Vikan - 14.11.2000, Side 8
ég gæti gert. Ef einhver hefði
sagt mér fyrir ári síðan að ég
mundi standa í þessum sporum
hefði ég hlegið mig máttlausa.
En samt er þetta alls ekki fjarri
lagi því ég er baráttumanneskja
sem berst alltaf til þrautar."
Vestfirskur baráttujaxl
Eins og áður sagði er Guðný
alin upp á Vestfjörðum og
stundum hefur heyrst að Vest-
firðingar séu harðir af sér og
miklir baráttujaxlar. Telur Guð-
ny að þetta se rett mat?
„Ég er ekki frá því að svo sé.
Lífsbaráttan er hörð fyrir vestan
og fólk gefst ekki upp þótt því
mistakist heldur rís upp og
reynir aftur. Égfórungaðvinna
í frystihúsi og það er erfitt. Fólk
úti á landi verður einnig að
kosta meiru til vilji það styrkja
börn sín til náms og það gefur
auga leið að séu börnin mörg
tekst það ekki nema þau hjálpi
til og vinni með skólanum á
sumrin. Sjálf var ég í heima-
vist Menntaskólans á (safirði og
heimavistarskólar eru dýrir. Ég
vann því í öllum fríum. Þegar
haldið var heim í jólafrí lenti
flugvélin að morgni til og venju-
lega var ég komin niður í frysti-
húsaðvinnaeftirhádegi. Égvar
ekki að telja þetta eftir mér. Val-
ið stóð um þetta eða að hætta
námi og fara að vinna fyrir mér
og ég valdi fyrri kostinn. Mað-
ur þarf frekar að læra að bjarga
sér ungur á minni stöðum úti á
landi en í borginni þar sem öll
þjónusta er við
höndina. Það
herðir mann og
maður þarf ekki
eins mikinn
stuðning frá öðr-
um eins og marg-
ir sem þurfa
minna fyrir hlut-
unum að hafa.“
Engu að síður
hlýtur þaðað vera
þó nokkuð stórt
stökk fyrir ein-
stæða móður að
stofna jafnnýstár-
legt fyrirtæki og
raun ber vitni og
vita í raun ekki
hvort dæmið
muni ganga upp
eða ekki?
„Auðvitað þarf
áræði til en hvers
vegna að draga
alltaf úr sjálfum
sér þegar maður
fær góðar hug-
myndir? Af hverju
ekki frekarað láta
á hugmyndina
reyna og gefa
sjálfum sér tæki-
færi til að láta hana ganga upp?
(slenskar konur skortir, að mér
finnst, í sjálfu sér ekki sjálfs-
öryggi en þeim hættirtil að van-
meta sjálfar sig. Við getum
miklu meira en við gerum okk-
ur grein fyrir.
( mínu starfi hjá SAS vann
ég til að mynda mjög sjálfstætt
og er því vön að vinna hratt. Ég
hef orðið mikla og góða starfs-
reynslu og hef oft þurft að taka
mikilvægar ákvarðanir á staðn-
um án þess að hugsa mig um
eða leita ráða hjá yfirmanni
áður. Éghef einnigfengið marg-
ar hugmyndir og hrundið þeim
í framkvæmd og fylgt þeim eft-
ir og uppskorið árangur sem fór
fram úr mínum björtustu von-
um. Égtel migverafyrstaflokks
sölumann og til marks um það
má nefna að ég hef iðulega ver-
ið að selja drauma og þeir eru
alls ekki sú söluvara sem auð-
veldast er að koma út. Samt
hefur mér fundist að á vinnu-
markaði sé ekki tekið nægilegt
tillit til þessa vegna þess að ég
hef ekki háskólapróf. Margir
leggja að mínu mati of mikið
upp úr háskólamenntun sem er
góð en segir alls ekki allt."
