Vikan - 14.11.2000, Page 55
iðulega taka gestir lagið.
Gyðingahverfið í Prag var
jafnað við jörðu í kringum
1900, en yfirvöld gættu þess þó
að láta samkunduhús gyðinga
oggyðingakirkjugarðinn ósnert.
Þar er að finna elsta samkundu-
hús gyðinga í Evrópu, Gömlu-
nýju sýnagóguna, sem reist var
árið 1270 og í Maisel sýnagóg-
unni er eitt merkasta minja-
safn um hluti gyðinga sem fyr-
irfinnst í veröldinni. Ástæðan er
sú að þangað fluttu nasistar
muni í eigu gyðinga og þar áttu
að varðveitast minjar um „hinn
horfna kynstofn". Gyðinga-
kirkjugarðurinn er á ótrúlega
litlu svæði, en þar hvíla um 100
OOOgyðingar undir 12 000 leg-
steinum, eða um 8 lík í hverj-
um grafreit. í Pinkas sýnagóg-
unni má sjá nöfn þeirra sem
teknir voru af lífi í útrýmingar-
búðum nasista; þar á meðal
nöfn ömmu og afa Madeleine
Albright, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sem fékk ekki
staðfest um hver hefðu orðið af-
drif þeirra fyrr en árið 1997.
Á sama stað er áhugaverð sýn-
ing á myndum barnanna sem
dvöldu í Terezín fangabúðun-
um. Myndirnar fundust eftir
stríðið, en þær höfðu börnin
stolist til að teikna. Bók með
myndum barnanna og Ijóðum
eftir þau er hægt að kaupa í
bókaverslun í gyðingahverfinu
og heitir hún „I have not seen
a butterfly around here". Hafið
í huga þegar þið skoðið mynd-
listarsýninguna að 15 þúsund
börn voru flutt í Terezín fanga-
búðirnaren aðeinseitt hundrað
komu þaðan aftur.
Líf og fjör á KarlsbrúnnS
Karlsbrúin er sá staður í Prag
þar sem alltaf er líf ogfjör. Brú-
in er full af listamönnum en
mest ber á tónlistarmönnum og
listmálurum. Þar er hægt að
kaupa blýantsteikningar, vatns-
Malá Strana - Litla hverfið -
er hinum megin við Karlsbrúna
oger nokkurs konar listamanna-
hverfi, sem liggur upp að Prag-
kastala. Þar er allt yfirfullt af
litlum, skemmtilegum verslun-
um og veitingastöðum og þar
er vert að skoða Kampa svæðið
og kirkju heilags Nikulásar.
Gegnt kirkjunni er veitingastað-
urinn „U Mecenase", sem er
gamall og virtur staður. Gatan
Borg tónlistarinnar
Það er eiginlega ekki hægt
að heimsækja Prag án þess að
fara á tónleika, enda hæg
heimatökin. Tónleikar eru í
kirkjum og tónleikasölum um
alla borg, alla daga og auðvelt
að verða sér úti um miða. Þá
er ógleymanlegt að fara í Gos-
brunnagarðinn, Krizik Fontana,
sem er á Vystaviste sýningar-
svæðinu, þarsem upplýstirgos-
lita- og olíumyndir, skartgripi og
eftirlíkingar af húsunum í Prag
úr keramiki, svo eitthvað sé
nefnt. Á kvöldin safnast fólk
saman á brúnni ogskemmtirsér
iðulega við undirleik einhverra
tónlistarmanna, sem fengið
hafa leyfi yfirvalda til að spila
á brúnni. Þarna takast oft góð
kynni meðal hinna ýmsu þjóða!
Karlsbrúin á sér skemmtilega
sögu. Leitað vartil stjörnuspek-
ings eftir því hvenær best væri
að leggja hornstein að brúnni
svo hún stæðist um aldur og
ævi. Samkvæmt útreikningi
hans var hornsteinninn lagður
kl. 5:31, 9.7.1357. Hvort sem
það er stjörnuspekinni að
þakka, eða því sem sagan seg-
ir, að eggjum hafi verið bland-
að út í steypuna til að styrkja
hana, þá stendur Karlsbrúin
enn.
Nerudova er líka einstaklega
sjarmerandi gata. Við hana eru
margar minjagripaverslanir og
góðir veitingastaðir, þeirra á
meðal Bazaar Mediterrian.
Pragkastali er vinnustaður
Havels forseta og í kastalahverf-
inu er St. Vitus kirkjan sem
næstum allirferðamenn skoða.
Ferð umhverfis kirkjuna leiðir
fólk þúsund ár aftur í tímann.
Bygging hennar hófst árið 1344
og var ekki endanlega lokið fyrr
en á 19. og 20. öldinni. í Kast-
alahverfinu er óvenjuleg gata,
Gullna gatan, sem sagt er að
dragi nafn sitt af því að við hana
bjuggu gullsmiðir á 17. öld.
Rithöfundurinn Franz Kafka bjó
viðGullnu götuna, en fyrir hálfri
öld létu yfirvöld gera öll hús við
götuna upp og þar eru nú minja-
gripaverslanir, Iistagallerí og
bókabúðir.
brunnarnir eru stilltir eftir nót-
um þeirra verka sem flutt eru.
Tékkneskur matur þykir nokk-
uð þungur, en bragðgóður.
Bragðið endilega á „svícková na
smetane" og á andarbringum.
Soðbrauð - knedlíky - er borið
fram með nánast öllu kjötmeti.
Tékknesk borðvín eru flest afar
bragðgóð og innihalda yfirleitt
ekki rotvarnarefni. Pilsner
Urquell er þekktasti bjórinn utan
Tékklands, en Staropramen,
Radegast og Gambrinus eru allt
góðir bjórar. Becherovka er nauð-
synlegtaðbragðaá. Þaðerjurta-
líkjör sem fundinn var upp af
lækni konungsins árið 1805 og
inniheldur a.m.k. 19 tegundir
jurta. Þennan drykk á að drekka
fyrir mat eða nota hann sem lyf,
og þá ekki nema sem samsvar-
areinni matskeið. Ogvitiðtil: Þið
verðið albata!
Heimsferðir
Vikan 55