Vikan


Vikan - 14.11.2000, Qupperneq 26

Vikan - 14.11.2000, Qupperneq 26
Þórunn Stefánsdó11 i r þýddi Teikning: Pepe Otal JOHANNUIU Rifrildið hafði verið svo heimskulegt. Hvernig í ósköpunum hafði henni dottið í hug að rífast yfir nafngiftinni á litlu barni? Stefanía gat ekki hugsað um annað meðan hún virti fyr- ir sér dóttur sína klædda allt of stórum sjúkrahússloppi, föla og tekna í andliti. Og ungabarnið, sem reyndar líktist meira fóstri en litlu barni, lá í hitakassa og var ekki stærra en - það fór hroll- ur um Stefaníu - henni datt ekk- ert í hug sem hægt væri að nota til samanburðar. Það eina sem komst að í huga hennar voru tuttugu ogátta vikur. Tuttugu og átta vikum fyrirtímann. Og þær mæðgurnar höfðu verið upp á kant um morguninn út af nafni á barnið. Á þessari stundu skipti nafnið nákvæmlega engu máli. Hún lokaði augunum og leyfði tárunum að streyma. Það var tilgangslaust að fara inn til Maríu núna. Ekki strax. Ekki á meðan henni leið svona. Ein hjúkrunarkvennanna klappaði henni á öxlina. „Komdu og fáðu þér tesopa með okkur í eldhúsinu," sagði hún vingjarnlega. ,,Nei þakka þér fyrir, það er allt í lagi með mig.“ Stefanía snýtti sér og þurrkaði tárin af andlitinu. ,,Ég er bara svolítið þreytt og viðkvæm." ,,Það er skiljanlegt," sagði hjúkrunarkonan. Fréttin um barnið hafði kom- ið eins og þruma út heiðskíru lofti. María, sem var nýorðin sextán ára, kom einn daginn heim úr skólanum og tilkynnti að hún væri ófrísk. „Fyrirgefðu, hvað varstu að segja?" Stefanía leit upp úr greininni sem hún var að skrifa. ,,Ég sagði að ég væri ófrísk.“ Rödd Maríu titraði, í henni mátti greina skömmustutón en einnig ákveðni. ,,Ég er ákveðin í því að eiga barnið. Ég er búin að segja Daníel frá því, hann vill ekkert af barninu vita, og hér með er ég búin að segja þér það.“ Hún gekk rólega út úr vinnuherberginu og fram í eld- hús. ,,Komdu hérna, unga kona." Stefanía stökk upp úr stólnum og blöðin fuku út um allt. Mar- ía ætlaði að fylla ketilinn vatni en hafði gleymt að taka lokið af. ,,í guðanna bænum taktu lokið af katlinum svo vatnið sullist ekki út um allt.“ Hún þreif ket- ilinn af dóttur sinni. „Hvaðhef- ur þú hugsað þér að gera í sam- bandi við skólann? Hvað með samræmdu prófin?" „Hafðu engar áhyggjur. Ég er búin að hugsa fyrir því.“ „Það er nefnilega það. Það var skynsamlegt af þér. Það er synd að þú notaðir ekki skyn- semina fyrr, þá værir þú kannski ekki ófrísk." María lét sem hún heyrði þetta ekki. „Barnið á ekki á fæðast fyrr en í september. Ég verð löngu búin í prófunum þá.“ „Og þú ert alveg viss um að þú verðir hraust allan með- göngutímann, getir mætt í skól- ann á hverjum degi og tekið prófin eins og ekkert sé.“ Stef- anía kveikti á katlinum. „Þú veist ekkert um hvað þú ert að tala.“ „Guðrún umsjónarkennari segir að ég sé ung og hraust." „Það er nefnilega það. Guð- rún umsjónarkennari veit sem sagt hvernig ástatt er fyrir þér. Þú tekur hana fram fyrir þína eigin móður. Hún er greinilega sérfræðingur í líðan ófrískra unglingsstúIkna. Hvað kennir hún aftur? Já, alveg rétt, hún kennir stærðfræði. Hún kann greinilega sitthvað fleira fyrir sér. Hvaðsegirsögukennarinn? Ertu búin að segja honum þess- ar stórkostlegu fréttir? Hann hlýtur að luma á einhverjum góðum ráðum." „Mamma, ekki láta svona." „Láta hvernig?" Hún starði ádóttursína. „Við hverju bjóstu eiginlega? Áttir þú kannski von á því að ég tæki þig í fangið og segði: Loksins. Ég var farin að örvænta um að ég yrði aldrei amma. Og þú heldur kannski að pabbi þinn hefði orðið yfir sig glaður yfir þessum tíðindum ef hann væri á lífi? Ég er hrædd um ekki.