Vikan - 14.11.2000, Qupperneq 44
o
Hvers vegna brást
hann svona við?
Hann ætti að vera
henni þakklátur fyrir
að gera honum þetta svona auð-
velt, en auðvitaðvoru karlmenn
þekktir fyrir stolt þegar kom að
karlmennsku þeirra. Það var
greinilegt að hann var mótfall-
inn hugmyndinni um að hún
hafi einungis verið að notfæra
sér hann, jafnvel þótt þau vissi
bæði að hann hafði einungis
verið að notfæra sér hana.
Samt var eitthvað í rödd hans
sem hræddi hana og kom henni
í varnarstöðu. ,,Ég býst við að
þér finnist óviðeigandi að kona
hugsi þannig," sagði hún kæru-
leysislega. ,,Því mega konur
ekki viðurkenna að þær hafi
kynferðislegar langanir ekki síð-
ur en karlar?"
Satt að segja trúði Charlotte
ekki sínum eigin eyrum, en það
var eins og hún réði ekki við orð-
in sem streymdu úr munni
hennar. Það var eins og einhver
annar hefði tekið stjórnina.
,,Ég er þeirrar skoðunar,"
sagði Daniel rólega, „aðenginn,
hvorki karl né kona, ætti nokkru
sinni að notfæra annað fólk,
hvorki andlega né líkamlega."
Að svo búnu snerist hann á
hæli og gekk út um dyrnar,
ákveðinn í bragði.
Charlotte settist þunglega í
stólinn. Hún titraði frá hvirfli
til ilja og hitnaði og kólnaði til
skiptis. Hvað hafði hún gert?
Daniel hafði verið öskureiður
... brjálaður ... en hann hafði
haft stjórn á reiði sinni, þrátt
fyrir yfirlýsinguna sem hann
hafði gefið áður en hann yfir-
gaf hana. Orð hans hafa enga
þýðingu, sagði hún við sjálfa
sig. Hverniggæti það verið þeg-
ar þau voru í algjörri andstöðu
við hegðun hans.
En samt ... hvernig hafði
henni dottið í hug að lýsa því yfir
að hún hefði notfært sér hann
sem staðgengil Bevans og
hvernig hafði honum dottið í
hug að trúa henni?
Hún reyndi aðtelja sjálfri sér
trú um að þetta væri henni fyr-
ir bestu ... að hún hefði alla
vega haldið virðingunni.
Um hádegið var hún komin
með höfuðverkinn sem hún
hafði gert sér upp um morgun-
inn. Hún hafði heyrt Daniel
ganga um gólf á skrifstofu sinni
í tíu mínútur eða svo eftir að
samtali þeirra lauk. Eftir það
hafði hann greinilega farið
heim. Hún vildi ekki spyrja
Anne hvar hann væri og sagði
ákveðin við sjálfa sig að hún
væri fegin að hann væri farinn
... aðhúnyrði því fegnustef hún
þyrfti aldrei að hitta hann aft-
ur.
Hún vann allan matartímann,
hún gat ekki einu sinni hugsað
um mat og gat ekki hugsað sér
að láta starfsfólkið sjá hvernig
hún leit út. Auk þess þurfti hún
aðvinna uppýmislegt. Klukkan
var rúmlega eitt þegar hún gat
varla lesið lengur fyrir höfuð-
verk. Hún hringdi fram til Anne
og sagðist ætla að fara heim.
,,Það líst mér vel á,“ sagði
Anne móðurlega.
Sem betur fór var enginn
heima. Hún tók tvær verkjapill-
ur, háttaði sig og lagðist upp í
rúm. En það sótti ekki að henni
svefn. Þess í stað runnu mynd-
ir af Daniel í gegnum huga
hennar. Daniel að elska hana ...
Daniel að elska Patriciu. Dani-
el að horfa á hana með fyrir-
litningu og óbeit ... Daniel að
horfa á Patriciu með ást og þrá.
Daniel að segja henni að hún
yrði að vinna undir hans eftir-
liti ... Daniel að segja henni frá
Lydiu og John. Daniel ... Dani-
el ... Daniel.
