Vikan - 14.11.2000, Blaðsíða 58
J J
o
ÉG EIGNAÐIST BARN
A stríðsárunum var
stúlkum sem fóru í
MEÐ HERMANNI
ástandið oft líkt við
síldartunnu sem hefði
laskast á botninum.
Við vorum kallaðar
„lagbrotnar". Núna er
ég á áttræðis aldri,
flutt hingað til Reykja-
víkur úr minni heima-
sveit og búin að
kaupa mér litla og
notalega íbúð. Ég
geng oft Laugaveginn
Þar sem ég hitti her-
manninn minn fyrst.
Þó að margt sé breytt
síðan þá, finn ég
anda hans fylgja mér
á þessum slóðum.
egar ég var átján ára
fór ég í vist hjá frænku
minni í Reykjavík. Mig
langaði ekkert að fara,
en heima var meira en nóg af
vinnukrafti, við systkinin vorum
níu. Það þótti sjálfsagt að fara
að vinna fyrir sér um leið og
það var hægt. I dag hefði það
kallast barnaþrælkun. Við átt-
um heima á bóndabæ rétt utan
við þorpið. Þorpsbúar lifðu á
fiskveiðum og smábúskap. Ég
man vel eftir kindakofum og
fjósum á túnblettunum við litlu
húsin þeirra. Það var litið upp
til fólks sem vann við kaupfé-
lagið eða hjá kaupmanninum
því það var betur klætt en við
hin sem unnum sveitavinnu eða
vorum við fiskvinnu. Þá var líf-
ið vinna og lítið annað. Allt sem
fréttnæmt þótti vakti mikið um-
tal og ég tel að sögur um stúlk-
urnar sem fóru í ástandið hafi
skemmt mörgum á þessum við-
burðasnauða stað.
Ég man ekki eftir fátækt
heima en það var farið vel með
alla hluti. Yngri krakkarnir
gengu í fötum af þeim eldri, en
fyrir jólin fengu allir ný föt.
Seint í ágúst sumarið sem ég
var átján ára, birtist systir pabba
ogvildi fá mig í vist hjásér. Hún
sagði að ég fengi að læra að
sauma á meðan ég væri hjá sér.
Égfór með henni til Reykjavík-
ur og fékk rúmgott herbergi í ris-
inu í stóra, fína húsinu henn-
ar.
Fyrstu dagana leiddist mér
mjög mikið og langaði heim aft-
ur en þegar ég fór að sækja tíma
í kvenfatasaum minnkaði heim-
þráin og ég gleymdi mér við
námið.
Þetta var á þeim tímum þeg-
ar amerískir hermenn voru fleiri
á götunum en fslendingar.
Margar stúlkur gáfu þeim hýrt
auga en frænka mín varaði mig
við þeim og sjálf var ég stað-
ráðin í því að skipta mér aldrei
af hermanni.
UNGIHERMAÐURINN Á
LAUGAVEGINUM
Leiðin í saumakennsluna lá
um Laugaveginn. Fljótlega tók
ég eftir hermanni sem oft stóð
í skjóli í skoti framan við inn-
göngudyr á klæðaverslun sem
þá var neðarlega á Laugavegi.
Þessi verslun er nú fyrir löngu
hætt. Ég gat ekki varist því að
taka eftir því hvað hann var
glæsilegur. Hann var svo ólíkur
strákunum heima. (margarvik-
ur gekk ég þarna um og oftast
var hann á sama stað. Hann gaf
sig ekkert að stelpunum sem
reyndu að tala við hann, ólíkt
því sem mér sýndist um flesta
aðra hermenn. Á saumastof-
unni sem ég lærði á var mikið
talað um dátana og sumar
stúlkurnar voru í ástandinu og
þótti ekki skömm að. Þær slettu
ensku þegar þær töluðu saman
og nokkrar þeirra voru að læra
málið. Ég fékk mikla löngun til
þess að læra ensku og með leyfi
frænku minnar sótti ég nokkra
einkatíma í málinu. Þaðvareins
með enskukennsluna og
saumaskapinn að hvort tveggja
var kennt í húsnæði við Lauga-
veginn.
BROSIO VARÐ AO ELDHEITRI
ÁST
Égstóðmigaðþví, þvertgegn
vilja mínum, að litast um eftir
unga hermanninum í hvert
skipti sem ég fór fram hjá þar
sem hann var vanur að vera og
verða fyrir vonbrigðum ef hann
var þarekki. Stundum mætti ég
honum þegar ég var send í búð-
ir. Eftir nokkrar vikur var hann
farinn að kinka kolli til mín og
brosa. (fyrsta skiptið tók hjart-
að kipp, ég brosti á móti og eng-
ar viðvörunarbjöllur klingdu.
Á eftir hugsaði ég að það gæti
varla verið saknæmt að brosa á
móti. En brosin okkar urðu að
eldheitri ást sem aldrei hefur
slokknað.
Hann var ekki á vanalega
staðnum í nokkur skipti á eftir
þegar ég gekk fram hjá. Ég varð
vonsvikin og mér datt í hug að
hann væri farinn á vígstöðvarn-
ar. Þessi hugsunolli méróþæg-
indum. Ég óttaðist að hann
hefði hitt einhverja stelpu sem
honum litist vel á.
En einn daginn, þegar ég var
að fara í búðir í Austurstræti, var
klappað á öxlina á mér. Þarna
var hann kominn og vildi bjóða
mér í bíó á næsta laugardags-
kvöld. Þetta fyrsta samtal okk-
ar gekk ekki greiðlega fyrir sig
en þó skildi ég að hann ætlaði
að bíða mín í skotinu sínu
klukkan sjö. Þetta gekk eftir. Við
fórum í bíó en ég man ekki um
hvað myndin snerist því ég var
með allan hugann við hermann-
inn minn.
Þegar hér var komið sögu
byrjaði ég að skrökva að frænku.
Ég sagði henni að ég væri að
fara í bíó með stelpum að heim-
an. Hún tók það gott og gilt.
Við héldumst í hendur alla
myndina út í gegn og á eftir
gengum við um bæinn hönd í
hönd á mildu nóvemberkvöld-
inu. Upp frá þessu hittumst við
eins oft og nokkur kostur var.
Á afmælisdaginn minn í byrj-
un apríl dró hann upp trúlof-
unarhringa sem við settum upp
samakvöld. Þávarbúiðað kom-
ast upp um mig enda var ég
hætt að leyna sambandi okkar.
Fjölskyldan var fúl, frænka var
æf, en það sljákkaði fljótlega í
henni þegar hún kynntist hon-
58
Vikan