Vikan - 14.11.2000, Síða 4
Kæri lesandi
Forsiða:
Forsíðufyrirsæta:
Arndis Jónasdóttir
Föröun: Margrét R. Jónas
Ljósmyndun:
Gunnar Gunnarsson
Flár: Begga,
hárgreiðslustofunni Bylgjan
Fatnaður og taska:
Donna Karan i Kringlunni
Naglalakk: Nicolo
Hárvörur: Dávines
Gullin morgunstund
^^">rfkammdegis-
rökkrið um-
vefur okkur
nú myrkum
örmum sínum og tekur
fólk þvi faðmlagi mis-
jafnlega vel. Yfir vetr-
artímann er okkur tíð-
rætt um svokallað
skammdegisþunglyndi
sem herjar á marga
landsmenn enda
kannski ekki skrýtið að
fólk verði þungt á geði
þegar lítillar dagsbirtu
gætir.
Ég hef hins vegar með
árunum lært þá kúnst
að snúa á skammdeg-
isdrauginn og nú kveð
ég hann niður með
vænum skammti af
óhóflegri bjartsýni og
slatta af veruleikafirr-
ingu. Ég ætla nú að
deila með ykkur þess-
ari aðferð minni sem
hefur reynst mér ákaf-
lega vel.
( byrjun september,
þegar morgunmyrkrið
sækir sig í veðrið, stilli
ég vekjaraklukkuna
mina klukkutíma fyrr
en ella og fer á fætur
klukkan sex. Vinir og
vandamenn skilja ekk-
ert í þessari skyndi-
legu morgungleði sem
ég fyllist af á veturna.
En þetta eru bestu
stundir dagsins hjá
mér. Áður en ég fer að
sofa á kvöldin hef ég
kaffivélina tilbúna svo
þegar ég skríð fram úr
i myrkrinu þá er mitt
fyrsta morgunverk að
kveikja á vélinni og
innan skamms ilmar
allt heimilið af dásam-
legri kaffiangan. Þetta
er allt mjög vel skipu-
lagt, skiljið þið. Meðan
á uppáhellingu stend-
ur skelli ég mér í
hressandi sturtu, fer í
þægileg föt og nýt
þess siðan að fá mér
fyrsta kaffibolla dags-
ins. Hann er alltaf
bestur og ef þessi
góða stemmning á að
nást fullkomlega, þá
er nauðsynlegt að kaff-
ið sé sterkt. Síðan
kveiki ég á fullt af
kertaljósum og hreiðra
um mig í stofunni.
Þögnin og friðurinn
sem ríkir á þessum
tíma dags er alveg ein-
stakur. Síminn sefur
enn værum svefni og
það er öruggt mál að
enginn bankar upp á
fyrir allar aldir. Oftar
en ekki sest ég með
kaffið mitt við tölvuna
og sinni þar ýmsum
verkefnum. Það er
engu líkara en tölvan
mali notalega þegar ég
leik af fingrum fram á
lyklaborðinu, þessi
árrisuli og náni vinnu-
félagi minn.
Ég kveiki á sjónvarp-
inu klukkan sjö og nýt
þess að horfa á ísland
í býtið, drekka í mig
nýjustu fréttir, veður-
upplýsingar og hlusta
á notalegt og fræðandi
spjall þáttastjórnanda
og gesta þeirra. Með
þessu móti kemst ég í
snertingu við umheim-
inn áður en vinnudag-
urinn hefst.
Hollur morgunverður
við kertaljós setur svo
tóninn fyrir daginn.
Um það leiti rumskar
barnið og hundurinn
og verða þeir félagar
báðir jafnglaðir yfir að
hitta húsmóðurina svo
hressa fyrir á hverjum
morgni. Með þessu
skipulagi og kertaljós-
um sem gefa heimil-
inu notalegan blæ
komast þeir sam-
stundis í gott skap og
njóta upphafs morg-
unsins ekki síður en
ég. Og allir eru ánægð-
ir.
Ég hef fundið töfra-
lausnina gegn morg-
unsleni og stressi. Það
er að vakna fyrr og
gefa sér góðan tíma
með sjálfum sér. Það
kemur ekki einungis
jafnvægi á mitt eigið
líf heldur skilar sér
áfram til annarra
heimilismeðlima og ég
bý að þessari gullnu
morgunstund allan
daginn.
Stöldrum við og njót-
um einfaldleika lífs-
ins.
Hrund Hauksdóttir,
ritstjóri
Ritstjórar: Jóhanna G. l-laröardóttir oy Hrimd Hauksdóttir, vikanWfrodi.is. Útgetandi: Fróði hl. Seljavegi 2, simi: S15
5500 lax: 515 5599. Stjórnarformaður: Magnús Hreggviðsson. Aðalritstjóri: Steinar J. L.úöviksson, sinii: 515 5515.
Framkvæmdastjóri: Halldóra Viktorsdótlir, sími: 515 5512. Blaðamenn: Steingerður Steinarsdóttir, Gunnhildur Lily
Magnúsdóttir, Guðríður Haraldsdóttir og Margrét V. Helgadóttir. Auglýsingastjórar: Ingunn B. Sigurjónsdóttir og
Sigriður Sigurjónsdóttir vikanaugl@frodi.is. Grafiskur hönnuður: Guðmundur Ragnar Steingrimsson.
Verö i lausasölu J59 kr. Verð í áskrift ef greitt er með greiöslukorti 'MA kr. á einluk. Ef greitt er með gíróseðli 390 kr. á
eintak. Litgreining og myndvinnsla: Fróði lif. Unnið i Prentsmlðjunni Odda hf. Öll réttindl áskilin varðandi elni og
myndir.
Askriftarsími: 515 5555
4
Vikan