Vikan - 31.10.2000, Blaðsíða 51
Maskarar fyrir alia frá Max Factor
Max Factor framleiðir maskara sem hæfa mismunandi þörfum hvers og eins.
Lash Silks maskarinn gefur góða sveigju á augnhárin og þekur hvert hár. Max
Factor 2000 Calorie Mascara gefur 200% meiri fyllingu og
augnhárin virka mun lengri. Max Factor Stretch lengir augn-
hárin og þéttir þau. Aqua Lash er vatnsheldur og hentar vel
þeim sem stunda íþróttir og útivist. Max Factor
er maskari kvikmyndastjarnanna og Gwy-
neth Paltrow segir að Max Factor
lengi og þétti augnhárin stórkost-
lega án þess að þekja þau
þykku lagi af svörtu kremi
þannig að þau virki þykk
og stökk. Þess f stað séu
augnhárin silkimjúk,
sveigjanleg, þétt og
óvenjulöng.
Biómailmur frá Kenzo
Flower frá Kenzo er ilmvatn sem byggir á blómailmi
fyrst og fremst. Búlgarskar rósir, fjólur og jasmína
mynda uppistöðuna í þessu einstaka ilmvatni. Örlítill
vanillukeimur gefur ferskan blæ og hvít moskushneta
eykur á dulúðina. Þetta er ilmvatn sem var hannað til
að tengja borgarbarnið aftur villtri náttúru og gefa því
kost á að njóta endurnærandi eiginleika fersks
blómailms. Umbúðunum er ætlað að sameina kosti
borgarlífs og ósnertrar náttúru. Útlit þess var hannað
með nútímaarkitektúr í huga og notast er við eitt vin-
sælasta efni í byggingum í dag, nefnilega gler. ( mjúk-
ri sveigju glassins teygir sig síðan rauð draumsóley til
himins, í átt að birtunni, og minnir þannig á náttúr-
una og til að minna á óendanlega fjölbreytni náttúr-
unnar eru glösin þrjú en ekki eitt.
Le Feu d’lssey
Lighi
Issey Miyake er
löngu heimsþekktur fyrir
fatahönnun sína en nú hefur
hann hafið framleiðslu ilmvatna sem hann
telur passa nútímakonunni einstaklega vel. Le Feu d’lssey varð til rétt
eftir að hin byltingarkennda fatalína hans Pleats to Please var fyrst sýnd
og Issey segir um hana að hún hafi verið tilraun hans til að skapa föt
sem hæfðu daglegu lífi. Sama hugmynd liggur að baki hönnun ilmsins
Le Feu d’lssey þ.e. að notagildið er sett ofar öllu, að allir geti notað
hann og lagað að sínum smekk og tilfinningum. Leu Feu d’lssey Light
byggir á sama grunntóni og Le Feu d'lssey en bætt er við ömbru og
blakkaviði sem gefa léttan og glaðværan tón í ilmvatnið sem minnir á
áhyggjuleysi æskunnar.
Vikan 51