Vikan


Vikan - 14.11.2000, Page 29

Vikan - 14.11.2000, Page 29
ákvað aðgrafa stíðsöxina, þetta var nú einu sinni einkadóttir mín, og ég hafði alltaf, eins og allar mæður, hlakkað til þess dags þegar dóttir mín gengi upp að altarinu með sínum heittelskaða. Ég hringdi í hana og hún viðurkenndi mjóróma að brúðkaupið ætti að fara fram í lítilli sveitakirkju fyrir utan bæ- inn, tveimurdögum seinna. Um var samið að ég æki henni og dótturdóttur minni til kirkju. Brúðkaupsdagurinn rann upp. Það var ákaflega fallegur dag- ur í nóvember en óvenjukaldur miðað við árstíma. Við hjónin vorum skilin, þegar hér var kom- iðsögu, og bílinn minn varákaf- lega ólíkur glæsilega fjölskyldu- bflnum fyrrverandi. Þessi var gamall og ýmsir hlutar hans úr sér gengnir, þar á meðal mið- stöðin. Brúðurin varsannarlega glæsileg þegar hún settist í far- þegasætið við hliðina á mér og ömmustelpan í aftursætið. Það var stolt móðir sem ók af stað út úr bænum með þær mæðgurnar sveipaðar inn í sitt hvora dúnsængina. Þegar við vorum að komast á áfangastað og sáum glitta í Ijósin í kirkjunni urðum við kynslóðirnar þrjár ákaflega fegnar, því úti var fimmtán stiga frost og við vor- um orðnar hálffrosnar við bílsætin. Al lar vorum við auðvit- að frekar léttklæddar, ein okk- ar í brúðarkjól, önnur í brúðar- meyjarkjól og sú þriðja í spari- kjól. í leit að kirkju Því er svo farið með mig að ég er ákaflega náttblind og á erfitt með að aka í myrkri. Enda fór það svo að ferðinni var alls ekki lokið þrátt fyrir að við sæjum Ijósin í kirkjunni. Næstu þrjá- tíu mínúturnar leitaði égeinsog galin manneskja að afleggjar- anum sem lá að kirkjunni. En það varsama hvað ég reyndi, af- leggjarann fann ég ekki. Ég sá að brúðkaupsgestir voru mætt- ir í kirkjuna, þar var bílafloti fyr- ir utan og mér leið verr með hverri mínútunni sem leið. Brúðkaupið átti að vera byrjað og þarna var ég, móðir brúðar- innar, með hana á hringsóli um sveitina. Ég er ákaflega þrjósk kona og hugsaði sem svo að fyrst að aðrir kirkjugestir hefðu getað fundið þennan bannsetta afleggjara hlyti ég að geta það líka. En eftir aðrar þrjátíu mín- útur sá ég sæng mína upp reidda, stöðvaði bílinn, þaut út og bað þær mæðgur að bíða í bílnum. Úti var niðamyrkur svo ekki sá út úr augum. Ég ætla ekki að lýsa því hvernig mér leið þegar ég fann allt í einu að ég stóð í vatni upp að hnjám, læk- ur hafði orðið á vegi mínum án þess að ég kæmi auga á hann. Það var köld og blaut kona sem reif upp dyrnar á kirkjunni og sagði með brjálæðislegum glampa í augunum að ég fyndi ekki helvítis afleggjarann, ein- hver yrði að koma til bjargar og koma brúðinni til kirkju. Prest- urinn ræskti sig þegar hann heyrði blótsyrðið en ég sá það samt í augum hans að ég átti samúð hans alla. Tilvonandi tengdafaðir dóttur minnar fór svo með mér út, ég vísaði hon- um á bílinn og loksins voru all- ir mættir. Nokkrum mínútum síðar var dóttir mín gift kona og ömmustelpan búin að eign- ast stjúpföður. Innri og ytri eldar Ég vildi óska þess að sagan endaði hérna, en því miður er það ekki svo. Eftir athöfnina í kirkjunni var farið í skrúðhúsið til þessaðskála í kampavíni fyr- irframtíð ungu hjónanna. Prest- hjónin höfðu skreytt allt hátt og lágt og kveikt á ótal kertum. Mér var svo kalt eftir aksturinn og gönguferð með viðkomu í læk að ég hafði ekki treyst mér til þess að fækka utanyfirflík- unum. Ég stóð í skrúðhúsinu í þykkri ullarkápu með stórt og mikið sjal utan yfir hana. Allt í einu fannst mér ég finna und- arlega lykt og áttaði mig á því að það var brunalykt. Ég hróp- aði upp yfir mig að við yrðum að koma okkur út, það væri greinilega kviknað í skrúðhús- inu. Presturinn leit upp. Ég sá brosviprur myndast í munnvik- unum og þessi virðulegi maður reyndi allt hvað hann gat að halda niðri í sér hlátrinum með litlum árangri. Síðan gekk hann að mér og leiddi mig út í kvöld- kyrrðina og hófst handa við að slá í afturendann á mér fast og ákveðið. Það eina sem kviknað hafði í var móðir brúðarinnar og stóðu bæði sjalið og kápan í Ijósum logum. Ennþá vildi ég að ég gæti sagt að hér með væri sögunni lokið en svoerekki. Þegartil Reykja- víkur var komið bauð faðir brúð- arinnar til veislu. Ég var orðin allhress; eftir að presturinn hafði slökkt eldinn í kápunni minni hafði ég slökkt í geðs- hræringunni með dágóðum skammti af kampavíni. Þarna í veislunni fannst mér ég mjög fyndin kona og sá ástæðu til þess að skemmta gestunum með ræðustúfi. Fór sá stúfur bæði úr böndunum og fyrir brjóstið á ýmsum þeirra sem viðstaddir voru. Enda fór svo að langur tími leið þar til nokk- ur úr fjölskyldunni vildi tala við mig aftur. Sem betur fór sætt- umst við mæðgurnar heilum sáttum, hún er auðvitað löngu skilin við þennan ágæta mann og heldur áfram að lifa sínu venjulega lífi á ákaflega óvenju- legan hátt. Lesandi segir Þórunni Stefánsdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hefur hatt mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er velkomið að skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. llciniilisf'angiO er: Vikan - „I.ífsreynslusaga", Seljavegur 2, 101 Reykjavík, Netl'ang: vikan@l'rodi.is

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.