frá- bæran föður sem hefur reynst mér ómetanlegur." Heba og Sturla slitu samvist- um fyrir rúmu ári. Þau höfðu verið saman síðan Stefán var hálfs árs. „Hann er ekki einn af þeim sem stinga bara af! Hann stendur sig mjög vel og það er gott samband okkar á milli", segir Heba. Hún er kom- in í sambúð með Helga Reyni Guðmundssyni sem er nemandi í Fjölbrautaskólanum líkt og hún. Eftir stúdentsprófið segist Heba ætla að fara í framhalds- nám en er óviss um hvað verð- ur fyrir valinu. „Síðan ætla ég að eignast hús og bíl og að sjálf- sögðu fleiri börn. í sjálfu sér væri ég tilbúin til að eignast annað barn núna en aðstæður leyfa það ekki. Og svo er nátt- úrlega betra að vera búin að vera með kærastanum dálítið lengur! “ 24 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.