Konur meiri fullhomnun-
arsinnar
„Við konur erum auk þess
mun meiri fullkomnunarsinnar
en karlmenn. Við sækjum til að
mynda ekki um starf án þess
að vera þess fullvissar að við
völdum því. Karlmenn eru til-
búnari til að láta reyna á aðlög-
unarhæfni sína og hæfileika til
að læra eitthvað nýtt. Þeir telja
það ekki, ólíkt okkur, upphaf
og endi alls verði þeim eitthvað
á í byrjun. Þeir kunna einnig
betur að koma sjálfum sér á
framfæri. í atvinnuviðtölum eru
konur yfirleitt varkárar og slá í
og úr. Segjast geta ýmislegt en
þær fara varlega í að fullyrða
of mikið eða hrósa sjálfum sér.
Karlmenn tala af mun meira ör-
yggi og tíunda mun frekar eig-
in hæfileika og hæfni.
Sömuleiðis er mikill munur
á því hvernig karlmenn og kon-
ur fara að því að stofna fyrir-
tæki. Grunnur míns fyrirtækis
er til að mynda farsími og tölva
sem helst ætti heima á Árbæj-
arsafni. Ég fékk aðstoð frænda
míns, Ólafs Inga Brandssonar,
við að útfæra vefsíðu fyrirtækis-
ins og vinur minn Guðjón Dav-
íð Jónsson, auglýsingateiknari,
hannaði svo „lógóið". Ég vissi
nokkurn veginn hvernig ég vildi
hafa þetta en þeir hjálpuðu mér
að útfæra grunnhugmyndir
mínar. Ég kann ekki að setja
upp vefsíðu en langar að læra
meira um slíka hluti og hef um
þessar mundir mjög mikinn
áhuga á markaðsmálum og vildi
gjarnan fara að vinna meira á
því sviði. Mig langar jafnvel að
fara í eitthvað nám því tengt en
ég vil ekki fara í langt háskóla-
nám. Mér leiðist að sitja í tím-
um og á það til að sofna svo ég
kýs frekar að fara í nám sem
tekur styttri tíma, enda tel ég
það allsekki skila minni árangri
f mörgum tilfellum. Námskeið-
in held ég svo í húsnæði sem
frændi minn og kona hans reka
í heildsölu. Þau hafa verið svo
yndisleg að hliðra til og leyfa
mér að komast þarna inn með
mín námskeið á kvöldin. Yfir-
byggingin fyrirtækisins er því
lítil og hættan á stórtapi ekki
mikil.
Karlmaður í sömu sporum og
ég hefði sennilega byrjað á því
að leigja stórt húsnæði og kaupa
þann tölvu- og tæknibúnað að
ég tali nú ekki um öll verkfær-
in sem hann hefði talið sig
þurfa. Hvort hans fyrirtæki hefði
meiri möguleika á að ganga get
ég ekki dæmt um. Ég ákvað þó
að reyna og sjá hversu langt ég
kæmist með þessa hugmynd
mína. Það var mitt val og ef það
gengur ekki þá verður bara að
hafa það. Ég mun í það minnsta
vera reynslunni ríkari að þess-
ari tilraun lokinni."
Þrátt fyrir varnaglana sem
Guðný slær er augljóst að hún
er bjartsýn og hefur mikla trú á
uppátæki sínu. Hún segist
aldrei hafa snert á hamri eða
sög áður en hún stofnaði þetta
fyrirtæki en núna fari hún varla
í járnvöruverslun án þess að sjá
heilmikið af verkfærum sem
hana dauðlangi að eignast.
„Ég hafði aldrei unnið nein
störf lík þessum áður en ég fór
að sækja eigin námskeið. Ég
hafði málað og taldi mig bara
hafa þó nokkuð vit á því verki en
samt var svo margt sem ég lærði
og ótal margt sem opnaðist fyr-
ir mérá námskeiðinu um máln-
ingu sem ég hafði aldrei leitt
hugann að áður. Eins og ég
sagði áðan finnst mér eins og
nýrogspennandi heim-
ur sé að opnast mér.“
8
Vikan