“ Þetta hafði aðeins verið byrj- unin. Eftir þetta þurfti ekki nema smáneista til þess að samskipti þeirra yrðu að logandi ófriðarbáli. Hún þurrkaði sér um augun og horfði á Maríu í gegnum gler- ið á ungbarnagjörgæslunni. Konubarn. Varla meira en það. Hvftirfótleggirnir gægðust út úr sloppnum og fæturnir voru fald- ir í stórum, loðnum inniskóm. Hún sat og sneri hárinu milli fingra sér. Hún hefði sómt sér betur á barnadeildinni. Stefanía fékk kökk í hálsinn eins og daginn sem henni var tilkynnt að Jónas, maðurinn hennar, hefði misst stjórn á bílnum í hálku. Þegar sá dagur var að kvöldi kominn sátu þær mæðgurnar einar eftir með brostnar vonir. Það hafði tekið þær langan tíma að púsla líf- inu saman á nýjan leik. Á síð- ustu mánuðum hafði þeim tek- ist að brjóta niður allt það sem þær voru búnar að byggja upp. María hafði verið hraust, eins og Guðrún umsjónarkennari og óléttusérfræðingur, hafði spáð. Hún hafði mætt í skólann hvern einasta dag og undirbúið sig vel undir prófin. ( morgun, þegar hún var að Ijúka síðasta prófinu, fékk hún allt í einu verki. Hún gerði sér ekki grein fyrir því að hún væri með fæðingarhríðar og sat og beit á jaxlinn þar til próf- tímanum lauk. Hún hlýtur að hafa fundið mikið til, hugsaði Stefanía oggatekki stöðvað tár- in sem streymdu niður kinnarn- ar. Hún hefði átt að vera hjá dóttur sinni og styðja við bakið á henni.. Sektarkenndin helltist yfir hana. Hún sá það núna að hún hafði brugðist dóttur sinni. Ekki aðeins eftir að hún varð ófrísk heldur allt frá því að Jónas dó. Hún hafði látið Maríu eina um að vinna úr sorginni vegna þess að sjálf hafði hún verið of upp- tekin af sinni eigin sorg. Hún horfði á Maríu sem sat hjá barninu. Hjá Jóhanni. Barn- ið var tengt öllum þessum leiðslum og slöngum sem gefa frá sér hljóð og Ijósmerki sem hræða úr manni líftóruna. Þær höfðu báðar séð það allt sam- an áður. Þá hafði það verið skelfilegt og það var ekki síður skelfilegt núna. María sat í hjólastól sem var ætlaður miklu stærri og þroskaðri manneskju. Hún virt- ist svo lítil og varnarlaus. Hún hafði tekist á við alla erfiðleik- ana á eigin spýtur, ekki bara meðgönguna, heldur iíka nám- ið, sambandsslitin við Daníel, sem vildi ekkert af barninu vita, og prófin. Allt. Og svo þessi morgunn. Stef- anía hafði spurt Maríu hvort hún væri búin að ákveða hvað barn- iðætti aðheita. Hún varvissum að María gengi með strák og hann yrði skfrður eftir afa sín- um. Afa sínum. Það hljómaði eitthvað svo undarlega. Ef Jónas hefði lifað væri hann ekki nema fjörutíu og þriggja ára. „Ef ég eignast strák á hann að heita Jóhann," hafði María sagt. „Ef ég eignast stelpu ..." „Jóhann er fallegt nafn," greip Stefanía fram f. „En ég hélt kannski að þú vildir skíra hann Jónas eftir föður þínum." „Nei,“ sagði María. „En það væri fallega gert af þér. Pabbi þinn hefði orðið hreykinn." „Þú ert ekki hreykin af mér, hvers vegna að blanda pabba í málið þegar hann er ekki hér til þess að segja sitt álit. Ég er afturá móti hér ogéger búin að gera upp hug minn. Þú færð mig ekki til þess að skipta um skoðun.“ 26 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.