Vikan


Vikan - 14.11.2000, Síða 27

Vikan - 14.11.2000, Síða 27
,,0g ef þetta er stelpa?" Stef- anía fann reiðina blossa upp. Reiðina, sem var fastur fylgi- nautur hennar þessa dagana. ,,Þá á hún að heita Lára. Hingað til hefur þú alltaf feng- iðaðráðaöllu, mamma. Leyfðu mér að velja nafn á barnið mitt. Ég verð að fara. Prófið byrjar klukkan hálftíu." Stefanía uppgötvað nú að María hafði verið að gráti kom- in. En í morgun hafði henni fundist María þrjósk og harð- brjósta. Verst af öllu var að hún hafði verið of reið til þess að óska Maríu góðs gengis í prófinu. Of reið til þess að kyssa hana bless. Kuldalegur koss hefði verið betri en ekkert. Hún hefði átt að segja bless og gangi þér vel. Sektarkenndin gagntók hana og tárin brutust út enn á ný' Og þarna lá litli Jóhann og barðist fyrir lífi sínu. Hann var Maríu jafndýrmætur og pabbinn sem hún hafði misst. Stefanía sá að andlit Maríu var ekki að- eins með þreytumörkum. Það mátti líka lesa úr því sorg. Djúpa sorg, sem mamma hennar hafði ekkert gert til þess að sefa. Stefanía dró djúpt að sér and- ann og þurrkaði tárin úr aug- unum. Hún gat ekki staðið þarna í allan dag. ,,Sæl, María mín.“ Stefanía náði sér [ stól og settist við hliðina á dóttur sinni. Augu Maríu viku ekki frá hita- kassanum. „Halló." „Það náði enginn í mig fyrr en núna. Guðrún umsjónar- kennari var víst búin að reyna að hringja í marga klukkutíma. Mér þykir svo leiðinlegt ..." Röddin hljómaði kuldalega. Stefanía vildi óska þess að hún gæti verið vingjarnlegri, einsog móðurrödd átti að hljóma und- ir þessum kringumstæðum. Eins og ömmurödd átti að hljóma. „Læknirinn sagði að það séu góðar líkur á því að hann lifi.“ Röddin var eins og í litlu barni. „Það er gott að heyra." Stef- anía stóð á fætur og horfði nið- ur í hitakassann. Hún vildi óska þess að hún gæti séð framan í barnið. En litla andlitið var hul- ið hvítum umbúðum. Húðin á pínulitlum höndunum var næst- um því gegnsæ. „Það er lítið hægt að sjá fyr- ir öllum þessum leiðslum og snúrum. Þessi er til þess að hjálpa honum að anda. Lækn- irinn segir að lungun séu ekki enn þá nógu þroskuð, þessi er til þessaðgefa honum næringu og þessi ..." „Elsku María mín, ekki gráta.“ Stefanía tók dóttur sína í fangið og þrýsti henni að sér. Hún strauk úfið hárið frá and- litinu eins og hún væri lítil stelpa sem hefði dottið og meitt sig á hnénu. „Hvað á hann við þegar hann talar um góðar Iíkur?" spurði María grátandi. Þærvoru komnarinnáfæðing- arganginn. María sat uppi í rúm- inu og leit aðeins betur út þótt augun væru rauð og þrútin. „Þú ættir að reyna að sofna," sagði Stefanía. „Ég kom með snyrtidótið þitt, ef til vill vant- ar eitthvað vegna þess að ég flýtti mér svo mikið. Ég skal setja þetta í náttborðsskúff- una.“ María kinkaði kolli. „Égverð að greiða mér, hárið á mér er svo flókið." Stefanía rétti henni burstann en María horfði bara á hann. „Ég skal greiða þér. Þú lítur ekki út fyrir að hafa krafta til þess.“ Hún byrjaði að bursta hár dóttursinnar. María hafði þveg- ið það um morguninn, áður en hún fór í prófið, en nú var það líflaust og þungt. Augnlokin voru líka þung. „Viltu ekki halla þér?“ „Ég ætti sennilega að gera það.“ María lagðist undirsæng- ina. „Ég held áfram að bursta þangað til þú sofnar." „Mamma, ekki fara." „Auðvitaðferégekki. Égverð hér eins lengi og ég fæ leyfi til. Kannski fer ég og kíki á Jóhann litla. Ég á eftir að heilsa al- mennilega upp á hann.“ Það kom áhyggjusvipur á Maríu. „Heldur þú að pabbi hefði haft á móti nafninu?" „Ég er viss um að hann væri sátturvið nafniðen ekki við það að áhyggjurnar af skoðun hans héldu fyrir þér vöku. Reyndu nú að sofna." Hún kyssti dóttur sína á kinnina. Hún var mjúk eins og á litlu barni. Það leið ekki á löngu þar til María var sofnuð værum svefni. En Stefanía hélt áfram að bursta á henni hárið. Það var svo friðsælt að sitja svona og horfa á Maríu sofa. Góðar líkur, hugsaði Stefan- ía með sér. Það hafði læknir- inn sagt. Kannski voru þær betri en góðar. Ef ástin hefði eitthvað að segja væru líkurnar miklu betri en góðar. En Stefanía gerði sér grein fyrir því að meira að segja ástin á sér takmörk. Jónas hefði verið hjá þeim í dagef ást- in hefði eitthvað að segja í sam- bandi við líf og dauða. Ástandið gat brugðist til beggja vona og næstu dagar yrðu erfiðir. Allt sem hún gat gert var að vona. Og vera Mar- íu til halds og traust. Og hvað um Maríu? Hvað um hana sjálfa? Hún brosti, lagði frá sér hárburstann og horfði lengi á sofandi dóttur sína. Það vottaði fyrir brosi á vörum Mar- íu. Framtíð þeirra mæðgnanna skyldi vera tryggð, hugsaði Stef- anía með sér. Hún myndi svo sannarlega sjá til þess. Vikan 27

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.