Vikan - 31.10.2000, Blaðsíða 25
Ætiaði alltaf að
eignast mörg börn
Gíslína Erna Valentínus-
dóttir er nýorðin tuttugu og
eins árs. Um þessar
mundir er hún að flytja í
eigið einbýlishús á Vestur-
götunni á Akranesi ásamt
unnusta sínum, Hallgrími
Guðmundssyni, og Berg-
þóru Hrönn, tveggja ára
dóttur þeirra. Og nú er
annað barn á leiðinni.
„Éghef alltaf verið ákveðin íþví
að eignast mörg börn,“ segir
Gíslína Erna sem vill láta kalla
sig Ernu. „Og þó að fyrsta barn
hafi í rauninni ekki verið „plan-
að“ þá myndi ég engu vilja
breyta. Ég er ofboðslega ham-
ingjusöm og hefði ekki kosið að
bíða með pakkann í tíu ár.“
Vildu ekki láta líða of
langt millí barna
Erna veit hvað hún vill og er
með hlutina á hreinu. „Ég var
alltaf harðákveðin í að fara beint
í hjúkrunarfræði eftir stúdents-
próf frá Fjölbrautaskóla Vest-
urlands á Akranesi og síðan í
Ijósmóðurnám. Þrátt fyrir að
hafa orðið ófrísk eftir tvö ár í
framhaldsskóla seinkaði það
mér ekkert og ég útskrifaðist
með jafnöldrum mínum vorið
1999. Ég var búin að taka fleiri
áfanga en venjulegt er því ég
ætlaði upphaflega að útskrif-
ast á sjö önnum. Það var því
ekkert mál aðtaka þetta á átta.“
í fyrrahaust fór Erna í Háskóla
íslands og keyrði suður á hverj-
um degi og aftur heim. Það
gekk vel og hún komst í gegn í
hjúkrunarfræðinni.
„Fjárhagslega hliðin hefur
gengið vel upp enda er Hall-
grímur í fullri vinnu sem smið-
ur. Við höfðum því búið út af fyr-
ir okkur slðan stuttu eftir að
Bergþóra fæddist. Við ákváð-
um að eignast barn númer tvö
áður en hún yrði of gömul. Okk-
ur fannst kominn tími til þess
gagnvart henni, vildum ekki láta
líða of langt á milli barna og
var auk þess farið að langa í
annað. Barnið fæðist nú í haust
og ég ætla að dreifa öðru ári (
hjúkrunarfræðinni á tvö ár.
Þriðja árið tek ég síðan í fullu
námi og útskrifast að öllu
óbreyttu vorið 2004.“
Allt hægt ef viljinn er fyrir
hendi
Erna segir fjölskyldu og vini
hafa brugðist vel við fréttunum
af fyrsta barni þrátt fyrir hversu
ung hún var og þá staðreynd að
hún og Hallgrímur hafi ekki ver-
ið búin að vera lengi saman.
„Ég er þessi mamma í mér og
þeir sem þekkja mig vissu það.
Auk þess var ég alltaf harðá-
kveðin í því að halda áfram
námi og það hafði ef til vill sitt
að segja.“
Hún vill meina að mæður og
feður ungra foreldra skipti mjög
miklu máli. „Ef ég ætti ekki
svona góða foreldra og tengda-
foreldra væri ég ekki að gera það
sem ég er að gera. Þau hafa ver-
ið ótrúlega hjálpleg." Hún neit-
ar því að það að vera ung móð-
ir sé í eðli sínu erfiðara en ef
þær eru eldri. Líkt og Heba seg-
ir hún að þetta sé allt spurning
um aðstæður. Ef þær eru góðar
skipti aldur foreldra í sjálfu sér
ekki máli.
í framtíðinni segist Erna vilja
eignast fleiri börn og nefnir
tölurnar fjögur eða fimm. Fjöl-
skyldan ætlar að búa á Akranesi
og segir gott að vera þar. Hún
hlær þegar hún er spurð út í
giftingu og segiraðenginn dag-
ur hafi verið ákveðinn en þau
Hallgrímur trúlofuðu sig 1997.
Erna segist ekki sjá eftir
neinu og af geislandi andliti
hennar er auðvelt að sjá að hún
er hamingjusöm. „Það er allt
hægt ef viljinn er fyrir hendi.
Mikilvægt er að gefast ekki upp
heldur halda bara sínu striki."
Bergþóra Hrönn tekur undir orð
móðursinnar meðstóru brosi og
klappar á kúluna á maga henn-
ar. Skildi hún eignast bróður
eða systur?
Vikan
25