Vikan


Vikan - 14.11.2000, Qupperneq 54

Vikan - 14.11.2000, Qupperneq 54
Það er næstum vonlaust að hitta nokkurn, sem hefur heimsótt höfuðborg Tékk- lands, Prag, sem ekki heill- ast af borginni. Prag er eins og eitt stórt listasafn þar sem hver byggingin er annarri fallegri. Þótt aðeins séu liðin ellefu árfrá flauelsbyltingunni og ferða- menn nokkuð nýtt fyrirbæri í augum Pragbúa reyna þeir sitt besta til að standa sig. Hús, sem varla sást í fyrir sóti fyrir nokkrum árum, hafa verið gerð upp í sinni upprunalegu mynd og mál- uð í pastellitum. að er ekki undarlegt þótt íslendingar nán- ast gangi af göflunum þegar þeir sjá verðlag- ið á kristal í borginni. Enginn verður þó hissa því Tékkland er land kristalsins og þess vegna kostar hann nánast ekki neitt í okkar augum! Prag er ekki borg sem ætti aðflokkastsem „verslunarborg- in Prag", þótt þar sé vissulega hægt að gera góð kaup. Það er ekki aðeins kristallinn sem er ódýr í borginni, heldur er líka hægt að fá gull á góðu verði, postulín, skó og veski og úrval- ið í fatnaði er sífellt að aukast. í miðborg Prag er ein lítil Kringla sem heitir Kotva. Versl- unin er á fimm hæðum og þar fæst nánast allur varningur sem hugurinn girnist. Gatan Ná Príkopé er sérstaklega góð versl- unargata þar sem er að finna verslanir eins og Mark's & Spencer og Vero Moda, en sú síðarnefnda er í eigu (slending- anna Brfetar og Egils Þórisson- ar. Einn þekktasti skóframleið- andi Tékka hét Bat'a og er hann nánast goðsögn I heimabæ sín- um, Zlín á Mæri. Bat'a þessi átti mikil oggóð viðskipti við ís- land og verksmiðja hans fram- leiddi m.a. peysufataskóna sem seldir voru í Skóverslun Reykja- víkur fyrr á öldinni. Stórversl- un, sem ber nafn hans, er neðst á hinu þekkta torgi, Václavské Námestí, eða Wenseslas Squ- are, og þar er hægt að finna skó af öllum hugsanlegum stærðum og gerðum. Krlstall! Kristalsbúðir eru nánast á hverju götuhorni. Gott er að versla í Celetná Crystal ogTom's Bohemia, sem báðarstanda við eina elstu götu Prag, Celetná, sem liggur upp frá Gamla torg- inu. Við þá götu eru líka marg- ir góðir veitingastaðir, en ekki allir á augljósum stað. Hafið augun vel opin því oft þarf að fara inn um hlið, inn í garða og ganga svo niður í djúpa kjallara. Einn slíkur heitir U Pavouka - eða Hjá kóngulónni, góður og skemmtilegur veitingastaður. Það er ekki hægt að koma til Prag nema gefa sér tlma til að setjast niður við eitthvert veit- ingahúsanna á Gamla torginu ogfylgjast með mannlífinu. Þar er líka hægt að sjá hina merki- legu listasmíð, „Stjarnfræði- legu klukkuna", eða „Klukkuna hans Hanusar" eins og Tékkar kalla hana gjarnan. Þessi klukka varsett upp í byrjun 15. aldar, en klukkusmiðnum Han- us var falið að endurgera hana árið 1490. Klukkan sýnirekki aðeinstímann einsog við þekkj- um hann, heldur líka gamla bæ- heimska tímann og afstöðu himintunglanna til stjörnu- merkjanna tólf og saga hennar er vel þess virði að kynna sér áður en staðnæmst er fyrir fram- an klukkuna á heila tímanum. Þá safnast múgur og marg- menni á Gamla torginu og eins gott að vera vel á verði því inn- an um eru alltaf þraut- þjálfaðir vasa- þjófar sem nýta tímann vel meðan ferðamenn beina athygl- inni annað! Annars er Prag ekki borg sem ferða- menn þurfa að vera hræddir í. Vasaþjófnaðir eru eins og ger- ist og gengur í öðrum stórborg- um, en það hefurenn ekki gerst í borginni að ráðist sé á fólk með barsmíðum eða vopnum. Glæp- ir eru tiltölulega fátíðir og eit- urlyfjaneytendur halda sig eink- um í einum skemmtigarði en blanda ekki geði við fólk á göt- unni. Varist aðskipta peningum úti á götu. Farið í banka eða skiptið erlendri mynt í „banko- mat" vélum eða takið út af kreditkortinu í slíkum vélum, sem eru um allt. Það er margt að sjá í Prag og endalaust hægt að rölta um litl- ar, hellulagðargöturnarog upp- lifa eitthvað nýtt. Suma staði er þó nánast skylda að heim- sækja, eins og torgið Václavské Námestí, Wencelas Square, sem skriðdrekarnir óku inn á í innrásinni '68 þegar Vorið í Prag var brotið á bak aftur. Það var líka við þetta torg sem þús- undir söfnuðust saman með nellikur og logandi kertaljós í flauelsbyltingunni 17. nóvem- ber 1989. Við enda torgsins stendur Þjóðminjasafnið og við það ofanvert er minnisvarði um Jan Palach, stúdentinn sem kveikti í sér í ársbyrjun 1969 til að mótmæla kommúnisman- umílandinu. Tékkarfaragjarn- an með blóm að minnisvarða hans eða kveikja á kerti og setja við myndina af honum. Inn af Václavské Námestí er gata sem heitir Vodicova. Næst- um við enda hennar er afar skemmtilegur matsölustaður, sá fyrsti í Prag sem bruggaði sinn eigin bjór. Staðurinn heit- ir Novomistský Pivovar og þar má fá einn lítra af bjór fyrir eitt hundrað íslenskar krónurogalla hugsanlega tékkneska rétti á lágu verði. Harmonikuleikari lyftir upp stemmningunni og 54 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.