Vikan


Vikan - 31.10.2000, Side 31

Vikan - 31.10.2000, Side 31
komið margir krakkar af báð- um kynjum án þess að eiga fé- laga á námskeiðinu." Gúðar fyrirmyndir úr poppheiminum Þeir Herbert Viðarson og Arn- grímur Fannar úr hljómsveitinni Skítamóral eru umsjónarmenn námskeiðsins ásamt þeim stöll- um. Laðar það að þátttakend- ur að vita að poppstjörnur muni kenna þeim? „Já, vissulega hefur það lað- að að,“ segir Dagbjört. „Margt fullorðið fólk telur að hljóm- sveitargaurar séu einhverjir töffarar sem lifi fremur óheil- brigðu lífi en um það er alls ekki að ræða í þeirra tilfelli. Þeir eru því góðar fyrirmyndir fyrir þenn- an hóp.“ „Við urðum sömuleiðis undr- andi á því hversu lítið þurfti að auglýsa þetta námskeið," segir Dögg. „Það var aðeins auglýst einu sinni og stór hópur skráði sigstrax. Síðan hefur alltaf ver- ið að bætast við í alla tíma og við erum með milli þrjátíu og fjörutlu börn í hverjum hóp. Þetta gengur þannig fyrir sig að maður þekkir mann og það erskemmtilegt hversuvel þetta gengur. Við erum fjögur og ráð- um ágætlega við að kenna svo mörgum en það er eins og þetta spyrjist út og gott orð virðist betra en nokkur auglýsing. Nú höfum við hugsað okkur að færa okkur inn í Planet Sport með hópana og jafnvel er í bígerð að bjóða þar upp á leikfimi fyr- ir unglinga." „Börn og unglingar geta vel stundað almenna leikfimi og eróbikk en þau eru ekki full- vaxin og því mega þau ekki lyfta þungu," heldur Dagbjört áfram. „í eróbikkog leikfimi vinna þau bara með eigin þyngd og það hæfir þeim ágætlega. Við mæl- um því alls ekki með að krakk- ar fari í tækjasalina og vinni með tækin sem þar eru.“ Foreldrar ánægðir Þær Dagbjört og Dögg eru grunnskólakennarar, eins og áðursagði, og í námi sínu fengu þær vissa fræðslu um líkams- þjálfun en þær eru auk þess um þessar mundir í einkaþjálfara- skóla FÍA. Annarstrákanna hef- ur lokið námi þaðan en hinn er með samstarfskonum sínum í skólanum. Hópurinn er mjög áhugasamur um starf sitt. Þær Dagbjört og Dögg segja að þótt hugmyndin af námskeiðinu hafi fæðst í hópvinnu í Heilsuskóla Planet Pulse var uppbygging og samsetning þess algjörlega þeirra vinna. „Öll dagskráin og allt sem fram fer í tímum erokkar verk,“ segir Dagbjört. „Við höfum einnig reynt að spyrja krakkana hvernig þeim líkar það sem fram fer til að fá gleggri hug- mynd af því hvað fellur þeim í geð til að byggja framhaldsnám- skeið á. Krakkarnir eru yfirleitt mjög ánægðir með allt en auð- vitað er það misjafnt eftir ein- staklingum hvað þeim líkar best. Sumir hafa einnig alveg á hreinu hvaða hreyfingu þeir vilja stunda meðan aðrir hafa ekki jafnmótaðar skoðanir." Hvað með foreldrana eru þeir ánægðir með það sem þið eruð að gera? „Ef börnin eru ánægð eru for- eldrarnir ánægðir," segir Dögg. „Við heyrum gjarnan frá for- eldrum að þeir séu ánægðir með hversu jafnt börnin standa," bætir Dagbjört við. „Ein móðir ræddi sérstaklega við mig um daginn og sagði mér hversu ánægð hún væri með að börnin væru ekki flokkuð niður. Hún sagði að sonur henn- ar væri ævinlega val- inn síðastur þegar verið væri að kjósa í lið í fótbolta í skól- anum og þetta hefði orðið til þess að draga úr áhuga hans á íþróttum. Þetta er einfaldlega það sem gjarnan gerist þegar keppni er I gangi. Ég held að það sé ekki óraunsætt að búast við að í framtíðinni verði líkamsræktarstöðvar í meira mæli opnar börnum og sérstök námskeið I gangi þar ætluð þeim. Hreyfing er fyrir alla og allir krakkar geta notið hreyfingar. Við viljum að krakk- arnir læri að hreyfing er sjálf- sagður og skemmtilegur hlutur og þú þarft ekki að vera sterk- ur á einhverjum ákveðnum svið- um til að geta notið þess að hreyfa þig.“ „Við leggjum mikla áherslu á jákvætt viðhorf,“ segir Dögg. „Reynum að sýna fram á að hreyfing er ekki kvöð heldur skemmtun. Ég sé þó fyrir mér í framtíðinni að hægt verði að koma að meiri fræðslu, nám- skeiðin sem eiga eftir að koma munu auðvitað mótast af þessu. Annars hefur allt gengið von- um framar og byrjunarörðug- leikar engir verið. Við áttum von á að við myndum reka okkur á ýmislegt sem betur mætti fara en það hefur ekki verið.“ „Já, ég veit að þetta er lygi- legt,“ tekur Dagbjört undir. „Allt hefur gengið eins og í lyga- sögu. Ég held þó að það megi þakka góðum undirbúningi. Við undirbjuggum námskeiðið mjög vel og gerðum ítarlega áætlun fyrir hverja viku.“ Þessi góði undirbúningur virðist skila sér vel því enn streyma kraftakrakkar að þeim Dagbjörtu og Dögg reiðubúin að læra gildi hreyfingar og hversu skemmtileg hún er. Á þeim stöllum er að heyra að framhald verði á þessum námskeiðum og svo sannarlega virðist vera mik- il þörf fyrir þau. Vikan 31

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.