Hún var nýsofnuð og alveg út-
keyrð þegar mamma hennar
kom og spurði kvíðin:
,,Charlotte, ertu komin heim?
Hvað er að?“
Charlotte heimtaði að fara í
vinnuna daginn eftir, þrátt fyr-
ir mótmæli mömmu sinnar.
Hún ætlaði ekki að láta það
spyrjast út að hún skrópaði f
vinnunni ofan á allt annað. En
Anne var greinileg sömu skoð-
unar og mamma hennar: ,,Ertu
viss um að það hafi verið skyn-
samlegt að koma í dag? Þú ert
enn þá alveg hræðilega föl."
Charlotte leit á hana ogsagði:
,,Mamma varekki eins nærgæt-
in. Hún sagði einfaldlega að ég
liti ömurlega út.“
Anne hló. ,,Ég skal færa þér
kaffibolla ef þú vilt," sagði hún.
„Bíddu meðan ég sæki það.“
Charlotte settist við skrifborð-
ið.
Anne kom til baka með tvo
bolla og settist makindalega á
móti Charlotte.
,,Þú misstir af miklu í gær,“
sagði hún. ,,Auðvitaðá þettaað
vera leyndarmál, það er von að
Daniel vilji ekki að þetta frétt-
ist. Égávið, núer þettaalltorð-
ið löglegt, en samt..."
,,Um hvað ertu að tala? Hvað
gerðist?" spurði Charlotte.
,,Eins og þú veist þá hef ég
ekkert skilið í því hvers vegna
Daniel var svona mikið með Pat-
riciu Winters, sérstaklega eftir
að það var búið að ganga frá
öllum málum mannsins henn-
ar sáluga. Eftir á er auðvelt að
átta sig á ástæðunni."
Hún þagnaði meðan hún fékk
sér kaffi og Charlotte fékk hnút
í magann. Hún vissi hvað kæmi
næst. Daniel og Patricia væru
búin að trúlofa sig.
,,Þetta er dæmigert fyrir
Daniel ... að vilja halda þessu
leyndu. Ég verð að segja að ég
er enn þá alveg undrandi á því
hvernig honum tókst að koma
þessu í gegn, en auðvitað sak-
aði ekki að Patricia skyldi hitta
þennan mann. Hann er forrík-
urogauðvitaðvildi hún að hann
sæi hana í góðu Ijósi,“ sagði
Anne og gretti sig.
Charlotte starði á hana. Hún
vissi ekki lengur hverju hún átti
að trúa. Um hvað var Anne eig-
inlega að tala? Hvernig gat Pat-
ricia Winters verið með öðrum
manni þegar hún var trúlofuð
Daniel?
,,Anne,“ sagði hún varlega.
,,Ég hef ekki hugmynd um hvað
þú ert að tala. Eru þau Daniel
og Patricia trúlofuð eða ekki?“
,,Trúlofuð?“ Anne starði á
hana. „Auðvitað ekki, hvernig
dettur þér það í hug?“
,,Um hvað ertu þá að tala?"
,,Eins og þú veist slasaðist
Paul alvarlega í bílslysi og dó
af meiðslum sínum. Áður en
hann dó sendi hann eftir Dani-
el og sagðist vilja breyta erfða-
skránni. Hann hafði gert sér
grein fyrir því hversu ósanngjarn
hann hafði veriðgagnvartstjúp-
syni sínum. Þeir deildu þegar
Paul giftist Patriciu vegna þess
að Gordon var illa við það og
Gordon neyddist til þess að
hætta störfum hjá fyrirtækinu af
þeim sökum.
Því miður dó Paul Winters
áður en hann gat undirritað nýju
erfðaskrána og síðan hefur
Daniel mætt á ótal fundi með
Patricu til þess að reyna að fá
hana til þess að afhenda Gor-
don stjórnartaumana, eins og
Paul vildi. Þú veist hvernig hún
er. í fyrstu neitaði hún blákalt,
en svo fór hún að gefa í skyn
að hún gæti jafnvel skipt um
skoðun. Auðvitað hefur Daniel
ekkert sagt, en mig grunar að
44
Vikan